Vikan - 20.01.1977, Síða 16
Svona er lífið þor
Garðarnir
aðgrotna
niður
1 herbergi nr. 45 í kjallara
Gamla Garðs býr Eiríkur Rögn-
valdsson frá Sauðárkróki. Hann
tók stúdentspróf í M.A. 1975 og
leggur nú stund á islensk frœði
við Háskóia íslands.
— Hvernig líkar þér vistin hér í
H.í?
— Að flestu leyti líkar mér hún
bærilega, þótt það sé margt hér,
sem þyrfti að bæta. Hitt er svo
annað mál, að mér finnst Reykja-
vík ekki skemmtilegur staður.
— Hverjir eru helstu gallar og
kostir þess að búa hér á Garði?
— Ég er nú kannski orðinn
ónæmur fyrir ýmsum göllum,
vegna þess að ég bjó í heimavist
alla mína menntaskólatíð. En það
mætti vera betra næði hér til
lestrar. Reyndar er alltof auðvelt
að skreppa í heimsókn í næsta
herbergi, ef maður nennir ekki að
læra. Svo er húsnæðið ekki nógu
gpfct. Viðhald á því er ekkert og
vÍMJKft ekki hafa verið í langan
tíma. Garðamir eru eiginlega að
grotna niður. Að öðru leyti er
ágætt að búa hérna. Það er stutt i
skólann, og það sparar ferðir með
almenningsvögnum. Félagsskap-
urinn hérna er líka ágætur.
16VÍKAN 3.TBL.
Kjör námsmanna hafa verið ofarlega
á baugi á undanförnum mánuðum.
Til þess að kynnast þeim örlítið nánar,
brá blaðamaður Vikunnar undir sig
betri fótunum og fór í heimsókn
á Garðana, sem svo eru nefndir,
eða heimavistir Háskólans.
Árangurinn birtist svo lesendum hér
i myndum og máli.
— Hvað kostar að búa á Garði?
— Við greiðum 8000 krónur í
húsaleigu á mánuði. Aðgangur að
eldhúsi er innifalinn en þau er
mjög léleg hér á Gamla Garði.
— Hvaða álit hefur þú á lána-
málum stúdenta?
— Ég er nú byrjandi hérna og
þvi ekki orðinn nógu kunnugur
þeim málum til þess að geta
dæmt um þau. Ég held þó, að
stúdentar hafi rétt fyrir sér i sinni
baráttu. Lögin um úthlutun lána
eru hin mesta óhæfa.
— Sóttir þú um lán?
— Nei, ég vann allt síðasta ár
og vona, að ég komist af í vetur.
—■ Hvað áætlar þú að náms-
kostnaður þinn verði mikill þetta
skólaár?
— Einhvers staðar á milli fimm
og sex hundruð þúsund. Ég held,
að Lánasjóður íslenskra náms-
manna misreikni marga kostnað-
arliði stórlega.
— Hvernig finnst þér náms-
aðstaðan í H.Í., t.d. lesstofur?
— Ég hef nú lítið notfært mér
slíkt. Lesstofumar eru held ég
nokkuð þröngt setnar. Ég les
mest í eigin herbergi.
— Hvað finnst þér um Matsölu
stúdenta?
— Ég hef allt gott um hana að
segja. Mánaðakortin, sem kosta
7000 krónur, eru mjög hagstæð.
Þau fela í sér eina máltíð á dag,
alla virka daga viðkomandi mán-
aðar. Maturinn er yfirleitt góður,
og ég vona, að reksturinn gangi
betur í vetur, en hann hefur áður
gert.
— Er eitthvað, sem þú vilt
breyta i H.í?
— Ég vil nú helst ekki svara
því núna. Það er ekki svo langt
siðan ég byrjaði héma.
— Hvað hyggst þú taka þér
fyrir hendur, þegar þú hefur lokið
námi hér?
— Það er með öllu óráðið. Ég
ákvað fyrir löngu að læra íslensku
en hef ekki hugsað neitt fyrir
framtiðinni að öðm leyti.
Hrifin
af Skarp-
háðni
Njálssyni
Á Nýja Garði býr Marjatta
Hukaln, fínnsk stúlka, sem nemur
íslensku (fyrír erlenda stúdenta)
viðH.Í.
Marjatta hefur áður verið í
háskólanum í Helsinki og lagði
þar stund á ensku, sænsku og
bókmenntir. Hafði hún lokið
cand. mag. prófi í ensku, áður en
hún kom hingað til íslands á
síðasta ári. Hún hafði einnig
kennt í gagnfræðaskóla í Finn-
landi, en þótti það ekkert spenn-
andi og sótti um styrk
til þess að læra íslensku. Hún var
svo heppin að fá styrkinn, og þá
skildi hún eiginmanninn, sem
er félagsráðgjafi og skátaleiðtogi,
eftir heima í Finnlandi og fór til
Islands til þess að læra islensku.
Hingað til hafa fáir finnar
stundað nám hér á íslandi, en
áhugi fyrir íslensku er alltaf að
aukast í Finnlandi að sögn
Marjöttu. Marjatta talar mjög
góða íslensku, og varð ég
undrandi, þegar hún sagði mér,
að hún hefði aðeins dvalið hér á
landi í tæplega eitt ár.
— Finnst þér íslenskan ekki
erfitt tungumál?
— Nei, þetta er alls ekki erfitt
fyrir mig. Það var reyndar sagt
við mig, þegar ég kom hingað, að
íslenskan væri mjög erfið, það
væm til dæmis fjögur föll o.s.frv.
Ég sagði, að það væri allt í lagi.
Við höfum nefnilega 14 föll í
finnsku. Það er lika auðveldara að
læra tungumál, ef maður hefur
lært mörg önnur áður.
— Hvernig líkar þér vistin hér í
H.Í.?
— Mér finnst bókasafnið mjög
gott og afgreiðslan þar er ágæt.
Skólinn er samt mjög ólikur
háskólanum í Helsinki. Mér
finnst hann eiginlega líkjast