Vikan


Vikan - 05.12.1985, Side 31

Vikan - 05.12.1985, Side 31
Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt ÍSLENDINGUR RANNSAKAR ÖRLÖG RÓMVERJA Dr. Haraldur Sigurðsson lýsir gosinu sem lagði Á lista, sem nýlega var gefinn út um 50 merkustu fundarstaði fornminja í heiminum, vantar Pompei, hina þekktu rómversku borg sem grófst i ösku og vikur við gos í Vesúvíusi árið 79 eftir Krist. Á hinn bóginn er nágranna- borg Pompei, Herculaneum, sem einnig er við Napoliflóann, á listanum. Sú borg hlaut raunar sömu örlög og Pompei. Ástœður þess að menn telja Herculaneum nú merkari eru fyrst og fremst þœr að þar hafa fundist mjög vel varðveittar leifar af forgengilegum hlutum. Þetta eru bœði bein, en á siðustu árum hafa óvœnt fundist heillegar beinagrindur i Herculaneum, og einnig tréhlutir. Pompei og Herculaneum í rúst árið 79 eftir Krist Meö rannsóknum á beinagrindunum í Herculaneum hefur tekist aö afla mikilvægra upplýsinga um útlit og lík- amsbyggingu, mataræöi og heilsufar hinna fornu Rómverja. Fornminjar af þessu tæi eru fullt eins verömætar og rúnir, mósaík og handrit. Ekki hafa áöur fundist vel varðveitt- ar rómverskar beinagrindur, meðal annars vegna þess aö Rómverjar brenndu lík hinna dauöu. Þetta fannst af tilviljun fyrir fimm árum. Þá var unnið aö því aö ræsa fram rústir baöhúss. I höröum berg- lögum, sem nú eru þar sem áður var fjaran í hinni fornu Herculaneumborg, lentu menn óforvarandis á nokkrum beinagrindum fólks frá þeim tíma þeg- ar eldgosið lagöi borgina í eyöi. MILLI STEINS OG SLEGGJU Þetta var fornleifafræöingunum mikiö undrunarefni. Fram aö þessu höföu ekki fundist neinar leifar fólks í þeim hlutum borgarinnar sem grafnir höföu veriö úr jöröu. Fræðimenn voru því þeirrar skoöunar að íbúunum hefði gefist ráörúm til þess aö flýja áöur en hamfarirnar dundu yfir, ef til vill vegna þess aö þeim heföu borist fregn- ir af örlögum Pompei. Nú vita menn betur. Um þaö bil 150 beinagrindur hafa verið grafnar úr jöröu og hafa náðst upp af sjávarbotni og það er ef til vill aöeins smábrot þeirra sem fórust. Þetta fólk hafði greinilega farist þegar þaö reyndi aö flýja út á ólgandi haf undan heitum straumi eöju. öldurnar á sjónum voru of stórar til þess aö unnt væri aö hrinda bátum á flot. Ofsaveöur er einatt fylgifiskur elds- umbrota af þessu tæi. Loftiö sogast að fjöllunum vegna uppstreymisins sem gosið og hitinn skapa. Herculaneum var viö rætur Vesúvíusar nokkrar míl- ur suöaustur af Napolí. Þar hefur ef- laust verið vitlaust veöur. Þaö er átakanlegt aö sjá vitnisburö beinanna á ströndinni viö Herculaneum. Auösætt er af stelling- unum aö fólkið hefur dáiö skyndilega. Dauöastundin er varðveitt hartnær tvö þúsund árum eftir aö fólkiö mætti ör- lögum sinum. Á einum stað eru beina- grindur sex fullorðinna og sex barna sem leitaö hafa skjóls undir steinboga og hjúfraö sig hvert aö ööru á dauöa- stundinni. Þar rétt hjá er beinagrind fjórtán ára stúlku sem heldur á tveggja ára barni. Neöan við svalir fannst beinagrind af ungri konu sem haföi kastast fram af svölunum og höfuðkúpubrotnaö. Mjaömargrindin var líka brotin. Viö hliöina á níu metra löngum bát var beinagrind af sjómanni sem hélt traustu taki um ár. Kannski var hann formaöur á bátnum en fundurinn veitti mikilvægar upplýsingar um sjó- mennsku Rómverja. HERMANNLEGUR RÓMVERJI Eitt af því fyrsta sem fannst var