Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 46

Vikan - 05.12.1985, Síða 46
Umsjón: Bryndís Kristjánsdóttir Myndir: Ragnar Th. • Kalkún • Fylltar, bakaðar kartöflur • Spergilkál, bakað í ostasósu • Waldorfsalatíhlaupi • Engifergljáðar gulrætur • Jólais með rommi og rúsinum KALKÚN • Til aö áætla hvaða stærð af kalk- úni þurfi að kaupa má nota þá reglu að ætla um 400—500 g af kjöti í einn skammt handa full- orðnum. • Best er að þíða kalkúninn í um- búðunum í ísskáp, en það tekur um2—3 daga. Einnig er hægt aö þíða fuglinn með því að láta renna á hann kalt vatn (hafa fuglinn í umbúöunum) eða láta hann liggja á kafi i köldu vatni. Skipta þarf oft um vatn því þessi aðferð tekur um 6—7 klst. jafnast og haldi sem best stærð og mýkt. • Til að maturinn verði örugglega tilbúinn á áætluðum tíma er best að byrja matseldina um 1/2 klst. fyrr en áætlaður steikingartími segir til um. Það þarf tíma til að gera sósuna og síðan gæti steik- ingin tekið lengri tíma en áætlað var. Þyngd Fylling Steikingartimi (kg) (bollar) (klst.) 2-3 2-3 2-3 3-4 3-4 3-31/2 4-6 4-6 31/2-41/2 6-8 6-8 41/2-51/2 Steiking • Kalkúninn er steiktur viö fremur lágan hita, 180°, til að tryggja að fuglinn steikist sem Fuglinn fylltur • Innyflin tekin úr og fuglinn skol- aður og síðan þerraður mjög vel. Fylling sett í hálsopið sem síðan Ka, alkún er nýjung á matarborði Islendinga en nýj- ung sem óhætt er að mæla sterklega með þar sem kjötið er afar meyr+ og bragðmilt, þannig að lítil hætta er á því að maturinn falli ekki öllum fjölskyldumeðlim- um í geð. Margir hafa hvorki eldað né bragðað slíkan fugl og því fylgja hér nákvæmar upplýsingar um mat- seldina. er lokað með teini eða saumað fyr- ir. Athugið að aldrei á troðfylla fuglinn með fyllingu, aðeins laus- fylla. Þá er fuglinn fylltur að inn- an og opinu lokað vel. Undirbúinn í ofninn • Vængjunum er flett aftur á bak með því að lyfta þeim upp og út og þvinga síðan vængbroddana aftur þannig að þeir liggi flatir við bak- ið. Leggirnir bundnir saman og bandið vafið um stélendann og leggirnir dregnir að; bandið fest. • Fuglinn settur á grind yfir ofn- skúffunni, bringan látin snúa upp. Fuglinn penslaður með bráönu smjöri. Álpappír lagður lauslega yfir fuglinn, hliðar einnig, til að hann brúnist ekki of hratt. Steikingin • Fuglinn penslaður með bráðnu smjöri, eða soðinu úr ofnskúff- unni, af og til á meðan á steikingu stendur. Þegar um 1 klst. er eftir af áætluðum steikingartíma er klippt á bandið sem heldur leggj- unum og ef óskað er eftir því að fuglinn brúnist meira þá er ál- pappírinn f jarlægöur. • Til að kanna hvort steikingu er lokið er hægt að finna hvort kjötið er tilbúið með því að klípa í læriö. Það á að vera mjög mjúkt og auð- velt að hreyfa legginn. Að steik- ingu lokinni er kalkúninn tekinn úr ofninum og látinn standa í um það bil 15 mínútur og verður þá auðveldara að skera hann. 46 Vikan 49* tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.