Vikan


Vikan - 05.12.1985, Qupperneq 30

Vikan - 05.12.1985, Qupperneq 30
kom fram í Hippodrome að viðstödd- um tvö þúsund og sjö hundruð manns, aðeins. Þetta voru bestu hljómleikar hljómsveitarinnar fram að þeim tíma og áhorfendurnir kunnu svo sannarlega að meta konsertinn. Þeir létu vel í sér heyra enda ólíkt Bretum að sitja og halda kjafti ef þeim líkar eitthvaö, hvort sem það er fótbolti eða músik. Meðan á dvöl hljómsveitarinnar í London stóð notuðu þeir félagarnir tím- ann til aö heimsækja hin ýmsu plötufyr- irtæki, stór og smá, og voru móttök- urnar þannig að ekki var ástæða til ann- ars en bjartsýni og bjartsýni er eitt sem ekki vantar hjá meðlimum Rikshaw, reyndar er bjartsýni lifsnauðsyn í þess- um bransa. Þegar heim var komið var haldið áfram að æfa og ný lög samin. i sumar og haust kom Rikshaw nokkrum sinn- um fram i Hollywood við góðar undir- tektir. Það var auðheyrt að hljómsveit- inni fór fram i hvert skipti og er hún nú oröin með eindæmum pottþétt á tón- leikum. Rikshaw er aðaláhugamál allra með- lima hljómsveitarinnar, reyndar er ekki hægt lengur að tala um áhugamál, hljómlistin er oröin þeirra aðalstarf og fer orðið allur vökutimi þeirra í að sinna hinum ýmsu þáttum er snerta hljóm- sveitina á einn eða annan hátt og eitt er víst að þetta er engin smávinna þvi aö i raun er hljómsveit ekkert annað en fyr- irtæki þar sem útsjónarsemi og ómæld vinna er undirstaöa góðs gengis. Og hvað er það svo sem stendur á bak við Rikshaw? Jú, nafnið Koolie productions stendur á auglýsingaplak- ötum sveitarinnar og þegar maöur spyr strákana fyrir hvað það standi svara þeir alvarlegir, með glampa i augunum og sallarólegir: ,,Koolie er kallinn sem dregur hlaupavagninn." — Nú, já, en er þetta umboösfyrirtæki ykkar eða nafn á óþekktum velunnara eða hvaö? No comment. Meira fæst ekki uþp um Koolie prd. og verður þetta aö nægja i bili. Sigurður Gröndal. Sigurður Hannesson. Hann er hættur. Platan Þegar liða tók á sumariö héldu strák- arnir i hljóðver til að taka upp grunna að fjórum lögum sem setja átti á plast þeg- ar lengra liði á árið. Upptökurnar fóru fram í Stúdíó Mjöt og Grettisgati undir stjórn Jóns Gústafssonar, Tómasar Tómassonar og Kjartans Kjartansson- ar. Upptökurnar fóru aöallega fram á nóttunni og er upp var staöiö voru menn ánægðir meö útkomuna og töldu sig hafa náð þvi sem til stóð. I lok september hélt svo hljómsveitin út til að leggja síöustu hönd á lögin, bæta inn söngnum og snurfusa. Þessi vinna fór fram í Paradise Studio og The Point Studio sem bæöi eru í London og eru af fullkomnustu gerö. Við stjórnvöl- inn var maður að nafni Danny Hyde sem þykir mjög fær á sínu sviði. Press- un og allur frágangur plötunnar fer sömuleiðis fram í Englandi. Vídeó I dag er videóiö oröið ófrávikjanlegur hluti popptónlistarinnar og þar er Rik- shaw engin undantekning. Gerð hefur veriö mynd viö eitt lagið á nýju plötunni og hefur það væntanlega veriö sýnt þegar þið lesið þetta. Það var Karl Ósk- arsson kvikmyndatökumaður sem gerði myndina með Rikshaw en hann átti einmitt heiöurinn af vídeói Bone Symphony sem var alveg feikigott. Rikshaw hefur verið boðið að spila í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eng- landi og eru þau mál i athugun enda er þetta meira en að segja það, svona feröalag krefst mikillar skipulagningar og er ákaflega kostnaöarsamt og flókið mál. I hugum fjölda fólks er lif poppara eitt stórt húllum hæ þar sem menn spila á kvöldin, eru i partíum alla nóttina, sofa á daginn og vímugjafarnir eru hrærðir út í súrmjólkina. Svo er nú ekki með Rikshawstrákana, þeir eru algjörlega á móti eiturlyfjum og neyta þeirra ekki enda þarf maður ekki annaö en að lita á þá til að sjá að þeir eru lausir við allt slikt, heilbrigðin og lifsánægjan beinlin- is skín af þeim. Það er tíska í dag að vera hraustlegur, snyrtilegur og vimu- laus og Rikshaw er í takt við tímann. Og hvernig tónlist spilar svo Rik- shaw? Það er nú það. Mér hefur reynst ákaflega erfitt aö setja tónlistina i ein- hvern ákveöinn bás. Þeir hafa náð ákveðnu sándi sem ég vil meina aö sé þeirra eigið en ef þarf að líkja þeim við einhverja held ég að það sé best að segja aö þeir séu allt frá bresku hljóm- sveitinni Japan (blessuð sé minning hennar) til hinna írsku vina vorra U2. Umfram allt held ég aö óhætt sé að segja aö Rikshaw spili gæðapopp af bestu gerð sem er boölegt hvar sem er. Óhætt er aö mæla með bæði nýju plöt- unni og ekki síður að sjá Rikshaw ,,live" og ættu unnendur lifandi tónlist- ar ekki að láta þaðfram hjá sér fara. Þá er eiginlega ekkert annað eftir en að óska Rikshaw til hamingju með nýju plötuna, þakka þeim félögum fyrir skemmtunina og vona að þeir haldi húmornum hvernig sem gengur í hinum hraða og hrjóstuga poppbransa. Gangi ykkur vel. 30 Vikan 49. tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.