Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 54

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 54
Úr hestaábreiðum í buxur Elstu gallabuxur sem varðveist hafa. Þær eru framleiddar af Levi Strauss einhvern tíma fyrir 1893. Efnið er brúnt bómullarefni en eins og sjá má hefur sniðið ótrúlega lítið breyst á þessari öld. Gallabuxnaauglýsingar hafa alltaf verið miðaðar við ungt fólk og mikið reynt til að ná athygli þess. Framleiðandi gallabuxnanna sem gerði þessa auglýsingu fór þó yfir strikið og árið 1977 var hún bönnuð. voru í raun úr fínu efni en saum- arnir voru tvístungnir. í dag myndi ekki nokkrum manni detta í hug að kalla slíkar flíkur gallabuxur. Ef litið er á sígildar gallabux- ur eru þær úr sterku bómullar- efni, svonefndu nankini, lituðu með indígó. Buxurnar eru sniðnar þannig að skásniðnum fleygum er bætt við bakstykkin ofanverð. Buxnastrengurinn er tvöfaldur og á honum beltis- smeygar. Vasarnir eru fimm, tveir utanástungnir rassvasar, tveir innfelldir vasar að framan, annar þeirra með smápeninga- vasa að innanverðu. Saumarnir eru tvístungnir með gulum þræði og málmbólur og styrkt- arsaumar eru þar sem mest á mæðir. Hnapparnir eru úr málmi og merki framleiðandans er gjarnan áberandi. Gallabuxurnar eru að sjálf- sögðu upprunnar lirá Bandaríkj- unum, nánar tiltekið San Frans- isco, og maðurinn sem mestan heiðurinn hefur hlotið fyrir að hafa fúndið þær upp er Levi Strauss. Þó má segja að félagi hans, Jacob Davis, hafi átt stærri hlut í sköpuninni. Upp úr miðri síðustu öld kom Davis til San Fransisco til að reyna að græða á gullæðinu sem hafði heltekið Kaliforníu. Honum gekk þó ekki vel til að byrja með og tók til við að sauma hestaábreiður til 54 VIKAN hann dýrmæta reynslu í að sauma úr grófú lérefti. Þegar einn viðskiptavinurinn bað hann svo um að sauma á sig sterkar vinnubuxur notaði hann léreftið sem hann hafði notað í ábreiður. Tvinnann valdi hann af mikilli kostgæfni og þar sem honum fannst þurfa styrkti hann buxurnar með málmbólum, al- veg eins og hann hafði styrkt reimafestingarnar á teppunum. Það þarf ekki að orðlengja það að þessar buxur reyndust ffá- bærlega sem vinnuflík og fljót- lega bárust fréttir af þessum undrabuxum víða. Pantanir streymdu inn og Davis annaði engan veginn eftirspurninni eins síns liðs. Uppnuminn yfir velgengninni ákvað hann að sækja um einkaleyfi fyrir hug- myndinni og jafhframt því að auka framleiðslugetuna. Þá var komið að þætti Levi Strauss sem var búinn að koma sér fýrir sem kaupmaður og Davis hafði áður keypt efni af. Þeir gerðu samstarfssamning og saman framleiddu þeir fyrstu Levis gallabuxurnar árið 1873. í fyrstu var efnið í þeim brúnleitt gróft bómullarefni, en síðar var tekið til við að lita efttið blátt með indígó. Gallabuxur voru hannaðar sem vinnubuxur og því var ekki lagt mjög mikið upp úr litun- inni. Þar af leiðandi voru þær ekki gegnumlitaðar, heldur var efnið hvítt inni við miðju. Eftir því sem buxurnar slitnuðu svo og voru þvegnar Iýstust þær. Þessu einkenni hefúr verið hald- ið við allt fram á þennan dag og þeim sem ganga í gallabuxum flnnst þær varla vera orðnar al- mennilegar fyrr en þær eru slitnar og upplitaðar. Þá fýrst er komin „sál“ í þær. Þó að Strauss og Davis hafl átt mikilli velgengni að fagna í framleiðslunni á gallabuxum leið tæp öld þar til þær urðu annað og meira en vinnufatnað- ur. Notkun á þeim varð strax út- breidd meðal bænda, kúreka, sjómanna, gullgrafara og verkamanna. Ýmis afbrigði komu til sögunnar, þar á meðal smekkbuxurnar sem urðu mjög vinsælar á meðal bænda. Það var svo í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, tæpri öld eftir að Davis hafði saumað fyrstu gallabuxurnar, að þær urðu vinsæll fatnaður hjá ungu fólki. Þegar bandarísku her- mennirnir sneru heim frá Evr- ópu og Asíu héldu þeir áffam að nota gallabuxur eins og þeir höfðu vanist í hernum og tískan var fljót að breiðast út en ein- skorðaðist þó við unga karl- menn fýrstu árin. Föt handa unglingum Upp úr 1950 urðu miklar breytingar á högum unglinga í vestræna heiminum. Næga vinnu var að fá, bæði fyrir ung- lingana sjálfa og foreldra þeirra. Tekjur fólks jukust hratt og skyndilega var orðin til kynslóð unglinga sem hafði peninga til að spila úr. Nú var í fýrsta sinn hægt að höfða til unglinganna sem neytenda en ekki foreldra þeirra og meðal þeirra vara sem áhersla var lögð á voru galla- buxur. Eftir því sem leið á sjötta ára- tuginn festu gallabuxurnar sig æ meira í sessi og má þar miklu þakka ímyndinni af harðsoðnum töflúrum sem búnir voru til á hvíta tjaldinu vestur í Holly- wood. Leikarar eins og Marlon Brando og James Dean urðu á- trúnaðargoð og fyrirmyndir ungmenna, kaldir utangarðs- menn í gallabuxum og stutt- ermabol. Þá fór líka að bera á því að stelpur sem vildu vera virkilega „töff' fóru að ganga í gallabuxum. Unglingarnir voru orðnir sjálfstæðari en áður, og hlustuðu á rokktónlist og klæddu sig eins og þeim sýndist, foreldrum sínum til mikillar armæðu. Kvenfólk uppgötvar buxnaklaufina Þróunin hélt svo áfram á sjö- unda áratugnum og um hann miðjan urðu mikilvægar breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.