Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 54

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 54
Vídeó-Vikan Vinsælir leikarar: WILLIAM HURT The Big Chill fjallar um endurfundi gam- alla skólafélaga sem hittast við jarðarför eins þeirra. Það má segja að í þeirri mynd hafi komið saman margir af fremstu leikurum Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni í dag. Má þar nefna Glenn Close, Kevin Kline og Jeff Goldblum. Þessir leikarar sýndu ásamt mörgum öðrum mjög góöan leik enda gefur handrit myndarinnar tilefni til, mörg hlut- verk svo til jafnstór og jafnbitastæð. Það var þó einn leikari sem bar höfuð og herðar yfir aðra í þessum úrvalshópi. Það var William Hurt. Leikur hans sem eiturlyfjasjúkur mað- ur, sem hefur misst af lestinni í lífskapp- hlaupinu, er miðpunktur þessarar ágætu kvikmyndar. William Hurt er sá leikari í Hollywood sem forvitnilegast hefur verið að fylgjast með á undanförnum árum. Hann er af mörgum tal- inn hæfUeikamesti ungi leikarinn í kvikmynd- um í dag. Stutt er síðan hann fékk verðlaun sem besti karUeikarinn í Cannes fyrir leik sinn í brasilísku myndinni Kiss of the Spider Woman. Oft hefur verið sagt um kvenleikkonur að sérstakt ástarsamband sé milli þeirra og kvikmyndavélarinnar. Sama er hægt að segja um William Hurt. Það er eins og kvikmynda- tökuvélin gefi honum fremur en öðrum hæfi- leika til að tjá innri tilfinningar á hvíta tjald- inu. Það er þessi hæfileiki sem gerir það að verkum, þegar horft er á Body Heat, að áhorf- andanum finnst hann vera í hitasvækju alla myndina. Eftir aðeins þrjár kvikmyndir, sem komu nokkuð þétt á markaðinn, sá hið virta blað Rolling Stone ástæðu til að kalla hann hina stóru von amerískrar leiklistar, hrós sem William Hurt mun þykja erfitt að fylgja eftir. William Hurt er sonur skrifstofumanns í bandaríska innanríkisráðuneytinu. Hann nam náttúrufræði áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann nam leiklist við Julliard School of Drama ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Mary Beth Hurt. Eins og margir aðrir í- lengdist hann í New York og lék með leik- flokki sem kallast Cirkle Reb. Þrátt fyrir frægð og frama heldur hann alltaf milli kvik- myndahlutverka til New York og tekur þátt í sýningum flokksins. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í mynd hjá hinum umdeilda leikstjóra Altered States, stórt hlutverk sem Hurt gerði sér mat úr. Hann vakti strax mikla athygli þegar myndin kom fyrir sjónir almennings. Það var þó Body Heat sem hafði afgerandi áhrif á vinsældir hans sem leikara. Þar leikur hann ungan lög- Pyndingameistari afhjúpaður ★ ★ Ólíklegt ástarsamband ★ ★ THE EVIL THAT MEN DO. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Theresa Saldana og Joseph Maher. Sýningartimi: 87 min. NO SMALL AFFAIR. Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Aðalhlutverk: Jon Cryer og Demi Moore. Sýningartími 91 mín. Charles Bronson er hér enn einu sinni í því hlutverki sem hæfir hon- um best. Kaldrif jaður atvinnumaður í hinum stóra heimi glæpanna. I þessu tilfelli er hann Holland sem sestur er í helgan stein, hafði áður, að því er virðist, verið atvinnumorð- ingi. Hann kemur fram í sviðsljósiö þegar hann fréttir að vinur hans hafi verið drepinn af frægum pyndinga- meistara, dr. Clement Moloch (Jos- eph Maher) sem gengur undir nafn- inu „læknirinn”. „Læknirinn” hefur haft nóg aö gera í Suöur-Ameríku, þar sem The Evil that Men Do gerist. Þó er farið að hitna undir fótum hans og eru það fáar ríkisstjórnir sem vilja hýsa hann. Holland telur heppilegast að nálgast „lækninn” sem fjölskyldu- maður og fær til liös við sig ekkju vinar síns og dóttur til aö þykjast vera eiginkona og dóttir. Þrátt fyrir að „læknirinn” sé um- vafinn lífvörðum, sem ekki víla fyrir sér að myröa hvern þann sem nálg- ast hann, tekst Holland að drepa þá alla. Endar með að „læknirinn” stendur einn eftir. Hefst nú mikið lokaatriöi þar sem öllum vopnum er beitt. Það verða fyrrverandi fórnar- lömb „læknisins” sem loks koma honum fyrir kattarnef. The Evil that Men Do er á köflum hörkuspennandi. Það eru nokkur atriöi í myndinni sem ekki eru beint fyrir fínar taugar áhorfenda. Leikur er yfirleitt meö ágætum nema helst hjá Charles Bronson. Hann hefur hingaö til ekki sýnt mikla leikhæfi- leika og nú fer hann aö verða of gam- all fyrir töffarahlutverkin. Andlit hans er að venju steinrunniö og til- finningar eru sjálfsagt bannorð í hans augum. Ef eitthvað er öðruvísi við Holland en aöra álíka karaktera, sem Charles Bronson hefur skapað, er það helst að það kemur Holland til góða að kunna varalestur. Notar hann þann hæfileika óspart í mynd- inni. Getur háifþrítug poppsöngkona orðiö hrifin af frekar klaufalegum 16 ára táningi sem aldrei hefur komið nálægt kvenmanni? Um þetta ólík- lega samband fjallar No Small Affair á gamansaman máta. Táningurinn Charles er morgun einn að taka myndir sem oftar. Svo slysalega vill til að ung stúlka verður óvart fyrir þegar myndað er. Þegar Charles er búinn að framkalla film- una verður hann yfir sig hrifinn af stúlkunni sem hann hefur óvart myndað, fer að leita hennar en hefur ekki erindi sem erfiði. Það er svo í fylgd meö bróður hans, sem er að fara að gifta sig, sem hann finnur sína útvöldu aftur. Hún er söngkona á subbulegum dansstað og er þar að auki að missa vinnuna. Ungu söng- konunni finnst í fyrstu litið til þessa unglings koma, sem ekki getur leynt aðdáun sinni á henni. Það breytist þó þegar hann fórnar öllum sínum pen- ingum og öllum tíma sínum fyrir hana. Málið er að hún missir atvinnuna og Charles kaupir auglýsingar á leigubíla. Þar segir að hún sé best og þar er birt símanúmerið. Hinn góði tilgangur Charles hefur öfugar af- leiðingar í fyrstu. Hún fær allt öðru- vísi upphringingar en ætlaö var með auglýsingunni. Kennir svo Charles um allt. Charles verður örvæntingar- fullur og fer á blindafyllirí. Á meðan gengur allt í haginn hjá söngkonunni og þegar þau hittast á ný blómstrar ástin. .. Söguþráðurinn er ekki ýkja merkilegur og hefur marga van- kanta. Aðalleikararnir, Jon Cryer og Demi Moore, eru aftur á móti nokkuð góö og bjarga myndinni með sjarm- erandi leik og framkomu svo úr verð- ur hin þægilegasta mynd sem er bæði gamansöm og rómantísk. Það mætti nú samt segja mér að kvenþjóðin hefði meira gaman af No Small Affair en karlmenn. 54 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.