Vikan


Vikan - 05.12.1985, Side 17

Vikan - 05.12.1985, Side 17
ég vinn sem leiðsögumaður á sumrin — þá fékk ég skilaboð um að hringja til Reykjavíkur. Þá var það Rauði krossinn sem spurði mig hvort ég væri tilbúinn aö skella mér til Súdan eftir nokkra daga. Ég samþykkti það og eftir nokkra daga var ég kominn til Reykjavíkur í bólusetningar og þannig, og síðan af stað. Ég hafði aðsetur í höfuðborg Súdan, Kartúm, en þurfti alltaf að fara í flóttamannabúðirnar að fylgjast með. Þar var heilt lið frá Sviss, læknir, hjúkrunarkona og starfsmenn sem sáu um flótta- mannabúöirnar á stað sem heitir Kassala, rétt við landamæri Eþíópíu og Súdan. Við eða þau sáu þarna um 100 þúsund manns eða rúmlega það. Hjálparstarfið gekk mjög vel hjá okkur. Ástandið þarna var miklu betra þá en það er núna, eftir því sem mér er sagt. Eg held að við höfum náð ágætis árangri. Svissneski læknirinn, sem sá um búðirnar, var algjör snillingur en það eru ekki nema einstöku menn sem ná verulegum árangri. Hann kenndi innfæddum að lækna al- gengustu pestir eins og malaríu, sem er það helsta sem hrjáir fólk- ið, og lét þá svo koma með annað, sem þeir gátu ekki læknað sjálfir, til sín. Þannig gat hann séð um all- an þennan fjölda. Þeir innfæddu voru orðnir sérfræðingar í að lækna sjálfa sig. Þeir fengu lyf og annað og kannski hlustunarpípur til að vera svolítið læknislegir og voru hæstánægöir með það. Það má segja aö Níl skipti landinu alveg í tvennt. Viö gátum ekið eftir góðum vegi alveg að búðunum en þaö er eini malbikaði vegurinn í landinu. En þar sem mesti vandinn er núna í Súdan er allt annars staðar í landinu, á miklu strjálbýlli svæðum sem eru óskaplega erfið yfirferðar. Eyðimörkin í norð-vesturhluta landsins stækkar um 7—10 km á hverju ári og það hefur í för með sér óskapleg vandamál. En hvað ég gerði á jólunum, ég man það varla. Ég verð að taka fram gömlu minnisbókina mína til að sjá þaö. Maður var nú alltaf eitthvað að bralla á hverjum degi. Þetta var rosalega mikiö starf og ég var einn. Því mátti ég aldrei stoppa án þess að allt yrði yfirfullt aö gera og ég var ekkert að taka mér frí yfir jólin fremur en á öðr- umtímum. Ég sé þó aö ég hef tekið mér frí um eftirmiðdaginn 24. desember. Hann bar upp á föstudag og það er þannig í Súdan að föstudagarnir eru eins og sunnudagarnir hjá okkur. Þetta er múhameðstrúar- ríki og sunnudagarnir þar rétt eins og hverjir aðrir dagar. Fyrst þegar ég kom út byrjaði ég á því aö ætla að taka frí á sunnudögum. En það er unnið þarna frá sex á morgnana til hádegis, en þá fara allir að sofa og dagurinn er búinn. Ef maður notar ekki vinnudaginn eins og hinir kemur maður engu i verk og því fór ég fljótlega að halda föstudaginn heilagan í stað- inn fyrir sunnudaginn eins og hin- ir. Ef 24. desember hefði ekki borið upp á föstudag hefði ég sjálfsagt ekkert haldið upp á hann. Ég sé hér í bókinni að ég hef notað síðdegiö til að fara niður aö stíflugarði við Hvítu-Níl og er ein fyrsta stíflan sem byggð var við Nílarfljót áriö 1930. Aöaljólahaldið hjá mér, ef svo má segja, var síðan þann 26. des- ember. Þá vill svo til að innfæddir halda upp á fæðingardag Múhameðs. Sú hátíð líktist mest 17. júní hjá okkur. Það voru sett upp sölutjöld og seldur sleiki- brjóstsykur og alls kyns fyrir krakka. Þaö voru líka sett upp stór tjöld þar sem hinir ýmsu ætt- bálkar í landinu sýndu sína siöi og dansa. Þetta var geysilega mikil útihátíð. Ég man ekkert sérstaklega eftir því að hafa þjáðst af heimþrá um jólin, og þó. Ég