Vikan


Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 59

Vikan - 05.12.1985, Blaðsíða 59
— Því er auðvelt að svara, segir Sparks. — Afbrýðisamasti eiginmaður- inn í þessari veislu og i veröldinni yfir- leitt er án nokkurs vafa Joel gamli Brokebaugh. Hann ergamall rostungur sem er giftur ungri mýslu og hann held- ur að hver einasti náungi sem býður frúnni góðan daginn sé að fara á fjör- urnar við hana. Þó, segir hann, þér muni finnast drephlægilegt að láta sér detta annað eins i hug þegar þú sérð hana. Það er engum vafa undirorpið að hún fær afskaplega slappa einkunn fyrir ytri fegurð, segir Sparks. — Þaraðauki er ekki meira lif í henni heldur en kart- öflu. Brokebaugh gamli er svo nánasar- legur að hann lofar henni ekki að kaupa nýjan kjól eða hatt nema á nokkurra ára fresti þótt hann eigi milljónir. Hann vill ekki lofa henni að klæða sig upp á af ótta við að einhver náungi veiti henni eftirtekt. Fyrir mina parta, segir Sparks, held ég að Brokebaugh gamli sé eitt- hvað tæpur i háaloftinu að halda að nokkur muni nokkru sinni girnast konu hans. En hann er skapofsamaður mikill og veldur oft ýmsum uppákomum. Sagt er aö hann gangi ætið með skammbyssu á sér. — Brokebaugh, ha? segir Hlunkur. — Já, segir Sparks. — Þau sitja sam- an þarna undir kókospálmanum við stóra gosbrunninn. Enginn veit svo sem af hverju þau koma í þetta jólaboð því að þau gefa hvort öðru engar gjafir og taka engan þátt í gleðskapnum. Allir kenna í brjósti um frú Brokebaugh en mitt álit er að hana vanti bara dálitið lif í tuskurnar. Nú, jæja. Aftur fer Hlunkur út á ver- öndina með pokann fullan af litlu bögglunum. Þegar hér er komið sögti eru allir komnir í gott skap af kampavin- inu, dansinum, jólastemmningunni og hinu og öðru og taka fagnandi á móti Hlunki. Kátust allra er þó frú Mimm. Ef satt skal segja er hún næstum aer og brosir breitt til Hlunks þegar hann gengur fram hjá henni þannig að hann sér að frammistaöa hans er henni að skapi. Hann sér einnig að hún er enn með þennan Johnny sér við hlið og ekki er hann greindarlegri en fyrr, nema síöur sé. Þá kemur hann auga á parið sem Sparks var aö tala um undir kókos- pálmanum og það kemur honum á óvart að Sparks hefur frekar oflofað út- lit frú Brokebaugh heldur en hitt. Jafn- vel úr fjarlægð getur Hlunkur séð að hún fær núll í útlitseinkunn en hann sér einnig að gamli gaurinn, sem er með henni, virðist nokkuð koma heim og saman við lýsingu Sparks, nema hvað hann er heldur verri. Þetta er langur og horaöur gamlingi, rauðbirkinn, sköllótt- ur, eygður eins og hákarl og Hlunkur tekur eftir því að þjónarnir tipla fram hjá honum á tánum. Nú, jæja. Hlunkur tekur sér stöðu viö tréð og tekur á ný til við að kalla upp nöfn og deila út bögglum. Nú verður uppi mikill ys og þys og allt um kring má heyra kvenraddir æja og óa af hrifn- ingu. Loks þegar aöeins fáir bögglar eru eftir kallar hann upp nafr, Johnnys Relf og Betty Lou Marvel. Ef satt skal segja kallar hann nöfn þeirra upp með svo stuttu millibili að þau mætast við tréð án þess þó aö gera annað þar en senda hvort öðru eitrað augnaráö. Hlunkur segir hreint ekki neitt við Johnny þegar hann afhendir honum pakkann þvi hon- um finnst að hann hafi talaö nóg með þvi að víkja eins atkvæðis orðum að börnunum. En þegar fröken Betty Lou kemur brosir hann til hennar og segir: — Gleðileg jól, fröken litla. — Gleðileg jól, sveinki, segir hún. — En ég trúi nú samt ekki á þig. Sem hún gengur á brott tekur hún strax til við að rífa upp pakkann. Skyndilega rekur hún upp óp og tekur á rás í átt að Johnny Relf en í sama bili hefur Johnny opnað sinn pakka og tekur á rás í átt að Betty Lou. Þau mætast nokkurn veginn á miöri leið og taka að fálma hvort i annað fyrir allra augum. Svo er