beinagrind af rómverskum hermanni. Hann hafði fallið á grúfu í sandinn. Viö hlið hans var slíöur af sveröi og opin budda og innihaldið lá dreift allt í kring; peningarfrástjórnartíðNerós. Hermaöurinn var um 37 ára gamall eftir því sem næst verður komist og af- ar hermannlega vaxinn. Hann var til dæmis 187 sentímetra hár en meðalhæð Rómverja var annars ekki nema 170 sentímetrar hjá körlum og 156 sentí- metrar hjá rómverskum konum eftir öörum beinum að dæma. Hann hefur líka veriö fallega vaxinn og eftir öllum sólarmerkjum að dæma lifaö viö góöan kost. Allar tennur eru heilar og liðamót eru óslitin. Reyndar viröast flestir íbú- ar Herculaneum hafa lifaö viö góöan kost og haft nóg aö bíta og brenna. Þaö eru að vísu undantekningar á þessu og talið er aö þær beinagrindur sem bera merki næringarskorts og slits séu af þrælum og þjónustufólki. 1 einni beinagrind konu hafa vísinda- menn fundiö óeölilegt magn af blýi og tvær aörar bera merki um blýeitrun. Þetta getur staöfest gamlan grun um aö Rómverjar hafi ekki hirt um eöa kunnað að varast þennan eitraöa málm. Blýið kann aö hafa veriö bæöi í víni og vatni. Sá sem stjórnar uppgreftrinum í Herculaneum er Italinn Giuseppi Maggi, en bandaríski beinasérfræöing- urinn Sara Bisel hefur boriö hitann og þungann af rannsóknum beinanna. Aö hluta til er þessi rannsókn kostuð af Bandaríska landfræöifélaginu og tíma- riti þess, „The National Geographic”. GÍFURLEG SPRENGING Hinn þekkti íslenski eldfjallafræöing- ur, dr. Haraldur Sigurðsson, hefur getað lýst í smáatriöum atburðarásinni hinn örlagaríka dag árið 79 eftir Krist. Það var snemma dags 24. ágúst sem ósköp- in hófust. Þá varö geysiöflug spreng- ing í eldfjallinu og storkinn tappi, sem stíflaöi gígrásina, þeyttist í loft upp. Gjóska, grjót, eldur og eimyrja þeytt- ust marga kílómetra frá eldspúandi keilu fjallsins. Þessu fylgdi gasspreng- ing og ský úr gasi og ösku helltist niöur yfir Pompei. Stór hluti íbúanna þar virðist hafa kafnaö af eiturgasi fremur en þeir hafi látiö lífiö í öskunni sem lagðist yfir allt en var í fyrstu aöeins nokkrir tugir sentímetra á þykkt. Herculaneum, sem lá nær fjallinu, slapp í fyrstu viö þessi hroðalegu ör- lög. Þaö var vindáttinni aö þakka. Þykk öskuský þeyttust upp úr gígn- um og þaö var myrkur um miöjan dag í héruöunum umhverfis fjalliö. I hlíðum Vesúvíusar hlóöust upp skaflar af gjósku og þegar tók aö rigna undir kvöldiö lagöi eöjan af staö niöur hliöarnar. Um miönætti náöi eðju- straumurinn til Herculaneum. Drullan lagðist í fimmtán til tuttugu metra þykku lagi yfir bæinn og stirönaöi fljót- lega. Þaö er þessi haröa öskuleöja sem hefur varöveitt hann til þessa dags. SUMARLEYFISPARADÍS Gosið var í hrinum, segir Haraldur Sigurösson, en þaö var lítiö hraun- rennsli. Þaö var sjötta hrinan sem gróf Pompei í grjót og ösku, um þaö bil sjö tímum eftir að Herculaneum fór á kaf í eðjuna, eöa um klukkan 7 um morguninn 25. ágúst. Ibúafjöldi Herculaneum var ekki nema um það bil þriðjungur af íbúa- fjölda Pompei eöa 4000—5000 manns. Pompei, sem er um þaö bil 10 kílómetr- um lengra í suövestur frá Napolí, var dæmigeröur rómverskur smábær. Herculaneum viröist á hinn bóginn hafa verið eins konar sumarleyfis- paradís efnaðra Napolíbúa. Húsin voru sumarbústaöir hinna ríku. A okkar mælikvaröa voru þau glæsileg. 49- tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.