Vikan

Tölublað

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 75

Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 75
ekki eins uppfinningasöm, en hafa því meira gaman af að búa eitthvað til í höndunum. Handa þeim eru til margar btekur til hjálpar, bækur um saumaskap, prjón, smíðar og hitt og annað föndur. Jafnvel þótt börnin séu alls ekki lipur í höndunum og vilji ekki búa til hlutina sjálf, má ekki taka frá þeim gleðina af að finna, kaupa eða útvega á annan hátt þá hluti, sem þau ætla að gefa í jólagjöf. Það er sannarlega mikið til í máltxkinu, sem segir, að sælla sé að gefa en þiggja. Skemmtilegasta augnablikið á jólakvöldinu er alls ekki, þegar barnið rífur nýjan fínan búðarpappír utan af nýju skíðunum, heldur þegar þeir fullorðnu taka á móti pakka með undrun og forvitni í svip og taka utan af honum heilmikið af seglgarni og heila hrúgu af gömlum og krulluðum pappír. ,,Ertu ekki fegin, mamma? Er þetta ekki einmitt það, sem þig vantaði?” Börnin á jólunum. Flest börn hlakka geysimikið til jólanna. Þau hlakka til, en stundum er tilhlökkunin ögn blandin vafa um að jólin verði nú alveg eins undur- samleg og þau hafði dreymt um. Sjö ára strákur sagði eitt sinn með tárvot augu: ,,Ég kvíði svo fyrir jólunum!” Af hverju? ,,Ég er svo hræddur um, að ég fái ekki það, sem ég hef óskað mér, og að jólin verði ekki eins skemmtileg og ég held.” Það er kannski ekki algengt, að slíkar tilfinningar fái yfirhöndina, en samt er þær að finna hjá mörgum. Hvort sem börnin hlakka til jól- anna eða ekki, og hvort heldur þau verða vonsvikin á jólakvöldið eða ekki þá er víst, að þau verða fyrir sterkum tilfinningasveiflum. Og tilfinningar reyna á andlega krafta. Maður getur orðið þreyttur af að finna svo mikið til. Auk þessa fá börnin að vaka lengur en annars. Dálitlar vökur tilheyra jólunum. En börnin eiga 5 erfið- leikum með að sofa svo lengi fram- eftir á morgnana, að þau geti rétt þetta svefnleysi af, og jafnvel þó þau geti það, þá kemst óregla á svefntímann. Það er ekki svo auð- velt að koma honum í samt lag aftur. Ef um mörg jólaboð er að ræða, verða börnin ennþá þreyttari. Þreytt börn.. Auðvitað er ekkert við því að segja, þótt börn verði þreytt. Það gerir lífið aðbins tilbreytingarríkara og gleðilegra að upplifa stundum eitt- hvað óvenjulegt, að tilfinningarnar fái útrás og að ttverða þreyttur af glcði og spenningi. Gegn slíku á ekki að verncte börnin. En það er jafngott að vita fyrir- fram, að áhrifanna gætir oft lengi eftir jólin. Þreytt börn verða auð- veldlega önug og taugaslöpp.- Mat- arlystin getur orðið slæm í nokkra daga, þau slást og skammast við systkinin, þau eru eilífðartíma að klxða sig á morgnana, þau verða til- tektarsöm og haga sér illa við mál- tíðir. Þau nöldra og væla. Slíkt er alveg eðlilegt. Það versta er, að fullorðna fólkið er I rauninni alveg eins. Það er einnig taugaspennt og getur verið önugt, það þolir minni hávaða, missir fyrr þolinmæð- ina. í slíkum tilfellum erum það við fullorðna fólkið, sem verðum að skilja ástandið, þannig að við getum bæði stjórnað hlutunum og fundið lausn á þeim. Dálítil aukahvíld er góð, bæði fyrir fullorðna og börn. Börn hafa gott af því að sofa eftir mat, Já, jafnvel stærri börn, sem ekki eru því vön, ekki aðeins sjálfs sín vegna, heldur og til að gefa þeim full- orðnu dálitla aukahvíld. Hreint og hressandi loft hjálpar mikið, og það hefur ótrúlega góð áhrif ef fullorðnir fara út með börn- unum til að reyna nýja sleðann eða aðstoða þau á annan hátt. Full- orðnir fá frlskt loft, sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda, og börnin fá hjálp og ýmislega aðstoð, sem oft er nauðsynleg til að ýta börnunum út I leiki og græskulaust gaman. Gætum okkar einnig á hinum þunga jólamat, og verum ekki smeyk við að bjóða upp á grænmeti og ávexti. Spilið og leikið við börnin. Oft er erfitt að finna upp á ein- hverju skemmtilegu, þegar komin er þreyta I mannskapinn. En við verð- um að reyna að hressa okkur upp og hjálpa börnunum til að hefja leiki bæði úti og inni. Sjálfsagt er að nota frídagana til að safna fjölskyldunni eins mikið saman og hægt er. Gömlu jólaleikirnir eru ágætir til þess og allir kunna cinhverja sllka leiki slðan I gamla daga, og svo eru til ýmsar leikja- bækur að fara eftir. Rólegri leikina ber að leika rétt fyrir svefninn, því þá gengur betur að fá börnin til að sofna. En þegar spilað er á spil, verður að taka með I reikninginn, að börnin eiga erfið- ara með að tapa, þegar þau eru þreytt. Minni börn eiga yfirleitt erfitt með að tapa. Það er ekki fyrr en þau ná átta til tlu ára aldri, að þau eru orðin nógu þroskuð til að kunna að taka tapi, og jafnvel þá er mikill munur á einstaklingum, þannig að sumir taka þvl vel, en aðrir þunglega. Einnig verður að hafa I huga, að börn verða ennþá barnalegri, DEN KONGlELIGE PORCELAINSFABRl K A/S i tilefni 200 ára afmælis Konunglegu helguðerPOOáraafmælum. postulínsverksmiðjunnar I Kaup- Næsta árs platti er helgaður 200 ára mannahöfn hafa þessir munir veriö afmæli sjálfstæðisyfirlýsingu Banda sérstaklega framleiddir. rlkjanna og mun koma út nú fyrir Plattinn er sá fyrsti I nýrri serfu sem jólin. JÓHANNES NORÐFJÖRÐ H.F. LAUGAVEG 5 SÍMI 12090. 49. TBL. VIKAN 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.