Vikan


Vikan - 15.05.1980, Síða 44

Vikan - 15.05.1980, Síða 44
Framhaldssaga ARTRESINS Prýðum landíó—píöntiim tijám! ÁR TRÉSINS í VIKUNNI Það hefur trúlega ekki farið fram hjá neinum að í ár er ár trésins hér á landi. Sérstök samstarfsnefnd aðila, sem hafa skógrækt og garðyrkju að áhugamáli, hefur haft forgöngu um alls kyns starfsemi er vekja á áhuga fólks fyrir gróður- setningu trjáa og umbótum í görðum sínum. 1 samstarfi við þessa nefnd hyggst Vikan leggja sitt af mörkum trjágróðri hér á landi til framdráttar. Mikið hefur verið unnið á þeim vettvangi en þó er enn langt í land með að trjágróður sé í viðunandi horfi. í næstu tölublöðum Vikunnar munu birtast greinar um hin ýmsu mál er varða trjágróður og garða, en það verður Jón H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt sem ríður á vaðið með grein um skipulag garðsins. Jón er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir störf að skipulagningu jafnt heimilisgarða sem stórra skrúðgarða víða um land og ætti því að vera fengur í fróðleik frá honum fyrir lesendur Vikunnar. Siðan fylgja greinar um nauðsynleg verkfæri, undir- búning jarðvegs, plöntuval í garðinn o.s.frv. Það er von okkar að lesendur muni færa sér greinar þessar og ábendingar í nyt og geri sitt til þess að takast megi að auka gróðursetningu trjáplantna sem víðast um landið og að heimilisgarðar megi verða enn fegurri. Við tökum undir einkunnarorð ársins: „Prýðum landið — plöntum trjám!” -HP. þvi er virðist rikir virðuleiki miðstéttanna? Ein ástæðan var sú. að hér stóð eitt sinn klaustur Franciskusarmunka. stofnun á vegum Grábræðra, sem siðar varð algerlega spillingu að bráð. og Thomas Cromwell, jarl af Essex, lét jafna við jörðu haustið 1537. Nú á dögum sjást engin merki klaustur- húsanna ofanjarðar. nema veggjarrústir á litlum grasi grónum hól efst við Monastery Road. Þær nægðu hins vegar til að fylla byggingarfrömuði fyrri hluta tuttugustu aldar slíkum innblæstri. að þeir skírðu nýja svefnhverfið Friars Hill. I næsta nágrenni þessara sögulegu minja eru Cistercian Crescent, Franciscan Close, Monks Way og Jesuits Drive. Skammt þaðan frá er Saints Way, sem liggur að Nuns Passage; Greyfriars; og myndar loks kross á Monastery Road við suðurhorn opins svæðis. Benedictine Avenue. En samt er hægt að spyrja: hvers vegna hér? Og hvers vegna varð klaustrið spillingu að bráð? Það stafar af þvi, að Friars Hill er á vegamótum, þar sem þeirra heimur og okkar snertast... Skammt frá brautarstöðinni, þaðan sem flestir útivinnandi ibúar Friars Hill fara daglega til miðborgarinnar, er verslunargata sem nefnist Parade. Þar eru tvær litlar kjörbúðir. hárgreiðslu meistarinn Tony Wylde, vínkaupmaður. járnvöruverslun. grænmetissali. blaða- sali, lyfsali, slátrari, bakari. Þar er einnig að finna fasteignasölu hverfisins. útibú bókasafns. læknastofur hverfisins. tvo banka. efnalaug og kjólaverslun Helenar. Í Friars Hill er föstudagurinn mesti annadagur vikunnar. Þá fyllist Parade af bílum. því eiginkonur, mæður og eldri borgarar þurfa að versla i matinn, skipta á bókasafnsbókum eða láta snyrta á sér hárið fyrir helgina. Þó að Friars Hill sé svefnbær. hefur hann á liðnum árum fengið nokkuð á sig yfirbragð þorps. að