Vikan


Vikan - 28.06.1979, Side 39

Vikan - 28.06.1979, Side 39
V\V Thomas. Hann vill helst, að sólin vermi hann stöðugt. Hann leitaf henni. — Ég veit það, sagði hún. — En ég held, að honum líki best að vinna í myrkri. Hann er einkennilegur. Því það er mikið — eitthvað, sem skelfir hann. Og á hinn bóginn er hann ekki hræddur viðneitt. Vindgustur barst inn um opriar dyrnar. Það dimmdi. Hann horfði á hana, hann vissi ekki, hvað hann átti að halda. Svo kyngdi hann. — Hvað skelfir Thomas? — Það sem mér geðjast að. Það sem ég óttast ekki. Einvera . . . kyrrð . . . hafið . . . tré. Skógurinn. Þrumur og eldingar. Veiðilendur hans eru þéttbýlið. Manngrúi, neonljós, lyftur... leikhús .. . veitingahús . . . tónlist . . . bilar . . . hljóð... — Veiðilendur, sagði hann. — Þú ert i mótsögn við sjálfa þig. Veiðimaður kærir sig ekki um þéttbýli. — Það gerir Thomas. Og það er þess vegna, sem hann verður að vinna í myrkri. Vegna þess að sú bráð, sem hann sækist eftir, er fólk. Allt i einu mundi hann það. Þetta var það sem Thomas sagði á skipinu. — Martin, farðu og talaðu við hana. Hún er auðveld bráð. Hjarta hans sló skyndilega þungt aukaslag. Hann fann það upp i háls. Hann gekk yfir gólfið að arninum og lagði viðarbút á eldinn. Svo gekk hann til baka og settist við skrifborðið. — Þú hefur ekki svarað mér, Martin, sagði hún. — En þú þarft þess ekki. Þú laugst að mér, og ég skal segja þér, hvers vegna þú gerðir það. Thomas svaraði ekki í símann vegna þess að hann er ekki heima. Þú lést sem þú talaðir við hann. Thomas var þegar lagður af stað. Hann var á leið hingað. Hann gæti komið á hverri stundu. Hann óskaði þess, að hann gæti stöðvað þessi þungu hjartaslög. En hann vissi ekki, hvernig hann gæti það. Né heldur, hvað hann gæti sagt. — Þú verður líka oft hræddur, Martin, sagði hún. — Og þú þarft ekki að svara mér. Thomas er á leið hingað til að drepa mig. En ég... ég skil ekki alveg ... þinn þátt í málinu. Því ég held, að þú vitir þetta. Og ég held . .. ég er næstum viss um, að þú vildir helst stöðva Thomas. Og nú veistu, að það er of seint. Hjartslátturinn hræðilegi þyngdist. Hann fann kaldan svitann á bakinu. Hann laut aftur höfði. Það var honum léttir. — Thomas er þegar kominn, sagði hún. Hann kipptist við. Hann heyrði ekki annaðen ölduniðinn og vindgnauðið. — Ég heyri ekkert, sagði hann. — Nei, þaðer ekki von. Þú hefur ekki búið hér nógu lengi. En þetta hús er. . . hluti af mér. Ég hef búið hér allt mitt líf. Ég gæti hvergi búið annars staðar. Ég þekki hvern kiina í þessu húsi, hvert þrep niður til strandarinnar — klettana — trén i garðinum. Ég þekki rödd hússins. Rödd hússins — í henni heyrist fótatak — þótt þú heyrir það ekki — ég skynja óttann í henni, hún varar mig við fótatakinu ... það kemur nær og nær.. — Þú hræðir mig, sagði hann. Hann kveikti sér í sigarettu. Hönd hans skalf. Hann sat og horfði á hana. Hún hafði ekki hreyft sig allan tímann. Hún sat á miðjum stóra, rauða flauels- sófanum — alveg kyrr. Það þaut i loftinu. Svo skar eldingin svartan himininn. Öll þessi stóra stofa varð litlaus — og á einu sekúndubroti sá 26. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.