Vikan


Vikan - 15.05.1980, Page 13

Vikan - 15.05.1980, Page 13
Skrifpúlt, ferðapúlt og skrifborð Jóns Sigurðssonar forseta. Jón vann við standpúltið, notaði ferðapúltið á ferðalögum en hið eiginlega skrifborð var til léttari skrífverka, bréfaskrifta til vina o.þ.h. Islendingar hafa verið ritþjóð frá fornu fari, það hefur ekki farið fram hjá neinum og enn erum við að státa okkur af því. Þrátt fyrir það vitum við nútíma- menn harla lítið um það hvernig t.d. Snorri Sturluson og félagar hans (því hann hafði skrifara) fóru að því að festa orð á „blað”. Sátu þeir? Stóðu þeir? Lágu þeir? Um þetta vitum við ósköp lítið og verðum því að reyna að ráða í það sem var að gerast í kringum okkur á þessum tímum. Á snemmmiðöldum er algengast að menn standi við skriftir en sitji aftur á móti við lestur. Við skriftir stóðu menn þá við há skrifpúlt sem einnig voru notuð sem bókageymslur. Telja má líklegt að lslendingasögurnar séu skrif- aðar við slík púlt þar sem þær voru skrifaðar i klaustrum og á höfðingja- heimilum en fólk sem þar dvaldi samdi sig gjarnan að siðum útlendinga. Þannig er taliðað mál hafi staðiðallt fram á 16. öld. Standpúltið fer svo að láta undan á endurreisnartímanum (15.-16. öld) og þess í stað kemur lægra borð sem menn sátu við. Ekki er púltið þó alveg úr sögunni því á borðum þessum var haft lítið púlt í þeim augljósa tilgangi að fá réttan halla á lesmálið gagnvart auga. Oft var pallur undir borðunum til þess að forða blöðum og ritum frá ryki og öðru drasli sem gat verið á gólfum svo og til þess að hlífa ritaranum við gólf kulda. Er kemur fram á 17. öld virðast eigin- leg skrifborð, eins og við þekkjum þau, verða til. Voru þau kölluð „bureau-plat" eða flöt skrifborð og lýsir það hlutnum vel. Þannig var t.d. skrifborð Loðvíks 14. en það var ekki notað við meiri- háttar skriftir heldur frekar til þess að undirrita tilskipanir og þess háttar. Eftir daga Loðvíks (rókokkó) eykst ritmennt- un kvenna verulega, með þeim afleiðing- um að bréfaskriftir komast í tísku. Á þessum tima hefjast póstsamgöngur enda hefur öldin oft verið nefnd bréfa- öldin. Allar fínni konur tóku sig þá til og vörðu vissum hluta dagsins, oft ekki litlum, i það eitt að skrifa sendibréf og þá varð nýtt húsgagn til — skattholið. Skattholinu mátti læsa og þar með var viðurkennt að konur ættu sín einkamál, út af fyrir sig sem þær gætu læst — ofan í skattholið sítt. Ekki líður á löngu þar til karlmenn fara að koma sér upp viðlíka skrif- borðum, nema hvað þau voru stærri (að sjálfsögðu) og ofan á borðplötunni skúffur. Skrifborð þessi voru miklu hærri en þau borð sem við þekkjum nú og mátti þá annað tveggja standa við þau eða sitja á háum kolli. Um daga Napóleons koma fram skrif borð sem einnig eru bókaskápar en þau borð voru óhentug og stöldruðu stutt við í sögunni. Á 19. öld koma svo fram tvö ný stileinkenni á skrifborðum. Klumbu stíllinn, sem gat af sér þau Ijótustu húsgögn sem sögur fara af og jungenstilinn (ungstíll), eiginlega uppreisn gegn hinum fyrrtalda, en hann byggðist á bognum línum. Skrifborð i þessum stil voru falleg en einhverra hluta vegna voru þau ekki lengi í tisku. Og svo gerist það! Upp úr fyrra stríði verður ritvélin algeng en það er einmitt hún sem setur ritarann endanlega á rassinn og það af svo miklum krafti að ekki er fyrirsjáanlegt aðhann standi upp i bráð. Afleiðingar þessarar þróunar má 20. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.