Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 38

Vikan - 05.12.1985, Page 38
Valgerður Torfadóttir Valgerður er ungur textíl- hönnuður, hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólan- um 1979. Valgerður rekur Gall- erí Langbrók Textíl ásamt sjö öðrum og þar selur hún hönn- un sína. Valgerður sýndi fyrst kjóla á Listahátíð 1984. Kjólinn, sem hún ætlar að skarta á jólunum, hannaði hún að sjálfsögðu og einnig skartgripina sem hún ber við hann. Kjóllinn er úr bóm- ullarefni, með miklum herða- púðum, þröngur í mittið og reiðsnið um mjaðmir. Valgerður sagðist vera mikil jólamanneskja og hlakka mikið til. ,,Það er aðallega stemmn- ingin í kringum jólin sem mér þykir svo skemmtileg,” sagði Valgerður. Aðspurð sagðist Valgerður helst óska sér að fá góða vinnu- stofu í jólagjöf, en hafði nú greinilega ekki mikla trú á að það gæti orðið. Við á Vikunni vonum að það geti einhvern tíma orðið því þarna fer hæfi- leikarík, ung kona sem við ósk- um góðs gengis og gleðilegra jóla. 38 Vikan 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.