Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 45
hafi fengið sitthvað „að láni“ hjá
Greene, en það er vafasamt.
Samt skrifaði nafnlaus höfundur
skömmu eftir fráfall þessa
Greene: „Greene var sá sem
lagði þann grunn sem við allir
höfum síðan byggt á.“
Engin hermikráka
Árlega eru leikrit eftir WS sett
á svið í fjölmörgum leikhúsum
samtíðarinnar. Hver leikstjórinn
og leikarinn á fætur öðrunt velt-
ir vöngum yfir hinu löngu
dauða skáldi, skáldi sem þó lifir
áfram í verkum sínum og spyr
fólk aftur og aftur þýðingarmik-
illa spurninga um lífið og tilver-
una.
í Englandi setja menn Shak-
espeare-leikrit æ oftar á svið. Og
í öðrum löndum finnst leikhús-
fólki að það verði að kljást við
sum verka meistarans frá Strat-
ford hvað eftir annað. Þaó er
hægt að leika Hamlet á svo
marga vegu. Og á næstunni mun
íslendingum gefast kostur á að
sjá það frægasta leikrit WS í leik-
stjórn Kjartans Ragnarssonar í
Iðnó. Fólk er þegar farið að
pískra um nýstárleg tök leik-
stjórans, nýja túlkun Þrastar
Leós Gunnarssonar á Danaprinsi
og að gamla leikliúsið við Tjörn-
ina sýni á sér alveg nýja hlið,
hvernig sem það nú er hægt.
Við spurðum Kjartan Ragn-
arsson hvort hann hefði kannski
uppgötvað einhvern nýjan sann-
leik í Hamlet, eitthvað sem eng-
inn fræðimaður hefði hingað til
rekist á, eitthvað sem hann yrði
að fá að segja okkur, löndum
sínum?
„Nei,“ sagði Kjartan. Og neit-
aði að útskýra sína uppfærslu,
sagði bara að hann setti upp
Hamlet vegna þess að sig hefði
langað til að setja á svið gott
leikrit. „Þið verðið bara að bíða
eftir sýningunni," sagði KR.
— Er Hamlet farsi í þínurn
meðförum?
„Það verður trúlega hægt að
hlæja."
WS hinn fjölhæfi
Shakespeare hlýtur að hafa
skemmt sér vel á meðan hann
tórði. Maðurinn hefur svo aug-
ljóslega haft gaman af viðburð-
um sinnar tíðar, svo augljóslega
notið þess að tala, að skrifa, að
velta fyrir sér merkingu og upp-
runa orða- tilsvara og íhuga til-
finningar og langanir manna;
hann hefur verið fúllur af lífs-
nautn, þessi WS, í honum hafa
sameinast með óvenjulegum
hætti fræðimaður og skáld, leik-
ari og bísnissmaður (því á
endanum varð hann efnaður vel
og gat búið vel að sínum), gleði-
maður og agaður verkmaður.
Hvað um það — það er tilhlökk-
unarefni að eiga von á að sjá
öndvegisverk meistarans koma
á Iðnófjalirnar með vorinu.
GG.
SKEGGSNYRTIR
Höfum til sölu lítið
tæki frá Panasonic
sem einfaldar
til muna hirðingu
skeggsins, hvort sem
það er yfirvaraskegg
eða alskegg. Gengur
fyrir rafhlöðum og
kostar kr. 1.450.
JAPISS
BRAUTARHOLTI 2, S: 27133
OG KRINGLUNNI, S: 688199
VIKAN 45