Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 5

Vikan - 05.12.1985, Page 5
irþúá A K S S U ? ■ Vikan lagdi þessa spurningu fgrir fimm manns med þá bjarg- fóstu trú í veganesti ad þann dag sœtu allir Islendingar viö aö pakka inn gjöfum, borda skötu og brggöu sér svo í búðir undir svefninn. Annad kom í Ijós, eng- inn geröi allt þetta, sumir eitt- hvaö og jafnvel ekki neitt. Tilviljun — eda er hér kominn þverskuröur afíslensku þjóöinni á Þorláksmessu? Myndir: Ragnar Th. Texti: Anna truflað mig í að lialda þessum sið, en eftir há- degi getur eitthvert mál komið upp í ráðu- neyti sem þarf að sinna. Og jólaundirbúningi á heimilinu er ekki lokið fyrr en sest er að rjúpunni á aðfangadagskvöld. Brynhildur Jóhanns- dóttir er húsmóðir á þekktu heimili hér á landi enda gift Albert Guðmundssyni iðn- aðarráðherra. Á Þorláksmessu fæ ég alltaf karlaselskap frá 5—7, það eru allir fyrrverandi og núver- andi formenn ÍR. Albert var kosinn heiðurs- formaður ÍR fyrir allmörgum árum og þetta er eitt af því sem hefur fylgt því. Eftir það annaðhvort skrepp ég í bæinn með manninum mínum eöa er bara heima og undirbý að- fangadaginn. Þaö er ágætt að fá þessa karla, þeir ýta á að maöur ljúki jólaundirbúningnum. Þá er jóla- tréö komið upp og allt búið tímanlega. Við höfum ekki skötu á Þorláksmessu, ég hef bara aldrei borðað hana en maðurinn minn gerir það nú. Þegar við bjuggum erlendis héldum við okkar jól á íslenska vísu á aðfangadag eins og venjulega, vorum eins og furðufuglar aö borða klukkan sex á aðfangadag því allir aðr- ir héldu upp á jólin á jóladag eingöngu. Okkur þótti það nægja þannig að þar héldum við aldrei upp á Þorláksmessu, nema hvað viö höfðum auðvitað okkar jólatré tilbúið á að- fangadag eins og við værum á íslandi. Við höfðum það fyrir venju meðan börnin voru lítil að punta jólatréð á Þorláksmessu og líka að fara með börnin í bæinn og setjast svo inn einhvers staðar og fá okkur öll saman að drekka. 49. tbl. Vikan S

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.