Vikan


Vikan - 20.01.1977, Síða 55

Vikan - 20.01.1977, Síða 55
LAMBAKJÖTSBITAR Á TEINI (Fvrir 4) 1/2 kg lambakjöt í bitum (úr læri eða hrygg) Ttivítlaukur 2 tómatar 1 græn paprika 1/2 matsk. sítrónusafi salt, pipar og matarolía. Kjötið er marinerað með söxuðum hvítlauknum, sítrónusafanum, salti og pipar. Látið liggja í marineringu 3—4 tíma. Síðan er kjötið sett á tein ásamt 1 /2 tómat og 1/4 papriku. Steikt á pönnu. Með kjötinu eru borin hrísgrjón með grænmeti, paprikusósa og ferskt salat. Appelsínuskífur, steinselja og salatblöð höfð til skreytingar. Hrisgrjónin 50 gr hrísgrjón soðin ásamt 1/2 smátt skornum lauk, rauðri papriku og sveppum. Grænar baunir settar út í rétt áður en grjónin eru fullsoöin. Paprikusósa 1 meðalstór laukur 1 tsk. paprikuduft 2 sneiöar beikon 100 gr tómatmauk. Laukurinn látinn krauma ásamt paprikunni, smátt skornu beikoni og tómatmaukinu. Jafnað með hveiti, þynnt með kjötsoði eða vatni og loks bætt rreö rjóma. BLANDAÐIR KALDIR SJÁVAR- RÉTTIR Soðin upprúlluð smálúöuflök með franskri sósu. Kræklingur með vinaigrettesósu. íslenskur kavíar með hrárri eggjarauðu. Rækjur kryddaðar með sítrónusafa. Grav- lax með sinnepssósu. Soðin upp- rúlluð ýsuflök með chantilly-sósu. (Ennfremur má nota nýjan eða reyktan lax, rauðsprettu, hörpu- skelfisk, humar o.fl.) Blandaðir kaldir sjávarréttir Þessum réttum er raöað upp á fat eftir smekk hvers og eins (sjá t.d. mynd) og skreytt og fyllt á milli með salatblöðum, steinselju, harðsoðnum eggjum, papriku, agúrkum, hrásalati, tómötum, blómkáli og svörtum eða grænum olívum. Chantilly-sósa: i 1/2 lítra af mayonnaise er blandað safa af 1 sítrónu og 1/4 1 af þeyttum rjóma. Vinaigrettesósa: Kapers, kerfill, estragon, stein- selja, harðsoðin egg og laukur. Allt saxað smátt og blandað í 4—5 dl af matarolíu og 1 dl af borðediki. Kryddað með salti og pipar. Frönsk sósa: ' I 1/2 lítra af mayonnaise er látinn 1 dl tómatkraftur, safi úr 1 sítrónu, 1 tsk. paprika og Worcestershire- sósa. Sinnepssósa: 1/2 bolli mayonnaise, 300 — 400 gr sinnep, 2—3 msk. dill, 1 tsk. salt og pipar. 1 tsk. fennikal, 5—6 msk. sýróp eða hunang. 3.TBL. VIKAN55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.