Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.12.1975, Side 31

Vikan - 04.12.1975, Side 31
— En hefur starf þitt sem leik- kona komið niður á heimilinu? . — Þ,að er nú ekki mitt að dsema uij^.það, en ég held ekki. Ég var svo lánssöm, að móðir mín bjó hjá mér meðan eldri dóttir mín ólst upp og fyrst eftir að sú yngri fæddist, Eftir að hún dó, hefir góð vinkona mín algjörlega annast yngri dóttur mína, þegar ég er að vinna. Hennar starf er mér ómet- anlegt og aldrei fullþakkað, þvi ef ég hefði þurft að velja milli heimilis og starfs, er ég ekki í nokkrum vafa um valið, en ég er ósköp þakklát að hafa ekki þurft að velja. — Ertu kvenréttindakona? — Auðvitað er ég það — og það er að bera i bakkafullan lækinn að segja hvers vegna — á kvennaári. En það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan ég áttaði mig á þvi, að það er sjálfsagt, að hjón sem bæði vinna úti, skipti með sér heimilisstörfum. Það voru eigin- lega eldri dóttir min og maðurinn minn, sem komu mér í skilning um það. — Annars finnst mér leiður misskilningur rikja hjá sumum heimavinnandi konum, og kannski ekki alveg að ósekju — semsé, að kvenréttindakonur líti niður á húsmóðurstarfið. Er til vandasamara og mikilvægara starf en barnauppeidi? Og finnum við þá konu, sem ekki er vansxl, ef eitthvað amar að börnum hennar? Það eiga að vera sjálf- sögð mannréttindi hvers karls og hverrar konu að velja það lífs- starf, sem hann eða hún helst kýs. Það hlýtur að vera eina leiðin til að góður árangur náist í starfi. — Undanfarin ár hefur þú leik- ið töluvert af þreyttum konum, Sigríður, til dæmis I Hitabylgju, Hjálp og Fjölskyldunni. Ert þú sjálf þreytt kona? — Nei, ég er ekki þreytt kona. Ég er ólíkt hamingjusamari I dag en sem ung stúlka. Starf mitt er jafnframt mitt helsta áhugamál. Heima mæti ég fullum skilningi hjá tveimur ynd- islegum dætrum og eiginmanni. Hitt er svo annað mál, að fæstir ganga I gegnum lífið, án þess að verða mcira eða minna fyrir barð- inu á því — og svo er einnig um Qollei Fyrir litskyggnur 35mm Sjálfvirkar Sterkar ódýrar Verð frá kr. 31.600,- ALLT TIL LJÓSMYNDUNAR Austurstræti 6 Simi 22955 Badedas þekkja allir. Fæst í öllum snyrtivöru verslunum og apótekum á landinu. Umboð H. A.Tulinius heildverzlun 49. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.