Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 14

Vikan - 05.12.1985, Page 14
kynntist maður líka kennurum sem voru ekki þessar venjulegu kennaratýpur, þarna voru alls kyns skringilegir fuglar, kennarar sem voru skemmtilegir og vöktu meira að segja áhuga manns á náminu því auðvitað var maður þarna fyrst og fremst til að hafa það skemmtilegt.” Átti barn í menntó Björgvin Franz, átta ára sonur Eddu, hefur fengiö að komast dálit- ið i sviðsljósið. Hann er sá sem syngur lagið vinsæla, Punktur, punktur, komma, strik, og brosir blítt i meistarakökuauglýsingu sjónvarpsins. Og nú nýlega kom út plata þar sem Björgvin syngur Guttavisurnar gömlu og góðu. En Edda á lika tvo unglinga og hún eignaðist fyrsta barnið, Evu, sem er fimmtán ára, á meöan hún var í menntó. „Jú, jú, með gagnfræðaskóla- ástinni. Ég var sautján ára og rétt búin með annan bekk. Ég var eitt af þessum börnum að eignast börn og bjó náttúrlega áfram hjá mömmu og pabba. Ég á kannski ekki aö segja náttúrlega, ég var bara svo heppin að þau voru í að- stööu til að hjálpa mér. Þau tóku af mér mikla ábyrgð til að ég færi ekki á mis við allt menntaskólafjör- ið og ég á þeim mikið að þakka. Og svo er ég bara rétt búin með stúd- entspróf þegar ég er komin með aðra litla stúlku og áfram með æskuástinni. En svo gekk þetta ekki lengur meö æskuástina þó svo að það væru komin tvö lítil börn. Þetta var auðvitað bara heimska og þroskaleysi en gerðist á þeim aldri sem maður yppti bara öxlum og sagði: Við pössum ekki saman. . . sem er sorgleg af- greiðsla á sambandi og tveimur börnum. Þetta var og er yndisleg- ur maður sem nú er giftur og á sína fjölskyldu. Og hann hefur yngri telpuna, Margréti, sem er 12 ára, ég hef Evu og það er ágætis samband þar á milli. Við vildum nefnilega bæði hafa báðar stelp- urnar.” Þér finnst þú sem sagt hafa verið of ung til að vera að eiga börn? „Já, maður var ógurlega lítið þroskaður unglingur eins og geng- ur, ef hlutirnir gengu ekki alveg upp þá voru þeir ómögulegir. En ég varð sem sagt einstæð móðir með eitt barn þarna skömmu eftir stúdentspróf og helgarmamma fyrir annað. . . og dreif mig í leiklistarskóla. Og þar hitti ég manninn minn, Gísla Rúnar Jóns- son leikara, sem ég hef veriö gift síðan. Nú og rétt þegar ég er að ljúka leiklistarnámi, á fjórða ári, eignast ég strák, þriðja litla krílið mitt, hann Björgvin.” Mér er ómögulegt að segja að ég lepji dauðann úr skel Og þið eruð í húsakaupabaslinu? „Já, við Gísli erum nú aö reyna að kaupa gamalt hús í gamla bæn- um eins og sumir. Mér fyndist samt æðislega óréttlátt ef ég færi að kvarta yfir því að ég væri í mjög miklu fjárhagsbasli. Ég er free lance leikari og hvergi fast- ráðin og get því tekið að mér ýmis störf. . . nei, mér er ómögulegt að segja að ég lepji dauðann úr skel. Mér finnst það óréttlátt gagnvart svo mörgum öðrum sem hafa kannski ekki tækifæri til að vinna alla þessa aukavinnu sem ég þó hef. Þetta er mikil vinna en hana þekkja flestir hér. Ég hef mögu- leika á að hala inn mikla peninga í einu en svo líða kannski nokkrir mánuðir sem gefa minna. Ein- hvern veginn hefur þetta með góðri hjálp guðs og manna rúllað mjög vel og ég sé allavega fram á að halda húsinu svona fram undir vor, svo sér maður til.” En er ekki dálitið slítandi að vera free lance leikari? „Jú, en mér finnst þetta skemmtilegt. Ég hef aldrei sótt um neina fasta samninga hjá leik- húsunum en alltaf haft nóg að gera. Auðvitaö getur komið að því að það sé ekkert verið að hlaða á mig verkefnum. Hitt er svo annað mál að ég er komin með reynslu í að skrifa, get leikstýrt og eigin- lega gert allan fjandann og lifað sæmilega.” Gamanleikarinn — meðfædd fíflalæti? Það kannast orðir margir ef ekki allflestir íslendingar við leikkonuna Eddu Björgvinsdóttur. Hlutverkin eru mörg og margvisleg, bæði á sviði, i útvarpi, á plötu sem og á hvita tjaidinu. Kvikmyndir eins og Hrafninn flýgur og Gullsandur koma upp í hugann, persónur eins og Túrilla eru ógleymanlegar, Elli úr útvarpsþáttunum er orðinn þjóð- sagnapersóna og óneitaniega bregður Eddu oft fyrir þegar gam- alla áramótaskaupa er minnst. En hefur Edda einhverja skýringu á gamanleikaranum? Hún hugsar sig vel um. „Ætli þetta séu ekki bara meðfædd fífla- læti. Annars álít ég að ég hafi þann hæfileika að geta gert grín að sjálfri mér og hef verið alveg óspör á að gera það í gegnum tíð- ina. Og það er einmitt þess vegna sem mér finnst mér leyfist líka að gera grín að öðrum.” Einhverjar væntingar i þá átt að þú eigir að vera fyndin? „Nei, ég hef ekki orðið vör við það, kannski af því ég er nú svo ljómandi skapgóð, létt og skemmtileg, ég er voða sjaldan grafalvarleg. Mér persónulega finnst ég