Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.12.1975, Side 13

Vikan - 04.12.1975, Side 13
nskujótín Hulda Á Stefánsdóttir: sem var verslunarvara. Ot á smáband- ið var tekinn jðlavarningurinn, sem var aðallega kaffi, sykur og önnur þvílík munaðarvara. Þelbandið var notað í vaðmál og dúka, því efni í fatnað var ofið á bæjunum, það þurfti að koma upp alls konar fatnaði fyrir hátíðina. Enginn mátti klæða köttinn. Vandað og vel unnið band þurfti í allan nærfatnað og sokkaplögg. Það var mjög gaman og lærdómsrikt að fylgjast með vinnubrögðunum á stóru sveitaheim- ili, þar sem flest var framleitt, sem heimilið þarfnaðist. Þá var það tilbreyting, þegar Grim- ur hringjari kom til að þæfa voð- irnar, áður en þær voru pressaðar og sniðnar. Lítill pallur var settur fyrir framan ofninn í norðurhúsinu og koffort sett i kring, svo voðin rynni ekki út af pallinum. Studdist Grím- ur fram á eitt koffortið og hamað- ist við þófið, svo svitinn bogaði af honum. Hann var samt berfættur og aðeins á nærklæðunum. Mamma sendi honum öðru hvoru sterkt kaffi í stórri krús, og oft var það bragð- bætt með svolítilli brjósthýru, glaðn- aði þá yfir þófaranum. Grimur var mér ráðgáta, en cg leit upp til hans, því hann hringdi kirkjuklukkunum á helgum dögum og eins við allar jarðafarir, mér fannst enginn annar myndi kunna þá list. Öll þessi mikla vinna í skammdeg- inu var eins konar forleikur jólanna. Ullin varð mýkri i höndum stúlkn- anna og rokkarnir léttari, þegar hugsað var til hátíðarinnar og þess gætt, að allt voru þetta nauðsynleg- ir þættir í undirbúningi væntanlegr- ar jólaglcði. Það valt á miklu, að til alls væri vandað og ekkert vantaði, þegar hin mikla hátið rynni upp. Þá var gaman á góðviðrisdögum að fylgjast með reyknum, sem hringaði 'sig upp úr cldhússtrompinum og læddist frani göngin i garnla bænum. Allir vissu, að mikið var i húfi að vel tækist mcð allan reykta matinn. Stúlkurnar skutust öðru hvoru út í eldhús til að lita eftir eldinum og bæta á glóðina. Stundum var læðst á efiir þcim, það var svo skemmti- legt að horfa inn í hlóðirnar og sjá a 111 góðgætið, sem hékk uppi í rótinni. Það kom vatn í munninn á okkur krökkunum, þegar við sáum, hvað leyndist í reyknum. En til þess að skilja það verðum við að hugsa til þess, að lítil fjölbreytni var þá í daglegu mataræði. Sem dæmi minnist ég þess, að dag einn kom maður að Möðruvöllum, hann var vinnumaður frammi í Eyjafirði. Á vökunni tóku menn hann tali, spurðu meðal annars, hvernig vistin væri og hvað væri skammtað á bænum. Það er nú oft- ast vellingur og soðiðbrauð, svaraði gesturinn. Ekki er það alla daga, spurði einn heimamanna, og svo voru vikudagarnir taldir I röð, og alltaf var sama svarið: Vellingur og soðið- brauð. Á sunnudögum er þó liklega eitthvað annað á boðstólum? Nei, Ef þér eruð í vandræðum með jólagjöfina? komi þá og skoðið VIBRAMED THERM NUDDPUÐANN OG VIBROSAN NUDDTÆKIÐ Kærkomnar gjaf ir hvort sem er handa honum eða henni Svissnesk gæðavara. Vibramed Therm nuddpúðinn er auðveldur í notkun og hefir 3 styrkleika á nuddinu hefur yngjandi áhrif regluleg notkun hjálpar til við megrun og eyðir undirhöku. NUDDTÆKIÐ Mýkir vöðvana, eykur blóðrás og gefur hörundinu heilbrigðan lit og styrkir það þann- ig að hrukkur myndast síður. 5 ára ábyrgð. - VIBROSAN 49. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.