nefnilega að sjá að gjöfin til Betty hafi veriö hringur með ferningsslípuðum demanti og öskjunni fylgir kort sem segir að þetta sé frá Johnny til hans ástkæru. Gjöfin til hans er ermahnappar með svörtum perlum ásamt korti sem segir að þeir séu til Johnnys með hjartans kveðju frá Betty Lou. Auðvitaö fer enginn að kanna málið frekar en seinna þegar einhver tekur sig til, þykir það næsta sérstæð tilviljun að skriftin á báðum kortunum er allt að einu og ekki sérlega nett. En allir komast að þeirri niðurstöðu að það hafi allt verið fyrir skikkan forsjónarinnar og láta þar við sitja því návist forsjónarinnar er talin mikil heiður á Palm Beach. Ef satt skal segja veitir enginn neinu sérstaklega mikla athygli á þessari stundu nema hamingjubríma Betty Lou og Johnnys ef undan er skilin frú Mimm en hún virðir Hlunk fyrir sér með ísmeygilegri árvekni. Hlunkur er sér þess þó óvitandi þegar hann gengur þangað sem frú Brokebaugh situr cg réttir henni böggul án þess aö kalla upp nafn hennar. Þvi næst snýr Hlunkur aftur til hússins til að afklæðast jólasveina- búningnum, innheimta launin og hafa sig á brott af þessu svæði áður en nokkur kemst að þvi aö hann skrifaði kortin þegar hann var einsamall í böka- herberginu og skipti á þeim og öðrum sem stiluðu hringinn á frú Mimm meö kveðju frá Johnny en svörtu perlurnar hafði Johnny átt að fá frá frú Mimm, í báðum tilvikum meö ástarkveðju. I því að Hlunkur er á leið inn eftir löngum gangi fær hann það allt í einu á tilfinninguna að hann sé eltur og þegar hann lítur um öxl sér hann frú Mimm fyrir aftan sig. Eitthvað í fari hennar fær Hlunk til að herða á sér og þá tekur hann eftir því að frú Mimm er heldur fljótari á fæti en hann. Þvi smeygir Hlunkur sér inn i opna dyragætt í trú og trausti þess að þar sé honum undankomuleið búin. En því gleymir hann að vegna umfangs sins er honum allajafna ráðlegast að vinda sér á hlið þegar hann gengur um gættir. Hann gengur rakleitt að dyrunum og fyrr en varir situr hann fastur í þeim. Um leið verður hann var megnra óþæginda i suöurendanum því svo er að sjá sem frú Mimm hafi gleymt því að hún er fín frú og svo er einnig að finna að skór þeir sem dömur nota nú til dags fái valdið meiri sársauka en allir venjulegir skór. Meðan þessu fer fram verður uppi nokkur atgangur á veröndinni því frú Brokebaugh er svo brugðið að fá jóla- gjöf að henni verður um megn að opna pakkann sem Hlunkur lét hana fá. Herra Brokebaugh opnar því pakkann fyrir hana og finnur þar gyllta pjatt- skjóöu ásamt korti sem á sendur: — Til Ijúfu dúfunnar minnar. Frá Gregorio. Auðvitað getur Brokebaugh ekki með nokkru móti vitaö að þetta er gjöf Gergorios greifa til Betty Lou og að Hlunkur hefur ekki einu sinni skipt um kort heldur hefur hann einungis þurrkað út nafn Betty Lou og skrifaö nafn frú Brokebaugh I staðinn. Að sjálfsögðu veit Brokebaugh gamli hver Gregorio er. Ef satt skal segja hefur hann Gregorio fyrir augunum einmitt þetta augnablikið þar sem hann stendur ekki langt í burtu og fitlar við yfirskeggið. Hann virðist næsta gáttaður á þeirri uppákomu sem, með hléum, er fram haldið milli Betty Lou og Johnnys. Allt í einu rekur Brokebaugh upp org, stekkur fram og dregur upp úr vasa sínum byssu sem hann miðar á greifann og mælir eftirfarandi háum rómi: — Jæja, svo þú ert að manga til við konuna mína, þrjóturinn þinn. Nú, auðvitað hefur Gregorio greifi ekki hugmynd um hvað Brokebaugh gamli er að tala um en hann sér að Brokebaugh er á suöupunkti og hyggst hjóla i hann. Hann sér einnig skammbyssuna og eftir þvi að dæma hvernig hann snýst á hæli og tekur til fótanna er augljóst að Gregorio er enginn kjáni hvað sem annars má nú um hann segja. Hann reynir aö láta tré og runna bera milli sín og Brokebaughs