Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 66
RAUPAÐ OG RISSAÐ
Gunni sóf
ogfrúin
Gunnar Haraldsson bílasali á
Akureyri og í Reykjavik er
jafhan kallaður Gunnar sót eða
Gunni sót og er viðurnefnið
þannig til komið að hann var á
sínum tíma sótari á Akureyri. Sú
starfsgrein er nú löngu aflögð í
þeim bæ sem og víðar þar sem
hitaveita hefur tekið við af kola-
eða olíukyndingu.
Segja má að Gunni sót sé
orðin þjóðsagnapersóna í
lifanda lífi enda maðurinn
litríkur persónuleiki.
Eiginkona Gunnars heitir
Valgerður og er hún kaupmaður
á Akureyri og hefúr um margra
ára skeið rekið verslunina
Skemmuna þar í bæ af miklum
skörungsskap.
Eitt sinn þurfti Gunnar á
skammtímaláni að halda og bað
konu sína að lána sér eina
milljón (þetta var fyrir mynt-
breytinguna). Valgerður kvaðst
myndi lána honum milljónina
pieð því skilyrði að hann færi í
bindindi. Þá sagði Gunnar:
„Hvað segirðu um hálfa
milljón?"
Skírlífu
systurnar
Systur tvær höfðu lifað saman
langa ævi og hafði hvorug verið
við karlmann kennd að best var
vitað. Nú kom að því að önnur
systirin dó drottni sínum. Fór
þá hin systirin að gera ráðstafan-
ir vegna jarðarfararinnar. Kom
hún m.a. til líkkistusmiðsins og
bað hann smíða kistu fyrir
systur sína. Smiðurinn spurði
hvaða lit hún vildi hafa á
kistunni. „Snjóhvítan", svaraði
konan, „eins og lífið hennar
systur minnar".
Líkkistusmiðurinn skrifaði
niður pöntunina, en þegar hann
hefur lokið því segir konan.
„Ætli það sé ekki best að ég
panti kistu handa mér líka. Það
verður varla langt á milli okkar“.
,Já,“ svarar smiðurinn, „og
hvernig á hún að vera á litinn"?
„Snjóhvít líka,“ svarar konan
að bragði, en bætir svo við eftir
nokkra umhugsun: „Heyrðu
annars, hafðu hana aðeins
kremaða".
Eldibrandur
Kamban
Fyrir mörgum árum vann
ungur galgopi á bílaverkstæði
hér í Reykjavík. Þessi ungi
maður varð fyrir því óláni að
brennast illa er hann var við
vinnu í einni af „gryfjum“ verk-
stæðisins. Pera brotnaði í ijósa-
hundi og komst eldur í föt
mannsins þegar neisti hljóp í
bensínmettað loftið í gryfjunni.
Hljóp ungi maðurinn upp úr
gryfjunni og logaði í fötum
hans. Félögum hans tókst loks
að ná honum og slökkva eldinn
í fötum hans en talsvert brennd-
ist ungi maðurinn.
Eftir sjúkraliússvist mætti
ungi maðurinn aftur til vinnu
sinnar, en ekki kom alvara
málsins í veg fyrir uppnefni
vinnufélaganna. Gekk hann
eftir þetta undir nafninu Eldi-
brandur. Líður nú tíminn, en
kemur að því, að ungi maðurinn
er að skemmta sér, eins og það
er kallað. Fær hann þá fráleitu
hugmynd að taka glæsivagn,
sem var til meðferðar á verk-
stæðinu, traustaki. Ekur hann
nú sem k>ið liggur austur fyrir
fjall. En unga manninum varð
það á að gleyma beygjunum í
Kömbunum og ók hann því
ff am af Hellisheiðinni. Glæsibíll-
inn gjöreyðilagðist, en ungi
maðurinn slapp svotil óme'idd-
ur. Eftir þennan atburð lengdist
hið nýja viðurnefni mannsins
unga og var hann eftir þetta
nefndur Eldibrandur Kamban.
Ógift
og barnlaus
Eyþór í Lindu á Akureyri er
löngu þjóðkunnur iðnrekandi
og jafnan kenndur við fyrirtæki
sitt. Eyþór er góður ambögu-
smiður og eru margar skemmti-
legar setningar eftir honum
hafðar.
Eitt sinn mætti Eyþór kunn-
ingja sínum á götu og tóku þeir
tal saman. Kom fram í tali
kunningjans að hann væri að
koma frá jarðarför. Eyþór spurði
hvern hefði verið að jarða og
nefndi kunninginn nafn konu
nokkurrar, en ekki kom Eyþór
nafninu fyrir sig. Til nánari
skýringar sagði kunninginn að
konan hefði dáið bæði ógift og
barnlaus. Þá sagði Eyþór:
,Já, var það hún? Ég þekkti
móður hennar, hún dó líka
bæði ógift og barnlaus."
Haukur pressari
og kærusturnar
Haukur heitinn pressari
Guðmundsson kom eitt sinn
inná gullsmíðaverkstæði hér í
Reykjavík. Var mikið spjallað
eins og jafnan þegar Haukur
kom í heimsókn. Þar kemur að
einn gullsmiðanna spyr Hauk
hvort hann eigi ekki kærustu
núna. Þá svarar Haukur á sinn
sérstæða máta:
,Jú blessaður vertu, út um
hitt og þetta“.
TEXTI OC TEIKNINGAR EFTIR RACNAR LÁR.
óó VIKAN