Vikan


Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 39

Vikan - 28.06.1979, Qupperneq 39
V\V Thomas. Hann vill helst, að sólin vermi hann stöðugt. Hann leitaf henni. — Ég veit það, sagði hún. — En ég held, að honum líki best að vinna í myrkri. Hann er einkennilegur. Því það er mikið — eitthvað, sem skelfir hann. Og á hinn bóginn er hann ekki hræddur viðneitt. Vindgustur barst inn um opriar dyrnar. Það dimmdi. Hann horfði á hana, hann vissi ekki, hvað hann átti að halda. Svo kyngdi hann. — Hvað skelfir Thomas? — Það sem mér geðjast að. Það sem ég óttast ekki. Einvera . . . kyrrð . . . hafið . . . tré. Skógurinn. Þrumur og eldingar. Veiðilendur hans eru þéttbýlið. Manngrúi, neonljós, lyftur... leikhús .. . veitingahús . . . tónlist . . . bilar . . . hljóð... — Veiðilendur, sagði hann. — Þú ert i mótsögn við sjálfa þig. Veiðimaður kærir sig ekki um þéttbýli. — Það gerir Thomas. Og það er þess vegna, sem hann verður að vinna í myrkri. Vegna þess að sú bráð, sem hann sækist eftir, er fólk. Allt i einu mundi hann það. Þetta var það sem Thomas sagði á skipinu. — Martin, farðu og talaðu við hana. Hún er auðveld bráð. Hjarta hans sló skyndilega þungt aukaslag. Hann fann það upp i háls. Hann gekk yfir gólfið að arninum og lagði viðarbút á eldinn. Svo gekk hann til baka og settist við skrifborðið. — Þú hefur ekki svarað mér, Martin, sagði hún. — En þú þarft þess ekki. Þú laugst að mér, og ég skal segja þér, hvers vegna þú gerðir það. Thomas svaraði ekki í símann vegna þess að hann er ekki heima. Þú lést sem þú talaðir við hann. Thomas var þegar lagður af stað. Hann var á leið hingað. Hann gæti komið á hverri stundu. Hann óskaði þess, að hann gæti stöðvað þessi þungu hjartaslög. En hann vissi ekki, hvernig hann gæti það. Né heldur, hvað hann gæti sagt. — Þú verður líka oft hræddur, Martin, sagði hún. — Og þú þarft ekki að svara mér. Thomas er á leið hingað til að drepa mig. En ég... ég skil ekki alveg ... þinn þátt í málinu. Því ég held, að þú vitir þetta. Og ég held . .. ég er næstum viss um, að þú vildir helst stöðva Thomas. Og nú veistu, að það er of seint. Hjartslátturinn hræðilegi þyngdist. Hann fann kaldan svitann á bakinu. Hann laut aftur höfði. Það var honum léttir. — Thomas er þegar kominn, sagði hún. Hann kipptist við. Hann heyrði ekki annaðen ölduniðinn og vindgnauðið. — Ég heyri ekkert, sagði hann. — Nei, þaðer ekki von. Þú hefur ekki búið hér nógu lengi. En þetta hús er. . . hluti af mér. Ég hef búið hér allt mitt líf. Ég gæti hvergi búið annars staðar. Ég þekki hvern kiina í þessu húsi, hvert þrep niður til strandarinnar — klettana — trén i garðinum. Ég þekki rödd hússins. Rödd hússins — í henni heyrist fótatak — þótt þú heyrir það ekki — ég skynja óttann í henni, hún varar mig við fótatakinu ... það kemur nær og nær.. — Þú hræðir mig, sagði hann. Hann kveikti sér í sigarettu. Hönd hans skalf. Hann sat og horfði á hana. Hún hafði ekki hreyft sig allan tímann. Hún sat á miðjum stóra, rauða flauels- sófanum — alveg kyrr. Það þaut i loftinu. Svo skar eldingin svartan himininn. Öll þessi stóra stofa varð litlaus — og á einu sekúndubroti sá 26. tbl. Vikan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.