meðan hann freistar þess að bjarga sér í átt að grjótveggnum að veröndina og ryöur i leiðinni um koll þremur yngismeyjum og tiu milljón dollara bankastjóra. Allan tímann er Brokebaugh á eftir honum, furðanlega sprettharður eftir aldri. Hann veifar skambyssunni og fer þess á leit við greifann að hann nemi staðarog láti skjóta sig. Hann nær ekki að komast almennilega i færi viö greifann fyrr en rétt í þann mund að Gregorio vippar sér yfir vegginn, lætur þá vaöa tvisvar sinnum en hittir í hvorugt skiptið. Að öllum líkindum bjarga skothvellirnir Hlunki frá frekari skaöa vegna þess aö við þá hleypur frú Mimm út á veröndina að aðgæta hvað sé um aö vera og í fjarveru hennar hnikar Hlunkur sér i gegnum dyragættina. Hlunkur segir því skilið við strendur Palm Beach og heldur til Miami og harmar það eitt að hafa ekki fengiö tækifæri til aö spyrja Betty Lou hvort hún sé nú farin að trúa á jólasveininn. Ari seinna segir hann mér þessa sögu þar sem við sitjum í ruggustólunum á veröndinni við McAllister hótelið. Viö erum að gera okkur vonir um að húkka einhvern sem er á leiö á veðreiöarnar og getur séö af tveimur sætum því við Hlunkur erum síður en svo múraöir sem stendur. — Sjáðu til, segir Hlunkur, jólin eru á .morgun og þess vegna datt mér þetta í hug núna. — Já, það er rétt, segi ég. — Það er skrítiö hvað timinn líður. En heyrðu, Hlunkur, var ekki dálítið illa farið meö Gregorio greifa; ekki einasta að hafa af honum tækifærið til að gifta sig fyrir nokkrar spírur heldur láta afbrýðisaman eiginmann nærri slá hann af I þokkabót. — Nei, segir Hlunkur. — Hreint ekki. Þú verður aö muna að hann kallaöi mig feitt fifl. Og þar að auki, segir Hlunkur, þá tók Brokebaugh af mér þá smán að þurfa að fletta ofan af því að Gregorio er fyrrverandi vikapiltur i veitingahúsi Vincentis á fimmtugasta stræti sem eftirlýstur er fyrir aö stela þrjátíu og sex dölum úr kassanum. Eg gæti aldrei fyrirgefið sjálfum mér að þurfa að siga lögreglunni á nokkurn mann, segir Hlunkur. En, segir hann, auðvitað hefði þaö verið fangaráðið til að koma í veg fyrir að Gregorio giftist Betty Lou. Það rann allt I einu upp fyrir mér af hverju ég kannaðist viö andlitið á honum þegar ég var að rölta um ströndina og hitti Betty Lou. Ég gleymi aldrei andliti. Nú, jæja. í þessari andrá nemur stór límúsína staöar fyrir framan hótelið og lifleg, hnellin dama hoppar út. Hún er uppáklædd og það stirnir á skartgripina hennar. Hún hleypur upp þrepinaðiveröndinniog fylgja henni þrir laglegir ungir menn, sólbrúnir og með yfirskegg. Hún er hláturmild og kát, virðist vel birg í bönkum og ég er næsta undrandi þegar hún skokkar upp að Hlunki, klappar honum á handlegginn og segir sem svo: — Gleðileg jól, sveinki. Svo hverfur hún og ungu mennirnir hlæjandi á eftir henni, jafnskjótt og þau komu, en Hlunkur starir á fimmtiu dollara seðil sem hann er með í höndunum. — Hún er frá Palm Beach, segir hann. — I hvert sinn sem einhver þaðan ber kennsl á mig víkur hann einhverju aö mér þvi fólkiö þar minnist þess aö frú Mimm borgaði mér aldrei fimmtíu dollarana sem hún var búin aö lofa mér fyrir að leika jólasvein. Mér skilst, segir Hlunkur, að á Palm Beach sé slíkt reginhneyksli. — Var þetta Betty Lou ? spyr ég. — 0, nei, svarar Hlunkur. Þetta var frú Brokebaugh. Ég man það núna að mér barst til eyrna að eftir að hún fékk jólagjöfina, sem hún heldur enn þann dag í dag að hafi veriö frá Gregorio greifa, hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að hún væri fædd sjarmadís og blómstri nú i hinu Ijúfa llfi. Og, segir Hlunkur, mér er sagt að eiginmaður hennar fái ekki rönd við reist. Jæja, ég óska þér gleðilegra jóla. — Gleöilegjól, Hlunkur, segiég. 49. tbl. Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.