Vikan


Vikan - 28.06.1979, Síða 25

Vikan - 28.06.1979, Síða 25
Svona litur dyroin ut i Wahtnaus Bruckenkellar. Á sumum eplavínkránum er hœgt að vera úti I garfli. gömlum hvelfingum og með forngripi við hvert fótmál. Máltíð dagsins er hægt að fá á 20 mörk, en flestir réttir eru mun dýrari, svo ekki sé talað um sum vínin. Á þessum stað fékk ég í vetur ágæta flösku af heiðursvíninu Urziger Wiirzgarten Spátlese af árgangi 1971. Það var svo gott, að ég man enn eftir ilmi þess og bragði eins og verið hefði fyrr í dag. Hins vegar man ég ekki lengur, hvað það kostaði. Um þessa útgáfu af Urziger Wiirzgarten gildir hið sama og um Piesporter Goldtröpfchen, sem getið var hér að framan, að þau hefðu fengið tíu með láði í gæðaprófun Vikunnar á léttum vínum Áfengis- og tóbaks- verslunar rikisins. Það er raunar einn helsti kostur Þýskalandsferða, að þar flýtur allt í mjög góðum og frábærum hvítvinum og það á verði, sem er lægra en á hlið- stæðum vínum í öðrum löndum. Mun ódýrara er að borða á BÖRSEN- KELLER við Schillerstrasse 11, þar sem andrúmsloftið er líka gamalt og skemmtilegt undir kjallarahvelfingum. Matseðlar dagsins kosta þar 10-18 mörk og er það sérdeilis hagstætt í samanburði við annað hliðstætt í Frankfurt. Ódýrt að halla sér að vínstofum og eplavínkrám Vinstofur eru skemmtilegar í Frank- furt sem víðar i Þýskalandi. Skemmtileg- ar innréttingar og andrúmsloft eru á HAHNHOF, sem bæði er til við Scheffelstrasse 1 og við Berliner Strasse 64, svo og á RHEINPFALZ-WEIN- STUBEN við Gutleutstrasse 1. Þessar stofur eru í gömlum stíl og bjóða upp á góða matreiðslu og góð vín, hvort tveggja ættað frá Pfalz. Matseðlar dagsins eru á 6-14 mörk á öllum þremur stöðunum. Mest er gaman að koma þar á uppskerutímanum og prófa þá ungt vín með laukkökum, sérgrein Pfalzverja. Oftast er þétt setinn bekkurinn. Engin ástæða er samt til að láta hugfallast. Best er að bíða rólegur í nokkrar mínútur, því að borð eru stöðugt að losna. í andrúmsloftinu er hin milda glaðværð sem jafnan fylgir vínstofum. Svona staðir þyrftu að vera til á tslandi í stað sumra hinna risavöxnu og hrút- leiðinlegu skemmtistaða. Handan fljótsins Main og þó aðeins steinsnar frá borgarmiðju er hverfið Sachsenhausen, frægt fyrir eplavín- krárnar. Þar er gleðin hressilegri en á venjulegum vínstofum og minnir nokkuð á Schwabing-krárnar i Miinchen. Meðal þekktra og góðra eplavínkráa í Sachsenhausen er ZUM FICHTE- KRÁNZI við Wallstrasse 5, ZUM GEMALTEN HAUS við Schweizer Strasse 67 og ZUM GRAUEN BOCK við Grosse Rittergasse 30-54. Alls staðar er maturinn og vínið ódýrt. Enginn þarf að verða gjaldþrota af gleðskap á epla- vínkrám. Jónas Kristjánsson 1 næstu Viku: Mainz og Wiesbaden 26. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.