Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 51

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 51
ekki. Hann sagði að ég væri við góða heilsu — sem eru góðar fréttir, en þið sögðuð að það væru „slæmar" fréttir í sambandi við mitt „mál“. Ég bað um trúnað ykkar en þið létuð blöðin komast í sögu mína. Hvaða máli skiptir það þó þeir hafl ekki nefnt mig með nafni - þegar þeir birtu nafh föður míns og heimilsfang okkar? Mamma bestu vinkonu rninnar leyfir mér ekki einu sinni að tala við hana lengur. Ég bað um vernd og þið létuð mig fá félagsráðgjafa sem klapp- aði mér á kollinn og sagði „elskan“ (aðallega vegnaþess að hún mundi ekki hvað ég heiti.) Hún sendi mig á ókunnugt heimili þar sem ég bý með ókunnugu fólki á ókunnugum stað og ég er í ókunnugum skóla. Vitiði hvernig það er að búa á stað þar sem hengilás er fyrir ís- skápnum, þar sem þú þarft að spyrja hvort þú megir nota sjampóið og þar sem þú mátt ekki nota símann til að hringja í vini þína? Þú venst því að heyra: „Hæ, ég er nýi félagsráðgjaflnn þinn, þetta er nýja fóstursystir þín, ráðskonan þín, upptöku- heimilið þitt.“ Þú læðist um og flnnst þú alltaf vera gestur og færð ekki einu sinni að fylgjast með hvolpinum þínum stækka og þroskast. Vitiði hvernig það er að eiga fleiri félagsráðgjafa en vini? Vitiði hvernig það er að vera sá sem allir kenna um alla erflð- leikana? Jafnvel þegar þau töl- uðu við mig þá var ekki talað um annað en lögfræðinga, sál- fræðinga, fjármál og hvort þau myndu missa húsið. Vitiði hvernig líðanin er þegar systir þín hatar þig og bróðir þinn kallar þig lygara? Það eru mín orð gegn pabba. Ég er 12 ára og hann er bankastjóri. Þið segist trúa mér — svo hverjum ætti svo sem ekki að vera sama þó eng- inn annar geri það? Ég bað ykkur um hjálp og þið þvinguðuð mömmu til að velja milli mín og pabba - hún kaus hann auðvitað. Hún var hrædd og hafði miklu að tapa. Ég hafði miklu að tapa líka, en munurinn var sá að þið sögðuð mér aldrei hversu miklu. Ég bað ykkur um að sjá til þess að misnotkuninnni yrði hætt — en þið sáuð um að öll fjölskylda mín hætti við mig. Þið tókuð í burtu nætur mínar í hel- víti en gáfúð mér í staðinn daga í helvíti. Þið skiptuð á einkamar- tröð minni fýrir aðra sem er al- menningseign! A. 12 ára Stjörnuspá fyrir vikuna 10. -16. mars Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Varla fer hjá því að þú verðir dálítið umtalaður í þessari viku. Þú skalt ekki setja slúðrið fyrir þig og ekki æðrast þótt eitthvað blási á móti um sinn. Innan tíðar hjaðnar þessi rógur. Nautið 20. apríl - 20. maí Bráðlega muntu fá upplýs- ingar frá óvæntum aðila sem koma þér að miklu gagni. Þú skalt ekki notfæra þér þær strax heldur spila trompunum út á réttu andartaki. Það verður áhrifaríkast. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní ( þessari viku þarftu að gæta vel tungu þinnar því hvöss tilsvör eru aldrei ýkja vinsæl og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Notfærðu þér út í ystu æsar tæki- færi sem býðst um helgina. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú ættir að hvíla þig vel í nokkra daga og láta ekki á þig fá þótt mikilvægar ráðagerðir sitji á hakanum um sinn. Að hvíldinni lokinni geturðu tekið til óspilltra málanna af endurnýjuðum krafti. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú verður að taka þig rækilega á ef ekki á illa að fara. Þú ert alltof værukær og tillitslaus við vini og kunningja. Hafnaðu tilboði um skjótfenginn gróða án mikillar vinnu. Honum fylgir ógæfa. Meyjan 23. ágúst-22. september Þér leiðist mikið um þessar mundir. En brátt verða leiðindin úr sögunni og þú fyllist á ný bjart- sýni á lífið og tilveruna og fyllist aukinni starfsorku. Bréf frá útlönd- um kemur þér á óvart. Vogin 23. sept. - 23. okt. Það kemur til orðahnipp- inga I fjölskyldu þinni af fjarska ómerkilegu tilefni. Þú mátt ekki láta undir höfuð leggjast að bæta sambúðina og gera andrúmsloftið á heimilinu jafn gott og áður. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Vikan verður tíðindalítil þar til um helgina. Þá fer fyrst eitthvað að gerast. Nokkur vanda- mál skjóta upp kollinum en einmitt þegar þau eru að komast á hæsta stig leysast þau á undursamlegan hátt. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Skyndilega lendir þú I ævintýrum sem þú hélst að þú ættir ekki eftir að upplifa. Þú hefur ástæðu til að v.rra í sjöunda himni yfir velgengni þinni enda útlit fyrir að hagur þinn muni senn vænkast. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú hefur talsverða minni- máttarkennd án þess að hafa nokkru ástæðu til þess. Brátt muntu fá óskir þínar uppfylltar. Þú átt I vændum viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Ef þú sýnir iðni og sam- viskusemi er ekki nokkur vafi á að þú nærð verðskulduðum árangri. Að vísu muntu ekki hafa af þessu beinar tekjur en sóminn er þér meira virði en álitleg fjárfúlga. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Þú ættir að láta til skarar skríða I málum sem snerta einkalíf þitt. Loftið er lævi blandið og inn- an tíðar gerist eitthvað sem kemur róti á hug þinn. Þú framkvæmir hugmynd sem þú hefur lengi velt fyrir þér. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.