Vikan


Vikan - 05.12.1985, Side 19

Vikan - 05.12.1985, Side 19
Mexíkó. Þá var ég við nám í Den- ver í Coloradofylki. Það voru mjög skemmtileg jól. Taos er bær með álíka marga íbúa og ísa- fjörður en þaðan er ég. En í Taos eru um 100 gallerí og mikið af alls konar list. Enda er þetta fræg listamannanýlenda. Jafnvel popp- arar eins og Bob Dylan eiga þarna hús. Það er oft eins og íslendingar álíti Bandaríkin samsafn af skýja- kljúfum sem nái frá New York til Los Angeles með nokkrum hveiti- ökrum hér og þar á milli. En þessi smábær, Taos, er gott dæmi um fjölbreytileikann í Bandaríkjun- um. Hvítir eru minnihlutahópur í Taos. Meirihlutinn samanstendur af spænskumælandi fólki, komnu af spænskum innflytjendum, og svo innfæddum indíánum. Húsin nefnast adobe og eru úr leir og grasi. Þarna í Taos bjó ég hjá fjöl- skyldu skólasystur minnar. Þetta var mjög hress fjölskylda. Mamman málaöi. Krakkarnir spiluðu á trompet, fiðlu og píanó og karlinn spilaði á bassa. Ég lét mig hafa það að troða upp með honum á Taos Inn. Hann spilaði þar oft með þjóðlagasöngvurum. Ég spilaði á gítar og raulaði Á Sprengisandi og Suðurnesjamenn og þannig. Viö æfðum þetta stíft heima. Mér finnst þetta ferlega fyndiö þegar ég hugsa um það núna. Það bað einhver sænsk kona um lag eftir Bellman og það eina sem ég kunni var Gamli Nói. Söngskráin var nú ekki sérlega löng. Fjölskyldufaðirinn vann hjá landbúnaðarráðuneytinu eöa ein- hverju svoleiðis og þekkti vel inn- fædda. Til dæmis sá hann til þess aö okkur var boðið á litlu jólin í indíánabarnaskólanum. Það var æði. Þegar krakkarnir koma í skólann kunna þeir ekki stakt orð í ensku, tala bara móöurmálið sem ég kann ekki að nefna. Þeir döns- Hús indíána i Taos i Nýju-Mexikó. uðu þarna hefðbundna dansa í æðislegum múnderingum og sungu á sínu máli. Flestir indíánarnir búa inni í dalnum, við á sem rennur um dalinn. Aðalhús- ið nefnist þar Taos Pueblo og er svona ieirhús. En mér virtist þaö líkjast frumstæðri blokk. Þetta hús var byggt um 1100 og hefur því verið í notkun í átta aldir. Á jólun- um var hátíð sem viö fórum á hjá indíánunum, alveg meiri háttar. Þeir dönsuðu um miðnætti með elda og gekk mikið á. Trumbu- slátturinn var stórfengleg tónlist. Þótt indíánarnir séu kristnir halda þeir sínum fornu siðum. Það eru margar fallegar kirkjur byggðar þarna úr leir. Aðalkirkjan er þekkt um öll Bandaríkin. Helstu ljósmyndarar og margir mynd- listarmenn hafa myndað þessa kirkju. Ég hef séð þeim myndum raðað þannig að myndirnar virt- ust sem eins konar listræn yfirlýs- ing frá hendi hvers listamanns. Þessi fjölskylda, sem ég var hjá, hafði áður búið í miðríkjunum og hélt upp á jólin með hefðbundn- um hætti. Þaö var bakað, húsið skreytt og sett upp jólatré. Á jóla- dagsmorgun voru jólapakkar undir jólatrénu og þann dag var fínn jólamatur þorðaður. Við fórum í kirkju á jóladag. Þau tilheyra Presbyterian-kirkj- unni og í messunni þeirri voru engir indíánar og fáir spænsku- mælandi heldur aðallega hvítir og enskumælandi, þeir skást stæðu í bænum. Þessi guðsþjónusta var ósköp lík þeirri í lúterskum kirkjum hér heima. Eitt af því sem tíðkast fyrir jólin í Bandaríkjunum er að börn og unglingar taka sig saman og syngja jólasálma fyrir utan hús fólks. Mér fannst þetta jaðra við f járkúgun. Ég fór með krökkunum á heimilinu og hópi ungs fólks úr Presbyterian-söfnuðinum á ein- hverjum trukkum sem keyrt var í loftinu milli húsa og síðan var sungið. Söngurinn var nú heldur misjafn. Og ég hálfvor- kenndi fólkinu að fá þennan lýð kyrjandi hjartnæma sálma fyrir utan og þurfa að borga fyrir. Þegar ég sá kvikmyndina Foot- loose minnti hún mig á þessar söngferðir. Fjölskyldan ætlaðist til þess að ég eldaði íslenskan jólamat. Ég kunni ekki við að reyna að reykja lambakjöt á staðnum þannig að ég fékk þau til panta lambshausa. Það var nú mál. Þeir voru pantaðir í stórmarkaöi og komu nokkrum dögum seinna, án húðar, hræðilega ógeðslegir. Ég sveið hausana á útigrilli úti í garði. Þaö var auðvitað enga ull af að svíða en ég hélt að eldurinn skipti máli upp á bragöið. Síðan voru hausarnir sagaðir sundur og soðnir í potti. Ég bjó til rófustöppu og allt, en f jölskyldan var ofsalega södd þegar átti að hefja máltíðina. Til að reyna aö bjarga málinu bjó ég til sviðasultu en ég held að ég hafi borðað þetta allt ein. Það var meira brunabragð af þessum sviðum en ég á að venjast en þetta var ekkert svo skuggalegt, ekki verra en tacos, þessi mexíkanski réttur sem var þarna alla daga á boröum og brenndi mann niður í skeifugörn. Þessi tvenn jól, sem ég hef átt í Bandaríkjunum, voru mjög ólík en ágæt hvor með sínum hætti. Þó tek ég myndaskoðunarjól í New York fram yfir þau í Taos. 49. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.