því leytinu til að kaupmennirnir. bankastjórarnir og bókavörðurinn kannast við flesta íbúana, og margir þeirra kannast hver við annan. að minnsta kosti i sjón. Það var þvi ekkert einkennilegt, þó ýmsir litlir hópar staðnæmdust til að skiptast á kveðjum eða ræða saman, meðan helg arundirbúningurinn var i algleymingi allt umhverfis þá einn föstudaginn. Ef þeir hefðu ekki farið svona dult með það. hefðu þó ef til vill þótt ein- kennilegri kveðjur sumra einstaklinga. sem rákust þarna hver á annan: merki gert með vinstri hendi og vart greinanlegt; muldruð orð. sem vart var hægt að heyra: „Í kvöld". Og allt með sömu illa hömdu óþreyjunni. I bakaríinu sagði Tony Wylde við Lynn Davis yfir hraukana af brauði og snúðum og rjómakökum helgarinnar: „I kvöld”. Varir Lynn skildust örlítið að og hvitur sloppurinn undirstrikaði rósbleika húð hennar þegar hún svaraði: „Í kvöld". Á stofu sinni við hliðina á bóka- safninu hvíslaði Tony að Tinu Roberts, um leið og hann renndi höndunum gegnum sitt ljóst hár hennar: „1 kvöld”. „Í kvöld," hvíslaði hún á móti og greip andann á lofti við hugmyndirnar. sem þetta vakti hjá henni... Bill Meadowson hvislaði þessu að hjúkrunarkonu heilsugæslustöðv- arinnar. Eileen Courtauld. á milli þess sem þau sinntu sjúklingum. James Ibbott, formaður Hverfisfélags sjálf- stæðismanna. sagði það við Donald Carter I bankastjóraskrifstofunni. Fallegi fjórtán ára gamli og hindareygði Swanwick-drengurinn laumaði þvi að Jane. yngri systur Tinu Roberts. Yngstu Swanwick-börnin tvö, tólf og tiu ára gömul. hvísluðu þvi að Charles Davis, þegar hann var að taka vörur úr sendiferðabílnum sinum fyrir utan bakariið. „1 kvöld..." i kjólaverslun Helenar sagði eigandinn. Rose Trayle. grönn. glæsileg og demantshörð, við frú Clara ibbott: „Í kvöld...” „í kvöld." hvíslaði Clara á móti og horfði á fegraða spegilmynd sina. Hún fann til stolts. þegar hún sá að hendur hennar voru styrkar, er þær snertu efnið i nýja kjólnum hennar. Myrkrið liggur yfir Friars Hill, eins dimmt og það getur orðið á slikum stað. Himinninn speglar Ijósin i úthverfunum i grenndinni og Ijósin i borginni í fjarska. Götuljós varpa skærri. gullinni birtu milli skugga trjánna á gangstéttunum og inn i innkeyrslur hljóðra húsa. Enn er Ijós í nokkrum gluggum. og á stöku stað lýsir lukt upp dyrnar að tómum bílskúr. sem bíður heimkomu einhvers nátt- hrafnsins. En í Friars Hill er dimmt og það líður á kvöldið. Fótatak færist upp eftir Benedictine Avenue. nálgast veggjarrústirnar. sem eru einar eftir ofanjarðar af klaustrinu. •, Einmana ung stúlka hraðar sér áfram og sofandi húsin fljóta hljóðlega framhjá henni, meðan hún gengur upp hólinn. Eftir fáeinar mínútur verður hún komin á áfangastað. Um ferðir hennar er vitað —það er búist við henni. Þegar hún gengur framhjá götuljósunum. varpar Ijósið bjarma á rauðgullið hár. sem hrynur slétt yfir axlir hennar og felur að nokkru leyti andlitsdrættina. Andlitið virðist hjartalaga, augun græn-grá. nefið eilitið uppbrett. Hún er ung. hún er falleg. Húner hrein mey. Tölusett húsin renna stöðugt hjá. Fjörutiu og sex. Fjörutiu og átta. Fimmtíu. Oddatölurnar eru við hina hliðgötunnar. 44 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.