Vikan


Vikan - 05.12.1985, Síða 55

Vikan - 05.12.1985, Síða 55
Umsjón: Hilmar Karlsson fræðing sem flækist í hringiðu spunavefs sem ung og fögur kona spinnur um sína nánustu. Kathleen Turner lék kvenhlutverkið og var þessi mynd einnig mikill sigur fyrir hana. Þriðja myndin, sem Hurt gerði um svipað leyti, var The Janitor. Þar lék hann húsvörð sem verður vitni að morði. Þrátt fyrir að það hlutverk gæfi ekki tilefni til stórleiks var það Hurt, ásamt Sigourney Weaver, sem gerði þessa mynd að sjarmerandi sakamálamynd. William Hurt lét líða tvö ár áður en hann lék í annarri mynd. Á meðan voru blöð uppfull af frásögnum um hann, aðallega að hann væri sá sem ætti að taka við af A1 Paciono og Dustin Hoffman og þar fram eftir götunum. Hurt kom aftur á móti á óvart með vali sínu. Hann tók sem sé tilboði um að leika rússneskan lög- regluþjón sem rannsakar morð í Gorky Park í samnefndri mynd. Arkady Renko nefnist kar- akterinn og er þögull og þrjóskur lögreglu- þjónn sem neitar að hlýðnast kerfinu og lætur ekki segja sér fyrir verkum við rannsókn morðsins. Hann flækist fyrir KGB og kemur upp um smygl á dýrmætum minkum, allt í William Hurt i The Big Chill. óþökk yfirmanna sinna. Hurt skapaði svip- mikinn karakter með leik sínum þótt myndin næði að flestra dómi ekki gæðum þekktrar skáldsögu sem Gorky Park er gerð eftir. Eftir leik sinn í The Big Chill kom William Hurt öllum á óvart með að þiggja hlutverk í brasilísku kvikmyndinni, Kiss of the Spider Woman. Leikstjóri þeirrar myndar er Hector Babenco. En það átti eftir að borga sig fyrir hann. Honum hefur alls staðar verið hrósað fyrir leik sinn í myndinni og fékk eins og áöur sagði ein eftirsóttustu verðlaun sem leikari getur áunnið sér, var valinn besti karlleikarinn á stærstu kvikmyndahátíð í heiminum í Cannes. Til þessa hefur William Hurt aðeins leikið í sex kvikmyndum. Það er óhætt að segja um William Hurt að hann sé leikari sem vert sé að fylgjast vel með. Af sex kvikmyndum, sem William Hurt hefur leikið í, er hægt að fá fimm á videóleigum. Þær eru: Altered States The Janitor Body Heat Gorky Park The Big Chill Viti bornir maurar Hvaðan komu peningarnir? ★ ★ PHASE IV. Leikstjóri: Saul Bass. Aðalhlutverk: Nigel Davinport, Michael Murphy og Lynne Frederick. Sýningartími: 83 min. ★ ★ ★ FLASHPOINT. Leikstjóri: William Tannen. Aðalleikarar: Kris Kristoferson, Treat Williams og Tess Harper. Sýningartimi: 103 mín. Þaö eru ekki margir sem koma viö sögu í Phase IV. Fjallar myndin um vitiborna maura. Persónurnar eru aðeins þrjár sem viö fáum að kynn- ast. Aftur á móti eru milljónir maura sem, aö því er viröist, hafa meira vit en maðurinn. Söguþráöurinn er í fáum orðum aö vart hefur orðið skipulagðra her- ferða mauraflokka í dal einum í Kaliforníu. Endar þaö með að allir íbúar eru fluttir brott og sett er upp tæknistöð ein mikil sem á bæði að rannsaka maura og eyöa þeim. Að- eins tveir menn eru innanborðs, dýrafræðingur einn sem hefur sér- hæft sig í maurum og ungur maður sem hefur sérhæft sig í að þýða dýra- mál. Fljótlega bætist í hópinn stúlka sem ekki hafði yfirgefið dalinn. Vísindamennirnir æsa maurana í aö gera árás á sig og eyða þeim öll- um með eitri. Nokkrir maurar hafa þó lifað árásina af og fljótlega er fjöldinn orðinn jafnmikill og áöur. Hafa maurarnir fundið mótefni við eitrinu. Fljótlega kemur í ljós að maurarnir tjá sig eins og vitibornar verur og nú eru það ekki hinir mennsku vísindamenn sem eru að rannsaka maura heldur maurar sem eru að rannsaka þær mannverur sem eru innan stöðvarinnar. Skordýrafræðingurinn er bitinn af maurum og veldur það veikindum og óráði hjá honum. Maurarnir rjúfa allt samband vísindamannanna við umheiminn og virðist ekkert nema dauðinn blasa við þremenningunum. En tilgangurinn með þessari herferð mauranna á eftir að koma áhorfand- anum á óvart í lokin. Phase IV er að mörgu leyti vel gerð hrollvekja. Kvikmyndun er mjög góð og ekki er reynt að ýkja með því að gera maurana stærri. Þeir eru myndaðir í eðlilegri stærð og eru því ógnvekjandi sem vitibomar verur. > Morðið á Kennedy forseta 1963 hef- ur alltaf skotið upp kollinum öðru hvoru í fréttum. Ekki vilja allir trúa því að aðeins einn maður hafi orðið honum að bana. Hafa ýmsar sögu- sagnir um annan mann, sem á að hafa tekið þátt í morðinu, spunnist og jafnvel hafa verið skrifaðar bækur um þaö efni. Flashpoint er gerð eftir, skáldsögu sem fjallar óbeint um að það hafi verið annar maður meö í spilinu. Bob Logan (Kris Kristoferson) og Ernie Wiatt (Treat Williams) eru landamæraverðir er starfa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Dag einn, þegar Logan er á eftirlitsferð, rekst hann á niðurgraf- inn jeppa sem hann grefur upp. I ljós kemur að eitt lík er í jeppanum, ásamt riffli og mikilli peningaupp- hæð, eöa átta hundruð þúsund dollur- um. Hann fær félaga sinn, Wiatt, til liðs við sig og saman grafa þeir jepp- ann aftur en ekki fyrr en þeir hafa hirt peningana og riffilinn. Þeir komast aö því að jeppinn er búinn að liggja í sandinum síðan 1963. Lítið gengur aftur á móti aö leita uppruna peninganna. Ein- hverra hluta vegna spyrst út að eitt- hvað hafi fundist í eyðimörkinni og fyllist nú landamærastöðin af emb- ættismönnum frá Washington. Flashpoint er hin ágætasta afþrey- ing. Söguþráðurinn er nokkuð flókinn en um leið spennandi. Helsti galli myndarinnar er hversu illa er leyst úr mörgum spurningum sem vakna. Eins og áður segir kemur moröið á Kenndy forseta óbeint inn í sögu- þráðinn. Það er sannarlega góð hug- mynd en því miður tekst handritshöf- undunum ekki að ganga þannig frá endalokum myndarinnar að trúverð- ugt þyki. 49. tbl. ViKan 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.