Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 16

Vikan - 05.12.1985, Page 16
Texti: Þórey Einarsdóttir alangt ctd heiman um jólin Jólin á íslandi eru mikil fjölskylduhátíð, því verður ekki á móti mælt. Flestir reyna allt sem þeir geta til að dvelja sem mest með fjölskyldu og ættingjum yfir jólahátíðina. Námsmenn á íslandi, sem dvelja við nám að heiman, reyna að komast heim í jólafríinu. Oft myndast örtröð á flugvöllum og umferðarmiðstöðvum og örvænt- ing tekur að grípa um sig ef veðurguðirnir ybba sig og samgönguleiðir teppast rétt fyrir jólin. Námsmenn erlendis koma margir heim ef þeir mögulega geta og eyða oft dýrmætum fjármun- um sínum í farið heim. Jólin líða síðan í faðmi fjölskyldunnar við ofát og allsnægtir, og það þykir heldur dapurlegt hlutskipti að komast ekki heim um jólin. En það er fjöldi íslendinga sem ekki getur verið heima um jólin, sumir vegna starfa sinna á sjó og landi, aðrir eru rúmfastir á sjúkrahúsum og enn aðrir við nám og störf í fjarlægum löndum. Margir þeirra reyna að upplifa íslensku jólastemmninguna með því að fá sendan íslenskan jólamat og annað tilheyrandi. En aðrir eiga allt öðruvísi jól. Adalhátídin á fœdingardegi Múhameðs Björn Jónsson var sendif ulltrúi hjá Rauða krossi íslands í Súdan veturinn 1982—83. Hann var þar við skipulagningu hjálparstarfs í flótta- mannabúðum í nágrenni höfuðborgarinnar, Kart- úm. Þar fer hitinn yfir 40 stig á daginn um jólaleytið og flestir íbúarnir eru múhameðstrúar. Björn dvaldi þarna einn yfir jólin, fjölskyldan var heima á Islandi og ekki aðrir íslendingar á staðnum. Ég var svona allsherjar reddari þarna. Starfið gekk aðallega út á að taka á móti lyf.jum og alls kon- ar gögnum úr flugi og fara með þaugegnum toll og slíkt, einnig að kaupa lyf innanlands, sjá um allar peningasendingar, taka við pen- ingum og koma þeim áleiðis í launagreiðslur og fleira. Síðan voru alls konar reddingar, að koma pósti áleiðis, senda telex og taka við. Það atvikaðist þannig að ég fór til Súdan aö ég las í blaði að Rauða krossinn vantaöi einhvern sem talaði frönsku. Ég fór síðan á námskeið fyrir veröandi sendifull- trúa. Svo heyröi ég ekkert frá þeim fyrr en eitt sinn þegar ég var uppi á Sprengisandi með ferðamenn — Björn var önnum kafinn við vinnu á vegum Rauða krossins og mátti vart vera að því að halda jól i múhameðstrúarlandinu Súdan. 16 Vikan 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.