Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 36

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 36
Þetta er töluverð breyting frá því sem áður var. Er Alfred Kinsey, og sam- starfsmenn hans, birtu hinar þekktu kannanir sínar í kring- um 1950 á kynlífsvenjum karla og kvenna (Sexual Behavior in the Human Male og Sexual Be- havior in the Human Female) komu tölur um framhjáhald fólki í opna skjöldu. Á þessu tímabili „hins trausta hjóna- bands“ löngu fyrir tíma áreið- anlegra getnaðarvarna, kynlífs- byltingarinnar og jafnréttis- hreyfmgar kvenna, voru ástar- sambönd utan hjónabands síð- ur en svo sjaldgæf. Gögn Kins- ley gáfu í skyn að allt að helm- ingur eiginmanna og fjórðung- ur eiginkvenna á þessum tíma höfðu staðið í framhjáhaldi áður en þau náðu fertugsaldri. Að standa í framhjáhaldi hef- ur löngum verið álitið skammarleg og óheiðarleg hegðun og svo er enn, en fjöldi giftra lætur það álit ekki á sig fá og sem fyrr segir bend- ir nú allt til að konur séu að ná körlum á þessum vettvangi. Lítil tölfræði til Mjög erfitt er að átta sig á umfangi framhjáhalds á íslandi því engar kannanir eru til á þessu sviði hérlendis og því ekki hægt að gefa sér neinar tölur þar að lútandi. Annað sem gerir málið erfiðara er hversu hátt hlutfall fólks hér- lendis býr í óvígðri sambúð. Samanburður við Bandaríkin til dæmis verður ómarkviss m.a. vegna þessa þáttar og þótt ljóst sé að skilnaðir á íslandi nú séu ört vaxandi miðað við önnur lönd, svo sem Bandarík- in, er hlutfall óvígðrar sam- búðar hér mun hærra en þar og líta ber á að þegar slitnar upp úr óvígðri sambúð er slíkt framhjáhald eiginkvenna Eru að ná körlunum í þessum efnum Hjúskaparbrot, hið lagalega nafn yfir framhjáhald, er ein algengasta orsök skilnaðar hér á landi. Að vísu eru ekki til neinar áreiðanlegar tölur um tíðni þess hérlendis en talið er að það liggi að baki 30-40% allra lögskilnaða. Hérlendis skortir algjörlega kannanir á kynlífsvenjum fólks sem orðið er tvítugt eða eldra en samkvœmt nýjum könnunum í Bandaríkjunum kemur í Ijós að giftar konur eru nú að ná körlunum, hvað framhjáhald varðar og sýna þessar kannanir að allt að helmingur giftra kvenna hefur átt í ástarsambandi, utan hjónabands síns áður en þœr ná fertugsaldri. Sambœrilegar tölurfyrir karlana liggja á bilinu 55% til 65%. hvergi fest á skrá. En nú stendur þetta til béita að hluta til og má nefna í því sambandi að prófessor Þórólf- ur Þórlindsson í Háskólanum vinnur nú að viðamikilli könn- un á skilnuðum hérlendis og nær könnunin til skilnaða á tímabilinu 1904 til 1985. Hér er um stórt verkefni að ræða þar sem hátt í 12.000 skilnaðar hafa orðið hérlendis á þessu tímabili, mjög fáir fyrstu árin en á síðustu árum eru þetta orðnir um 500 lögskilnaðir á ári og um 400 skilnaðir frá borði og sæng. Tölur um árið 1987 liggja enn ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni virðast skilnaðir á því ári ætla að verða svipaðir og árið á undan, 1986. Þá voru skráðir hér 498 lögskilnaðir og 420 skilnaðir frá borði og sæng. Árið 1985 voru skráðir hér 543 lögskilnaðir og 437 skilnaðir frá borði og sæng. Hér verður svo að taka með í dæmið að um tvítalningu get- ur verið að ræða í sumum til- fellum, það er að skilnaðir frá borði og sæng verði að lög- skilnuðum á árinu svo og þess að oft lýkur skilnaði frá borði og sæng með því að viðkom- andi hjón taka saman aftur. Sem fyrr segir er framhjá- hald ein algengasta orsök lög- skilnaða hérlendis en um um- fang þess í íslensku jijóöfélagi að öðru leyti er lítið hægt að fullyrða enda ekki hér um mál að ræða sem fólk er almennt tilbúið að ræða á opinberum vettvangi. Það sem einnig hamlar því að hægt sé að gera sér grein fyrir umfangi þess er skortur á könnunum á kynlífsvenjum ís- lendinga. Pétur Guðjónsson (Flokkur mannsins) gerði slíka könnun fyrir 20 árum síðan en telja verður margar af niður- stöðum hennar úreltar og svo hafa verið gerðar nokkrar kannanir á viðhorfum skóla- nema, bæði grunnsk()Ia og framhaldsskóla, til kynlífs og kynlífsfræðslu. Svikinn/svikin En livað sem umfángi fram- hjáhalds hérlendis viðvíkur eru viðhorf þeirra sem Ienda í slíkum málum, bæði fórnar- lambana og hinna seku, nokk- uð hin sömu hvar sem er í heiminum og í þeirri könnun sem staðið hefur yfir í Banda- ríkjunum er mikið fjallað um þann þátt málsins með viðtöl- um við fjölda fólks. Við sem teljumst til vest- rænnar menningar höfum á undanförnum áratugum orðið vitni að gjörbyltingu á viðhorf- um fólks til kynlífs og öllu sem tengist því en þrátt fyrir það eru flestir makar særðir djúp- um sárum er þeir komast að því að félagi þeirra hefur farið út fyrir bönd hjónabandins. Þetta á við þótt makinn sem svikinn var hafi áður leikið sama leikinn gagnvart félaga sínum. Einn eiginmaður sem átt hafði í sambandi utan hjónabands síns í nokkur áf áður en hann uppgötvaði að kona hans hafði leikið sama leikinn lýsti viðbrögðum sín- um á eftirfarandi hátt: „Ég varð fjúkandi reiðuf, svikinn. Mér fannst að ég gæu ekki treyst henni. Mér fannst að það væri einhver annaf þarna úti sem vissi allt um mig og sem hefði af þeim orsökum sigrað. Jafnvel þótt ég vissi ekki hver hann væri hafði hann unnið mig, tekið frá méf eitthvað sem ég hafði einka- rétt á.“ Þessi maður var reiðari hin- um ókunna elskhuga en hann var konu sinni. Reynsla hanS að hann hefði tapað í þessum þríhyrningi er síður en svo sjaldgæf. í rannsókn sem gcfð 36 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.