Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 8
V
Wko
issulega hefiir færst
mjög í vöxt á undan-
förnum árum að eigin-
konur vinni utan heimil-
en svo virðist sem karl-
mennirnir fyrtist við og óttist
um stöðu sína ef þær gegna
ábyrgðarmiklum trúnaðarstöð-
um og fái Iaun í samræmi við
það. Þá er konan skyndilega
orðin samkeppnisaðili í staðinn
fyrir að vera stoð mannsins og
stytta í framabaslinu og það fell-
ur ákaflega illa að hugmyndum
Bandaríkjamanna um hið full-
komna hjónaband.
Á vinnumarkaðinum eru
bandarískir karlmenn orðnir
mjög óöruggir um sig gagnvart
konum sem eru hærra settar en
þeir sjálfir. Margir ganga út frá
því sem vísu að þær hafl nýtt sér
útlitið til að komast áfram og
telja sig hlunnfarna þegar kona
er tekin fram yfir þá við stöðu-
hækkun. Það veldur þeim líka
miklum sálarkvölum hvernig
þeir eigi að koma fram við
kvenkyns yfirmann. Higa þeir að
stíga í vænginn við hann, eiga
þeir að koma fram við hann eins
og hann væri karlmaður eða
eiga þeir að vera „dipló" og
koma fram af fyllstu kurteisi en
þó að leyfa yfirmanninum að
finna að hann sé kvenmaður?
Þeir 'virðast hreinlega ekki vita
hvaða leið þeir eiga að fara.
En hvernig skyldi þessu vera
háttað hér á landi? Erum við ís-
ienskir karlmenn jafn hræddir
um stöðu okkar og þeir banda-
rísku eða erum við opnari gagn-
vart framsókn kvenna á vinnu-
markaðinn? Að vísu verður að
taka tillit til þess að hér á landi
er sterkari hefð fyrir því að báð-
ir aðilar vinni úti en í Bandaríkj-
unum þar sem fólk kemst yfir-
leitt vel af á einföldum launum
mannsins ef hann er i þokkalegu
starfi.
Þó hafa ótrúlega fáar konur
komist í áhrifastöður hér á landi
miðað við hve margar þær eru á
vinnumarkaðinum. Yfirleitl eru
þær í fremur illa launuðum
störfum og hafa inun sjaldnar
mannaforráð en karlmenn.
Eitthvað er þó að rofa til að
þessu leyti og má sem dæmi
nefna að fyrir stuttu var í fyrsta
sinn ráðinn kvenmaður í banka-
stjórastöðu hér á landi. f stjórn-
málum eru þær einnig að sækja í
sig veðrið og við höfum haít
nokkra kvenkyns ráðherra, auk
forseta.
Til þess að reyna að grafast
fyrir um viðhorf íslenskra
karlmanna til kvenna og stöðu
kynjanna á vinnumarkaðinum
leitaði VIKAN til nokkurra þjóð-
kunnra manna og þeir voru
beðnir um að svara nokkrum
spurningum eftir bestu sam-
visku. Þeir sem féllust á að vera
með í þessari samantekt eru
Baldvin Jónsson, auglýsinga-
stjóri á Morgunblaðinu, Egill
Ólafsson tónlistarmaður, Eriðrik
Sophusson iðnaðarráðherra,
Ólafur Hauksson, framkvæma-
stjóri Stjörnunnar, Páll Magnús-
son fréttastjóri, Pétur Gunnars-
son rithöfúndur og Þorgils Ótt-
ar Mathiesen, fýrirliði íslenska
landsliðsins í handknattleik.
Sömu spurningar voru lagðar
fýrir þessa sjö menn og þó að
svörin séu álíka margvísleg og
mennirnir eru margir verður
ekki séð á þeim að þessi um-
rædda kreppa karlmanna í
Bandaríkjunum hafi gripið um
sig á meðal íslenskra karlmanna.
Fjórum fýrstu spurningunum
er ætlað að varpa ljósi á almennt
mat mannanna á konum en tvær
þær síðustu snerta sérstaklega
konur á vinnumarkaðinum.
Hverju veitirðu
fyrst eftirtekt
í fari kvenna?
Það var augljóst að viðmæl-
endunum þótti þessi spurning
vera langt frá því að vera þægi-
leg og þeir voru mjög varkárir
þegar svarið kom. Tveir þeirra,
Páll og Baldvin, nefndu augun
sem það allra fýrsta sem þeir
tækju eftir. Páll bætti því svo við
að auðvitað hefði útlitið í heild
eitthvað að segja og gæti vakið
áhuga á persónunni, en það yrði
að vera eitthvað meira, konan
yrði að bjóða af sér góðan þokka
og mætti ekki vera leiðinleg.
Baldvin sagði aftur á móti að
honum fýndist hann geta áttað
sig á persónunni í gegnum aug-
un og þess vegna væru þau það
mikilvægasta i fýrstu kynnum.
Egill: „Ég get ekki neitað því
að fallegir fótleggir eru það
fyrsta sem ég tek eftir, ef þeir
gefast. En ef viðkomandi er í
buxnadragt þá reyni ég að lesa í
gegnum buxnaskálmarnar. Ég er
forfallinn, sjáðu til. Iif ég má
nefna atriði númer tvö, af því að
þetta er nú eitt af mínum eftir-
lætisumhugsunarefnum, þá eru
það hendurnar. Hvernig við-
komandi mundar desertskeið til
að sækja sér örlítið triffle í skál
og þá í þriðja lagi staðfesta
augnanna á meðan trifflenu er
rennt niður.