vera alveg óskaplega skemmtileg á heimili, ég segi nú kannski ekki að allir á heimilinu taki heils hugar undir þetta. Ann- ars var fyrsta verkefnið mitt, eftir að ég kom út úr leiklistarskólan- um, dramatískt hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins. Leikritið hét Son- ur skóarans og dóttir bakarans, eftir Jökul Jakobsson, og ég lék litla handalausa stúlku frá Víet- nam sem var alveg óskaplega skemmtilegt hlutverk. Gaman- leikarinn byrjaði svo aftur að vekja á sér athygli með þáttunum ÍJllen dúllen doff þar sem Túrilla Johanson hin færeyska var ansi hreint áberandi. Þetta voru til aö byrja með útvarpsþættir sem síð- an komust á plötu og á Kjallara- kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Við unnum mikið saman á þessum tíma Randver Þorláksson, Gísli Rúnar Jónsson, eiginmaður minn númer tvö, og ég. Ég held mér sé það bara eiginlegt aö sjá skondnu hliðarnar á lífinu og það hefur þá bjargað mér mikið í sambandi við gamanleikinn. . .” . . . en komið þór i vanda lika? „Já, einmitt og ég hef eignast óviniútáþetta.” Eigum við að byrja á Úllen dúllen doff? „Þar fékk ég nú að heyra að ég væri rasisti sem geröi grín að fólki sem ekki talaði góða íslensku. Reyndar gerði þetta lukku hjá all- flestum en sumum fannst þetta sem sagt ekki hót fyndið. Ef mað- ur heföi farið að taka þetta fólk al- varlega hefði maður bara hætt fyrir nú utan það — og, elsku, ég vil endilega að þetta komi fram — að ef það er eitthvert fólk sem stendur mér nærri þá eru það Færeyingar. Ég ólst upp með Fær- eyingum, starfsstúlkurnar á Jaðri voru margar færeyskar og mér þykir alveg óhemju vænt um þetta fólk. 1 þáttum eins og Á tali býður maður svo líka upp á aö það sé deilt um það sem maður er að gera og sem betur fer, annars er nú varla hægt að kalla mann lista- mann.” Mörgum fannst við miklir karlhatarar Vifl ákveflum að fara ekkert sór- staklega ofan í saumana á útvarps- þáttunum Á tali vegna þess að meflhöfundur Eddu og vinkona, Helga Thorbarg, „gerfli þvi skil i sínu viðtali" eins og Edda segir og hefur í huga Vikuviðtal vifl Helgu ekki alls fyrir löngu. En i viðkom- andi vifltali spyr blaðamaflur Helgu hvort þær Edda hafi aldrei vorkennt aðalpersónu þáttanna, Ella. Og svar Helgu: „Nei, konan átti alla okkar samúfl." Varð Edda fyrir aðkasti vegna þáttanna? „Já, það hafa reyndar komið tímabil í lífi mínu þar sem ég hef þurft að draga mig meira í hlé og vera meira heima hjá mér til þess einfaldlega að vera laus við að lenda í því að þurfa mikið að ræða málin við fólk, ekki vegna þess að allir hafi verið neikvæðir í garð þáttanna því það komu margir og börðu í bakið á mér og sögðu að þetta væri fínt hjá okkur. Mörgum fannst við miklir karlhatarar, fannst við fara ægilega illa með Ella. Svo fannst sumum við fara miklu verr með konuna hans. En æ, við Helga vorum mikið í kven- frelsisbrölti á þessum tíma og vor- um að taka á þeim málum með húmor því það finnst mér enn vanta í þessa baráttu, að gera grín að öllu bröltinu. Já, já, maður lendir í því að þurfa að verja sig, það fylgir þessari stétt. Það geng- ur enginn að afgreiðslumanninum í hreinsuninni á opinberum dans- stað og fer að gera athugasemd um illa hreinsaöan jakka, að minnsta kosti ekki fjöldi manns, og það er heldur ekki gert að opin- beru efni í blöðum. Nei, maður veröur að geta sætt sig við umtal ■ og gagnrýni og það er alltaf hópur af fólki sem finnst ómögulegt það sem maður er að gera. . . og fyrir bragðið fer ég, Edda Björgvins- dóttir, voðalega í taugarnar á ein- hverju fólki án þess að það kannski þekki mig nokkuð.” Ertu þá kannski kviflin eins og tii dæmis þegar Fastir liðir eins og venjulega litu dagsins Ijós? „Þetta hefur sem betur fer elst af mér, ég er farin að sætta mig við að sumum líkar það sem ég er að gera og öðrum ekki og ég gleðst alveg óskaplega þegar fólk er ánægt með mig eins og mér heyr- ist vera uppi á teningnum í sam- bandi við Fasta liði. Auðvitað get- ur enginn sagt að sér komi ekki við hvað fólk hugsar eða segir, þaö er bull, auðvitað sárnar manni ef maður til dæmis fær, að því er manni finnst, óréttmæta gagnrýni eða bara slæma gagnrýni.” Þá bara rís kvenfrelsisvæng- urinn upp og lemur mann í hausinn Rasisti vegna Túrillu og karlhat- ari vegna Ella. . . og Edda hefur fengifl skammir fyrir áramótaskaup eins og flestir sem hafa notið þess heiðurs að fá að sjá um þætti sem allir landsmenn bífla spenntir eftir. Síflasta áramótaskaup var einmitt á þeim tíma sem Edda var „mikifl í kvenfrelsisbrölti". Hún var á lista Kvennaframboðsins i siðustu borg- arstjórnarkosningum. Hvafl rak þig út i pólitík? 14 Vikan 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.