Vikan


Vikan - 05.12.1985, Page 41

Vikan - 05.12.1985, Page 41
Jólasveinn úr filti Bakadur jólasveinn í eldhúsid Efni: Filt, isaumsgarn, polyestervatt og snæri. Takið upp sniðin og leggið þau á filtið. Teiknið þau á og klippið út. Bak- stykkið á jólasveininum er i heilu lagi (eitt stykki), úr rauðu filti. Klippið vattið einnig út en gætið þess að hafa það örlítið minna svo það komi hvergi út fyrir þegar jólasveinninn er saumaður saman. Betra er að sauma í andlitið á jólasveininum áður en það er saumað fast niður. Jóla- sveinninn er saumaður saman með litlum sporum. Augun eru fyllt upp með flatsaum og afturstingur saumaður í kringum þau. Eitt hvítt spor er saumað i augastein, sjá teikningu. Munnur er saumaður með einu löngu spori sem fest er niður með litlum sporum, sjá teikningu. I hárið er notað snæri sem er klofið og tætt í sundur. Því er stungið inn undir húfuna og fest niður með litlum sporum. Upphengi er fest i húfuna. Efni: Trölladeig, föndurlitir (módellitir), föndurlim, penslar og trábretti. Teiknið upp sniðið og klippið út. Fletjið deigið út, setjið mynstrið ofan á og skerið út. Siðan eru einstaka hlutar hnoðaðir og mótaðir með höndunum og settir ofan á, til dæmis poki, epli, hár og svo framvegis svo að jóla- sveinninn verði ekki alveg flatur. Jólasveinninn er siðan settur á bökunar- plötu og bakaður við vægan hita í 1 -1 1/2 klst. Látiö kólna vel. Málið jóla- sveininn, látið þorna og limið loks á trébrettið. Trölladeig: 2 hlutar salt, 2 hlutar hveiti, 1 hluti vatn. Notist strax. Athugið að nota sama snið og af jólasveini úr fílti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.