Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 4

Vikan - 05.12.1985, Síða 4
Sverrir Hermanns- son menntamálaráð- herra borðar skötu (ekki með zetu þó) á Þorláksmessu — ann- að væri víst óhæfa fyr- ir annálaðan Vestfirð- ing, en hann lætur ekki þar við sitja. . . Ég held Þorláksmessu hátíðlega með því að bjóða nokkrum nánum vinum til hádegisverð- ar og sé um það sjálfur. Það er karlaselskap- ur og ég matreiði kæsta, vestfirska skötu með þeim hætti sem alkunna er á Vestfjörðum og var étin þennan eina dag ársins. Þannig var þetta alla mína æskutíð á heimili foreldra minna og ég hef aldrei hvikað frá því og mun ekki gera. Þeir eru ekki mjög margir sem mæta, átta til tíu karlmenn, yngri mennirnir eru þyrjaðir að koma, sonur minn og tengdasonur, en þeir eru allir stórir neytendur og ég held ég megi fullyrða að þeir hlakka til að koma. — Er enginn sem skorast undan því aö borða skötuna? Nei, nei, nei, nei, ekki sem ég hef boðið, þeir taka því með þökkum. En ég hef þetta að vísu ekki einmælt, ég hef hangiket og harðfisk með, síldarrétti og svo náttúrlega rúgbrauð og annað sem til fellur. Þeir sem vilja fá júbilem Álaborgarákavíti eða gamalt íslenskt brennivín sem er það albesta. Aðrir drekka bara pilsner eða fá sér hvítvínsglas. Þetta eru nú miklir frammámenn í þjóðfélaginu vel- flestir og eiga annríkt, þannig að enginn lítur nú mjög djúpt í snafsinn, menn eru að hjálpa til á sínum heimilum og fleira. Það er strang- ur vinnudagur, Þorláksmessan, þegar hún er á virkum degi. Það er ekki margt sem getur 4 Víkan49. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.