minnist þess að hafa hugsað hvað nú væri að gerast heima þennan dag, en umhverfið var eins ójólalegt og hugsast gat, brennandi sólskin og hiti. Eina jólahaldið, sem ég varð var við, var í alls konar klúbbum útlendinga í borginni. Það var þarna þýskur klúbbur, amerískur klúbbur og breskur klúbbur. I þessum klúbbum voru haldin jól, þar voru jólatré og drukkinn að- eins meiri bjór en venjulega. En ég sóttist ekkert eftir því að kom- ast inn í þessa klúbba. Ég tók þá stefnu strax í byrjun að reyna frekar að kynnast innfæddum en einhverjum Ameríkönum eða Þjóðverjum. Ég kynntist vel siðum innfæddra miðaö við marga áekki lengri tíma. Ég var þarna með „reddara” á mínum snærum. Hann var sonur eins af stofnendum stjórnmála- flokks sem haföi gert Súdan að sjálfstæðu ríki og naut sambanda föður síns. Hann þurfti ekki annað en að segja hver hann væri og þá opnuöust honum margar dyr. Við borguðum þessum manni gott kaup og það var stundum veriö að fjasa yfir því, en hann marg- margborgaði sig því hann redd- aði ótrúlegustu hlutum. Ég var oft heima hjá honum og hann kynnti mig fyrir allri sinni fjölskyldu og það fannst mér miklu meira spennandi en fara í útlendinga- klúbbana. Það var hægt að lifa þarna í borginni annars vegar meö því að fara að borða á fínum hótelum, eins og Hilton hótelinu, og eyöa öllum dagpeningunum sínum eða þá að gera eins og innfæddir og fara niður að Nílarfljóti. Þar var veiddur fiskur við bakkann og uppi á bakkanum voru menn með stórar pönnur yfir eldi. Þarna var hægt aö kaupa sér fisk fyrir svona tíkall, sitja í sandinum, slappa aðeins af og hlusta á tam tam trommur. Fiskurinn er hinn frægi Nílarkarpi sem er ekki ósvipaður íslenska karfanum og geysilega góður fiskur. Þarna var ekkert verið að hafa fyrir því að þvo diska eða pönnur. Maöur boröar allt með höndunum og passar sig að nota aldrei vinstri höndina, hún er bara til annars! Jólamaturinn minn þessi jól hefur líklegast verið eitthvað í líkingu við þetta. JÓl á lista- söfnum New York borgar Svala Sigurleifsdóttir myndlistarmaður var við nám í New York og dvaldi þar yfir jólin 1983. Hún eyddi jólunum að mestu á listasöfnum borgarinnar. Hún fékk ekki slökkvilið borgarinnar í heimsókn eins og aðrir íslenskir námsmenn í borginni því hún steikti ekki lamba- hrygg í gasofni. Hún segir líka frá jólum í smábænum Taos í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og frá tilraunum sínum til að bera þarlendum svið. Trúhneigð mín er verulega tak- mörkuð þannig að ég fór ekki til kirkju á jólunum í New York. Um seinustu jól fór ég með fjölskyld- unni í Bessastaðakirkju. Prestur- inn var að segja frá einmanaleg- um jólum sem hann átti í Kanada. Ég fékk vott af sektarkennd þegar ég fór að hugsa um hvað ég var of- boðslega lítið einmana á þessum jólum úti í New York árið áður. Það var dýrðlegur tími. Ég var alla daga á söfnum og í sýningarsölum að skoða myndir og svo málaði ég mínar eigin myndir á kvöldin. Söfnin voru opin öll jólin nema á jóladag. Það er fjöldi fólks sem kemur til New York á jóluin og páskum eingöngu til að skoða sýningar. Þótt ég sé svo til trúlaus þá má kannski færa myndlistaráhuga á einhvern hátt yfir á trúhneigö. Ef guðdómsins er ekki aö leita í sköpun þá veit ég ekki hvar hann ætti aö vera að finna. En auövitaö eru þessar myndir, sem ég var aö skoða, fæstar trúarlegar myndir. Hátíð gripdeildarmanna Ástæðan fyrir því að ég var úti í New York var sú að ég var þar í 49> tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.