Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 4
VIKAN 10. MARS 1988
8. TBL. 50 ÁRG. VERÐ KR. 198.
Útgefandi:
Sam-útgáfan
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
Sfmi 83122
Framkvœmdastjóri:
Sigurður Fossan Þorleifsson
Auglýsingastjóri:
Ingvar Sveinsson
Ritsfjórar og ábm.:
Pórarinn Jón Magnússon
Bryndfs Kristjánsdóttir
Hófundar efnis í þessu tölublaði:
Magnús Guðmundsson
Gunnar Gunnarsson
Adolf Erlingsson
Friðrik Indriðason
Gunnlaugur Rögnvaldsson
Vigdfs Stefánsdóttir
Jón L. Árnason
fsak Örn Sigurðsson
Helgi Rúnar Óskarson
Ævar R. Kvaran
Ragnar Lár
Páfi
Gfsli Ólafsson
Guðjón Baldvlnsson
Björg Randversdóttir
Þórarinn Jón Magnússon
Bryndís Kristjánsdóttir
Ljósmyndir:
Páll Kjartansson
Magnús Hjðrleifsson
Gunnlaugur Rögnvaldsson
Þórarinn Jón Magnússon
Adolf Erlingsson
Útiitsteikning:
Guðni Björn Kjœrbo
Setning og umbrot:
Sam-setning
Sigríður Friðjónsdóttir
Pála Klein
Árni Pétursson
Litgreiningar:
Korpus hf.
Filmuskeyting, prenfun, bókband:
Hilmir hf,
Prentun kápu:
Oddi hf.
Dreifing og áskrift:
Sími 83122
Ritstjórnarspjall
Lesendahópurinn kannaður
Eins og viö skýrðum frá í síð-
asta tölublaði Vikunnar gekkst rit-
stjórnin fyrir könnun meðal áskrif-
enda á viðhorfum þeirra til þeirra
breytinga sem gerðar voru í kjöl-
far eigendaskiptanna á blaðinu
síðastliðið ár. Þrátt fyrir að les-
endakönnun sú sem Félagsvís-
indastofnun Háskólans gerði fyrir
Verslunarráð, auglýsendur og
tímaritaútgefendur hafi sýnt og
sannað að breytingin hafi fallið
mönnum vel í geð vildum við afla
okkur nánari upplýsinga. í
könnuninni sat Vikan í þriðja sæti
ásamt Nýju lífi, en aðeins Mannlíf
og Hús & híbýli reyndust njóta
meiri athygli. Meira en annar hver
aðspurðra kvaðst lesa Vikuna.
Skömmu eftir að þessar upp-
lýsingar lágu fyrir fór könnun Vik-
unnar fram. Vösk sveit manna sat
við síma tvær helgar og nokkur
kvöld að auki og hringdi í hátt á
þriðja hundrað áskrifenda og
spjallaði við þá um blaðið. Hvað
þeir vildu helst sjá í blaðinu af
föstu efni, hvað mætti missa sín
og hvað mætti halda áfram.
Við gerum betur
Hér verður ekki farið út í að
rekja niðurstöður þessarar
könnunar, en hún leiddi margt
fróðlegt í Ijós sem skilar sér nú í
breyttu blaði - og á eflaust eftir að
leiða til frekari breytinga til batn-
aðar.
Þetta nýjasta tölublað Vikunn-
ar, sem þú nú hefur í höndunum,
talar sínu máli um breytingarnar.
Þeim þarf tæpast að lýsa hér.
Flettu bara blaðinu og kynntu þér
þær af eigin raun.
En ( stuttu máli sagt; blaðið
höfðar nú væntanlega enn meira
til kvenna en karla þó karlmenn
finni margt bitastætt í blaðinu við
sitt hæfi líka.
Þær breytingar sem nú er verið
að gera á blaðinu gera það að
verkum að það kemur út aðra
hverja viku fyrst um sinn.
Þær útlitsbreytingar sem gerð-
ar hafa verið eru kostnaðarsam-
ari en útgerð blaðsins undanfarna
mánuði. Samt sem áður kemur
það ekki nema að litlu leiti fram í
útsöluverðinu. Verðhækkunin er
ekki nema 18 krónur og er Vikan
því eitt allra ódýrasta tímaritið á
markaðnum enn í dag.
Peugeot 205 vinningur
í afmœlisgetraun
Að sjálfsögðu erum við í hátíð-
arskapi. Bæði vegna þess hve
Vikunni hefur vegnað vel í okkar
höndum, vegna breytinganna
sem við nú erum að gera á henni
til enn betri vegar og svo auðvitað
líka vegna þess, að á þessu ári
eru liðin 50 ár frá því blaðið hóf
göngu sína.
Því er það sem við efnum til
veglegrar getraunar þar sem
vinningurinn er glæsilegur smá-
bíll að verðmæti 405 þúsund
krónur. Hann er af gerðinni Peug-
eot 205 og hefur hlotið margvís-
legustu verðlaun og viðurkenn-
ingar eins og fram kemur i grein
um bílinn á blaðsíðu 35.
Þátttökurétt eiga allir áskrifend-
ur Vikunnar bæði hinir eldri og
eins þeir sem fylla út áskriftarseð-
il og póstleggja fyrir 31. maí
næstkomandi, en þá verður dreg-
ið um bílinn.
Getraunin er einfaldlega fólgin
í því, að krossa við í réttan reit á
áskriftarseðlinum þar sem spurt
er hvenær Vikan hóf göngu sína.
Eldri áskrifendur geta einnig sent
inn áskriftarseðla með lausn get-
raunarinnar, en verða þá að
muna að krossa við í reitinn þar
sem fram kemur að viðkomandi
sé þegar orðinn áskrifandi.
Það þarf ekki að taka það fram,
að Vikan er ódýrari í áskrift en
lausasölu. Mánaðaráskrift kostar
aðeins 296 krónur. Það er ekki
mikið fyrir vandað tímarit. - Og
svo má ekki gleyma möguleikan-
um á því að þú verðir einum bíl
ríkari í maí! Svo er líka það, að
þú hreppir hlutverk „blaða-
manns" og farir ásamt ættingja
eða kunningja þínum í lúxusferð
til útlanda fyrir Vikuna líkt og hún
Guðrún sem sagt er frá á blað-
síðu 13.
Nýr ritstjóri
Þegar Vikunni hefur nú verið
breytt í kvennablað þótti ekki
annað hægt en að hleypa kven-
manni í annan ritstjórastólinn.
Magnús Guðmundsson vék úr
sæti fyrir Bryndísi Kristjánsdóttur,
sem gegnt hefur hlutverki rit-
Ritstjórarnir Byrndís Kristjánsdóttir og Þórarinn Jón Magnússon sjást hér bollaleggja breytingarnar
á Vikunni ásamt Árna Péturssyni umbrotsmanni. í baksýn sjást þær Sigríður Friðjónsdóttir og Pála
Klein, sem annast setninguna. - Ljósm.: Páii Kjartansson.
PfH, W'—_ V
~ V -
4 VIKAN