Vikan - 28.06.1979, Side 19
gengið i gegnum of margt á of stuttum
tíma. Dauði Richies hafði verið hræði-
legt áfall og fundurinn á söndunum
hafði fyllt mælinn. Hugur minn hafði
reynt að halda áfram en líkaminn
neitað.
Johnny stóð upp. „Ég verð að fara.”
Ég var gripin skelfingu og þreif í hönd
hans.
„Átt þú að fljúga?”
„Guð minn góður, nei.”
Ég þrýsti hönd hans. „Ég trúi þér
ekki.”
„Spurðu föður þinn. Allur flotinn
hefur verið stöðvaður.”
Ég sneri höfðinu. Faðir minn brosti
og kyssti á hönd mína. „Alveg rétt,
Kathie. Engar áhyggjur.”
„Ég á að leika á dansleik, turtildúfan
mín.” Johnny leit á klukkuna. „Eftir ná-
kvæmlega hálftíma, svo að ég verð að
flýta mér. Sofðu vel i nótt og ég hitti þig
i fyrramálið.”
Hann kyssti mig á ennið og gekk út.
Nokkrum mínútum siðar kom móðir
mín með glas af heitri mjólk með svefn-
meðali i svo að ég heyrði ekki í sprengju-
vélunum þegar þær færu klukkan tíu.
En ég var vöknuð skömmu eftir dögun,
þegar þær komu til baka.
Johnny hafði haldið áfram því sem
gera þurfti og ekki var hægt að komast
hjá. Að taka áhættuna. Móðir mín hafði
skilið þær eftir fáliðaðar í kaffivagninum
til að lita eftir mér. Og faðir minn, sem
mat sannleikann ofar öllu, hafði logið —
mín vegna.
Og hvað gerði ég? Lá flöt á bakinu og
vorkenndi sjálfri mér. Það var greinilega
mál til komið að ég yrði fullorðin. Ég
henti frá mér náttfötunum. Ég þurfti að
jafna mig, koma mér í gang aftur og það
var aðeins ein örugg leið til þess.
Ég klæddi mig í flýti í peysu, reið-
buxur og gömul reiðstígvél, læddist
niður, varð vör við hreyfingu í eldhúsinu
og fór út. Tíu minútum siðar hleypti ég
Jersey Lil eftir stiflugarðinum. Vindur-
inn lék um andlit mitt og ég var aftur lif-
andi.
Þegar ég gekk inn um hliðið var faðir
minn að skera rósir. Hann var enn ein-
kennisklæddur og leit snöggt upp þegar
heyrðist í lásnum.
„Kathie?” Hann var áhyggjufullur.
„Við vorum hrædd um þig.”
„Ég veit, pabbi.” Ég kyssti hann.
„Þetta var afskaplega hugsunarlaust af
mér, en ég varð að átta mig.”
Hann leit rannsakandi á mig. „Ertu
viss um að það sé allt í lagi með þig?”
„Aldrei liðið betur,” sagði ég sannfær-
andi. „Enga vitleysu framar. Og þakka
þér fyrir það sem þú gerðir fyrir mig — i
gærkvöldi, meina ég.”
„Johnny er inni,” sagði hann. „Hann
kom fyrir um það bil tuttugu minútum.”
Það var undarlegt, en þegar ég lá og
hlustaði á vélarnar koma hafði ég verið
viss um að hann væri kominn til baka.
Þetta var i fyrsta sinn sem ég hafði
fundið til slíkrar fullvissu. Ég héit af stað
inn.
„Kathie,”sagði faðirminn hvasst.
„Já, pabbi?”
Hann var alvarlegur. Það var eins og
hann vildi segja mér eitthvað en fyndi
ekki réttu orðin. Hann brosti. „Ekkert.
Það er gott að sjá þig aftur eins og þú átt
að þér að vera.”
Framhald í næsta blaði.
WELLA BALSAM
HÁRNÆRING
Ver háriö §liti og
auðveldar greiðslu
svo ótrúlegt er.
Eykur eólilegan gljáa
hársins og fyllingu
hárgreiðslunnar.
Af-rafmagnar hárið.
Notist eftir hvern
hárþvott.
HALLDÓR JÓNSSON HF.
Dugguvogi 8
Ennaukin
þjónusta!
Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið
Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022
Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna
Húsnæði: Húsaleigusamningar. Smáauglýsingaþjónustan
BIAÐID
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022
26. tbl. Vikan 19