Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 58

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 58
SKÁK Gildra í byriun tafls Sumlr skákmenn tefla varfæmislega í byrjun og reyna að koma mönnum sínum í ró og næði á fram- færi áður en þeir hefja bar- dagann. Svo eru liinir sem hafa unun af alls kyns brögðum og brellum í því skyni að koma andstæðingn- um í opna skjöldu eins fljótt og kostur er. f mörgum byrjunum fórnar annar aðilinn peði til að koma mönnum sínum sem fyrst fram á borðið . Einu nafni eru þessar byrjanir nefhdar brögð, eða „gambit" upp á útlensku. Slíkar byrjanir eru sérlega algengar á unglingamótum, svo ekki sé minnst á kaföhúsin. Peir sem tefla á kaffihúsum nenna ekki að standa í einhverjum skotgrafa- hernaði! Eitt þessara bragða er kennt við Budapest. Svartur fórnar þar peði og ef hvítur er ekki með á nótunum getur farið hræðilega illa fyrir honum. Sjáið t.d. skák Ef hvítur er ekkí með á nótunum getur farið hrœði- lega illa tyrir Jón L. Árnason. honum sem tefld var á opna tékkneska meistaramótinu í lok síðasta árs. Stohl, ungur og éfnilegur Tékki, hefúr hvítt, en svörtu mönnun- um stýrir Trapl, sem er eldri í hettunni og drekkur mikið kaffi: 1. d4 Rf6 2. c4 e5. Þetta er Búdapestarbragð. Eftir drápið er 3. - Rg4 algengast en svartur beitir fáséðri leið. 3. dxe5 Re4!? 4. Dc2. Hér er 4. RB Rc6 5. Rbd2 talið best. Er annars hægt að ætlast til þess að menn kunni þetta? 4. — Bb4+ 5. Rd2 d5 6. Rf3 Rc6 7. e3 Bg4 8. cxd5 Bxf3 9. dxc6? Lítur mjög vel út en hvítur mun sjá eftir því að hafa ekki leikið 9. gxf3 sem ætti að gefa honum ívið betra tafl. 9- — Dh4! Þrumuieikur. Svar hvíts er þvingað. Eftir 10. gxf3 Dxf2+ 11. Kdl Rxd2 tapar hann í nokkrum leikjum. 10. g3 Rxg3! 11. fxg3 Dh6 Nú er kóngshrókurinn í uppnámi en aðalhótunin er 12. — Dxe3+ og mát í næsta leik. 12. Bb5 Dxe3+ 13. Kfl 0-0! 14. Rxf3 Dxf3 15. Kgl Ba5! 16. h3 Dxg3+ 17. Dg2 Del+ 18. Dfl Dg3+ 19. Dg2 Hvítur berst um á hæl og hnakka en kóngsstaðan er svo opin að til lengdar kemur hann engum vörnum við. 19- — Dxe5 20. De2 Bb6+ 21. Kg2 Dd5+ 22. Kh2 Hae8 23. Dc4 De5+ 24. Kg2 Hd6 25. Hdl Hg6+ 26. Khl Dh5 27. Dd3 Hd6! og hvítur gafst upp. BRIDGE Zia vann sveitakeppnina Stórmóti Flugleiða er skipt í tvennt. Fyrst var spilaður tvímenningur 48 para, en þar á efitir Monrad sveita- keppni 48 sveita. Að þessu sinni eins og síðasta ár, unnu erlendir gestir báðar keppnirnar. Mörg ár eru síð- an íslendingar unnu aðra hvora keppnina. Tvímenninginn í ár unnu Sví- arnir Gullberg og Sundelin, en sveitakeppnina vann sveit undir forystu pakistanans Zia Malimo- ud. Sumir telja hann besta spil- ara heims í dag. Þetta var fjórða árið í röð sem hann spilar á stór- móti Flugleiða, en í fyrsta sinn sem hann vinnur keppni. Með honum í sveit voru George Mit- telman, Ron Smith og Billy Cohen. f næstu þremur sætum voru íslendingar og munaði aðeins einu stigi á milli þeirra. Sveit Pólaris var í öðru sæti með 134 stig, sveit Braga Haukssonar í þriðja sæti með 133 stig og sveit Jóns Þorvarðarsonar með 132 stig. Spil vikunnar er frá leik Braga Haukssonar við Sigmund Stef- ánsson. Sveit Braga tapaði 5 impum á spilinu, þrátt fyrir að hafa náð ágætum samningi á spilin: AKD KGXX ADGXXX GXXX 10X 9XX AXXX lakistaninn Zia Mahmoud er talinn einn besti bridge- spilarí heims í dag.,. Norður opnaði á einu laufi (precision) suður sagði 1 tígul og vestur skaut inn í einu hjarta. Norður sagði tvo tígla og suður þorði ekki annað en halda opnu og segja 3 tígla. Sagnir enduðu síðan í 5 tíglum. Austur hitti á spaða út, átti sjálfur K10X í tígli svo spilið var óvinnandi. En lík- urnar voru góðar í upphafi, tíg- ullinn 2-2 kóngur blankur eða hagstætt útspil hefði getað kom- ið spilinu heim. 58 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.