Pétur: ,Að hún er kona. Ég
hef aldrei nákvæmlega gert mér
ljósa grein fýrir því hvað það er
sem ég veiti athygli. Hvað er
það? Jafnvel þegar tískan er úni-
sex í hárafari og klæðaburði þá
er þetta oftast á hreinu. Ætli það
sé eitthvert hormón?
Hinir þrír svöruðu þessari
spurningu stuttlega. Þorgils Ótt-
ar sagði að hann tæki fyrst eftir
fegurð, virðuleika, klæðnaði og
svo einhverju óskilgreinanlegu
sem sumir kvenmenn hefðu ein-
faldlega við sig. Friðrik sagðist
taka eftir heildaryfirbragði, þ.e.
persónuleika og framkomu.
Ólafur lagði áherslu á andlitið,
sérstaklega hvort konan brosi
með öllu andlitinu.
Hefur það breyst
með árunum eftir
hverju þú tekur fyrst?
Meirihlutinn svaraði þessari
spurningu einfaldlega neitandi,
þeir Baldvin, Þorgils Óttar, Ólaf-
ur og Pétur. Viðhorflð í sam-
bandi við fótleggina hefúr held-
ur ekki breyst hjá Agli, en svona
orðaði hann svarið: „Þannig hef-
ur þetta verið frá því ég var í
Gaggó aust og bráðhuggulegur
þýskukennari minn stóð við
krítarborðið veturlangt í and-
styggilegum svörtum síðbuxum
með hliðarvösum.
Þeir Friðrik og Páll vildu
meina að útlitið skipti þá ekki
eins miklu máli nú og áður, þá
sérstaklega á unglingsárunum.
Éða eins og Friðrik orðaði það:
„Ég bíð núorðið eftir því að þær
opni munninn."
Hvaða eiginleikar
telur þú að séu
mikilvægastir í
fari kvenna?
Oft er nú svo að þegar stórt
er spurt verður fátt um svör, en
ekki var komið að tomuin kof-
anum hjá viðmælendunum. Eftir
rækilega umhugsun gaf hver og
einn frá sér vendilega íhugað
svar og þau fara hér á eftir:
Ólaifúr: „Gott skap, húmor og
hreinskilni."
Friðrik: „Góðir eiginleikar
geta verið af svo mörgum toga
spunnir en ætli ástin og traustið
séu ekki mikilvægust hjá eigin-
konunni."
Pétur: „Góðar tatigar."
Páll: „Að manni líði vel í ná-
vist þeirra. Einhvers konar
samspil af greind og skemmti-
legheitum."
Þorgils Óttar: „Mér finnst
mikilvægast að konur séu glað-
lyndar, hafi skoðanir á hlutun-
um, hugsi um útlit sitt og að þær
séu barngóðar."
Baldvin: „Það er allur
pakkinn, allur kvenmaðurinn í
heild. Mér finnst mikilvægt að
konan sé djúpt hugsandi, með
áhuga á nánast öllu. Hún verður
að vera jákvæð, hafa gott
skopskyn, ánægju af lífinu og að
umgangast fólk. Þá er mjög já-
kvætt ef hún metur lífið út frá
mannlegu sjónarmiði."
Egill: „Þær hafa yflr að ráða
svo mörgum mikilvægum eigin-
leikum fýrir utan allt það sem
heilbrigðum sjáandi karlmanni
er boðið upp á og ég verð að
segja að þær miðla þessum
eiginleikum oftast af þvílíkri
kunnáttu að það hálfa væri nóg.“
Finnst þér að
eiginkonan eigi að
vera hluti af
ímynd mannsins?
Viðmælendurnir voru mjög
sammála í svörum sínum við
þessari spurningu. Þeir svöruðu
henni allir neitandi og flestir
nefndu það til að þeir vildu
greina á milli einkalífsins og
starfsins, vildu ekki t;ika vinn-
una með heim.
Páll sagði að heimilið ætti að
vera lausn frá daglega brasinu í
vinnunni en Þorgils Óttar bætti
því hins vegar við að óhjá-
kvæmilega gefi hjón í heild
ákveðna ímynd, Jiau fylli upp í
eyður hvort hjá öðru.
Ólafur: „Þetta er spurning
um vellíðan manna vegna þess
að þeir eru stoltir af konu sinni.“
Egill: „Mér finnst að það sé
frekar hægt að segja að maður-
inn sé hluti af ímynd konunnar.
Maðurinn leitar móðurinnar til
dauðadags, hún er sú eina
ímynd sem er skýr fyrir honum
án þess að það þurfi að tengjast
ödipusarduldinni."
Líður þér vel
innan um kvenfólk
sem hefur komist
til metorða
í viðskiptalífinu eða
stjórnmálum?
Egill: „Þar sem konur hafa
forráð gerist það sjaldnar að vit-
leysu sé komið í gang. Ég tel
mig hafa reynslu af því, ég á í
litlu fyrirtæki þar sem kona
stjórnar og allt sem hún gerir er
fúmlaust og án vitleysu. Móðir
mín rekur dugmikið fyrirtæki og
konan mín er framá í félagsmál-
um, svo ég get ekki sagt annað
en karlmannlegt „já“ við þessari
spurningu. Mér líður vel innan
um konur í metorðum."
Ólafur: „Það einkennir allt
8 VIKAN