Vikan


Vikan - 15.05.1980, Side 20

Vikan - 15.05.1980, Side 20
Framhaldssaga 1 FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÚMUSTAR MANNA útvegar yöur hljóöfœraleikara og hljómsveitir viö hverskonar tœkifæri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 Á undan honum á stígnum gekk dökkhærð kona. Billy náði henni og greip í pilsið hennar. Hún sneri sér við og leit á hann, ókunnug kona á skemmtigöngu. — Ég hélt að þú værir mamma mín, sagði Billy. — Eg hefði kannski frekar átt að skrifa? — Jóhannafarinfrábarninusínu? — Já, hún ... — Sínu eigin, yndislega barni? — Hún sagði að hún þarfnaðist að lifa sínu eigin lífi. — Ég held ég sé að fá hjartakast... — Bíddu, Sam . . . — Ég er að fá hjartakast, Harriet, talaðu við hann. Ég er að fá hjartakast. — Sam, þú faerð ekkert hjartakast, það gerir ekki boð á undan sér. Hann vissi þetta frá reynslu sinni með Harriet. — Ted, þetta er ég — Harriet. Sam varðaðfásér sæti. — Er allt í lagi með hann? — Viðgetumekkitalaðviðþignúna. Þessar fréttir þínar hafa fengið hræði- lega á okkur. Þú hefur svei mér kjark. Og hún skellti á hann. Ted var venjulega kominn heim klukkan sex á virkum dögum. Þeir Billy borðuðu saman, svo baðaði hann son sinn og lék við hann, las fyrir hann sögur og um hálfátta leytið fór Billy í rúmið. Þessi einn og hálfur tími leið afar fljótt. Tíminn var aftur mun lengur að liða um helgar þegar Etta átti fri. Hann átti í vandræðum með að finna upp á einhverju sem gerði Billy ánægðan og önnum kafinn. Ted skipulagði helgarnar venjulega eins og hver annar ferðamaður i New York. Þennan dag hafði hann ákveðið að fara með Billy á náttúrusögusafnið. Þá hringdi dyrabjall- an skyndilega og úti fyrir stóðu foreldrar Jóhönnu. Þau flýttu sér inn. Þau voru öll á nálum og flögruðu um íbúðina. Loks uppgötvuðu þau lítið barn sem sat fyrir framan sjónvarpið og komu því al- gjörlega úr jafnvægi með býsnum og ókjörum af faðmlögum, kossum og lita- bókum. Svo héldu þau áfram að flögra um og eftir að hafa sannfært sjálfa sig nægilega vel sagði Harriet: — Húnerekkihérna. Sam fór eina ferðina enn um ibúðina eins og hann byggist við að finna eitt- hvert mikilvægt sönnunargagn. Hann leit inn til Billys sem hafði ekki hreyft sig frá skjánum — Rafmagnsdeildin var mætt með Kóngulóarmanninn i broddi fylkingar og það var mun mikilvægara en nokkur afi eða amma, jafnvel þó þau kæmu alla leið frá Boston. Sam smellti í góm framan í drenginn og lét fallast í sófa. Þau voru lagleg hjón. Hún var litil og leit út fyrir að vera mun yngri en fimm- tug. Augu hennar voru dökk, hárið farið að grána en hún litaði það ekki. Andlit hans var frítt en karlmannlegt, hann var kraftalega vaxinn og silfurgrátt hárið gaf honum virðuleikablæ. Ted var búinn að gleyma hvað þau voru óvenju falleg. Það var ekki erfitt að sjá að Jóhanna var dóttir þeirra og Billy bar sterkan svip af þeim. Það hafði verið rangt hjá honum að álita að þau kærðu sig ekki um dreng- inn. — Hvaða skýringar geturðu gefið okkur? spurði faðir Jóhönnu dálítið til- gerðarlega. Það var eins og hann hefði æft þessa spurningu alla leiðina frá Boston. Ted sagði þeim aftur frá brottför Jó- hönnu. Hann reyndi að hnika hvergi til staðreyndum og hafa rétt eftir það sem hún hafði sagt — mundir þú gera það sama fyrir mig? Þau hlustuðu og depl- uðu augunum eins og þau væru að reyna að fylgjast með einhverjum sem mælti á erlenda tungu. — Hún var aldrei til vandræða, sagði móðir hennar. — Jæja, hún er það þá núna, sagði Ted og lét þar með i Ijós einiæga skoðun sína. Þau skildu þetta ekki. Þau höfðu fengið honum í hendur gullfallega stúlku og þannig fór hann með hana. Þau tóku að rifja upp gamlar minningar frá blómaskeiði Jóhönnu sem var áður en hún hitti Ted og gleymdu því að hann sat þarna hjá þeim. — Manstu hvað hún var falleg kvöldið sem . .. Svo snarþögn- uðu þau. Billy kallaði frá svefnherbergi Teds, en þar var sjónvarpið. Hann langaði til að vita hvort hann rnætti horfa á Sesamístræti. Barnið, barnið. Þau stukku á fætur og þutu inn til hans eins og þau vildu sannfæra sig um að hann væri enn þá þarna. Þau föðmuðu hann og kysstu á nýjan leik þegar hann leit upp og hann skildi hvorki upp né niður í því hvers vegna þetta fólk kom hvað eftir annað inn tii hans til að faðma hann og kyssa á meðan hann var að horfa á sjónvarpið. Þau fóru enn eina umferð um ibúðina til að athuga allar gluggahlífar. Hvernig tókst Ted að ráða fram úr þessu? Hann var ekki fær um að ala upp barn á eigin spýtur. Hver var þessi húshjálp hans? Hafði hann frétt af barnfóstrunni sem nam barnið á brott og myrti það siðan? Hvers vegna horfði Billy svona mikið á sjónvarp? Hvað 20 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.