Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 43

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 43
Vennum sá að við svo búið mátti ekki lengur standa, fqr aftur á fund Roíf-hjón- anna og sagði þeim að eitthvað yrði að taka til bragðs. Væru þau fáanleg til þess að koma heim og leyfa Lurancy að sjá þau? Ef til vill gæti það með einhverjum hætti orðið til góðs. Fjórum dögum eftir að Lurancy kom fjölskyldu sinni á óvart með því að tii- kynna að hún væri Mary Roff komu Roff- hjónin ásamt Minervu dóttur sinni í heim- sókn til Vennum-fjölskyldunnar. Þegar þau nálguðust á gangstéttinni, enn hálfa hús- lengd undan, leit Lurancy upp og sá þau. Hún spratt þegar á fætur og hrópaði: „Þetta er mamma og systir mín Nervie!“ Þegar hin raunverulega Mary Roff var lifandi hafði hún alltaf kallaði eldri systur sína Nervie allt frá því að hún gat sagt það. Stúlkan fleygði sér nú í faðm frú Roff og Minervu og gleðitárin streymdu niður kinn- ar hennar. Konurnar komust í mestu vand- ræði og vissu ekki hvernig þær ættu að snú- ast við þessu. Hún var óskyld stúlka sem hélt því fram að hún væri elskaður ættingi sem þær vissu að var dáinn. En hún lét sig það engu skipta og rabbaði við þær um gamla vini og um fjölskylduna sem þær hefðu verið að heimsækja þegar hún dó í Peoría þrettán árum áður. Hún spurði um litla bréfaöskju sem Mary Roff hafði fengið að gjöf frá vinum sínum skömmu fyrir and- lát hennar. Höfðu þær varðveitt bréfin? Frú Roff, sem nú var komin í mikla geðs- hræringu, fékk stunið því upp að þær hefðu gert það. Stúlkan tók svo að þylja upp ýmiss konar skilaboð úr sumum bréfanna og þeg- ar frú Roff kom aftur heim þennan dag komst hún að því að allt var jíað nákvæm- lega rétt hermt. Eftir þessa stuttu heimsókn tók Lurancy að kreíjast þess að hún fengi að búa hjá Roff- fjölskyldunni. En foreldrar hennar voru þeirrar skoðunar að slíkt myndi verða byrði á Roff-hjónunum ef þau tækju það í mál því til þess væru sterkar líkur að Lurancy fengi aftur ofsaleg geðveikiköst eins og læknarnir höfðu spáð. En Lurancy fékk vilja sinn og 11. febrúar árið 1887 fór hún til þess að búa hjá Roff- fjölskyldunni sem Mary Roff. Sjálf sagði hún að þessi heimsókn myndi aðeins standa fram í maímánuð því „cnglarnir", eins og hún komst að orði, hefðu aðeins veitt henni þann tíma. Nú var spurningin þessi: Var þetta í raun og veru hin eiginlega Mary Roff sem var að heimsækja foreldra sína í gervi Lurancyar Vennum? Og ef svo var hvar var þá hin raunverulega Lurancy Vennum? Sjálf var hún spurð að þessu og fullvissaði stúlkan Roff-hjónin um það að hún væri í raun réttri dóttir þeirra og hún myndi sanna það. En hvað Lurancy Vennum viðvéki þá væri hún annars staðar til lækninga og niyndi koma aftur þegar hún væri búin að fá bót meina sinna andlega og líkamlega. Og þegar Lurancy væri reiðubúin að „koma aftur“, eins og hún orðaði það, yrði Mary Roff að víkja. Eins og eðlilegt er vakti þetta allt saman feikna athygli víða um land og talið óhjákvæmilegt að það yrði rannsakað nánar. Sjálfur skrifaði Stevens læknir ágæta bók byggða á persónulegri þekkingu sinni á mál- inu. Hún heitir W;itscka-undrið. Annar maður og frægari sem einnig rann- sakaði þetta óskiljanlega fyrirbæri og ritaði ítarlega um það var sálfræðingurinn William James. Og vitanlega var blöðum og tímarit- um í og umhverfls Chicago tíðrætt um þetta efni og var urn það ritaður fjöldi blaða- greina. Það sem er athyglisverðast af sannreynd- um málsins er það að Lurancy Vennum lifði lífl hinnar látnu Mary Roff hjá ættingjum hinnar síðarnefndu og vinum. Öll skapgerð stúlkunnar, hegðun og hátterni var í ná- kvæmu samræmi við einkenni hinnar látnu raunverulegu Mary Roff sem þessi stúlka hafði þó aldrei kynnst eins og sýnt var hér að framan. Þegar frú Roff til dæmis tók fram bréfa- öskjuna sem minnst var á seildist stúlkan ofan í hana og dró þar fram dálitla hálsfesti sem hún sagði frú Roff að hún hefði haft um hálsinn eitt sinn þegar hún var lítil telpa af því að hún var að fara í boð. Þetta var hverju orði sannara. Þegar frú Roff spurði hana hvort hún gæti munað hvenær þau höfðu flutt til Texas (en það var árið 1857, þegar telpan var ellefu ára) svaraði stúlkan um hæl að hún myndi það mjög vel og sérstak- lega að hún sá indíána meðfram Rauðá og að hún lék sér við litlu dæturnar hennar frú Reeders, sem voru samferðafólk íjölskyld- unnar. Allt var þetta rétt. Þá lýsti hún einnig ættingjum sem höfðu dáið síðan Mary Roff lést og bar réttilega kennsl á myndir, nöfn og ætterni vina Roff-fjölskyldunnar. Þegar frú Roff lagði fram svokallaða koll- húfu sem hin raunerulega Mary hafði átt tók Lurancy hana þegar upp og sagðist kannast við hana því hún hefði haft hana á kollinum þegar hárið á henni var klippt stutt eftir al- varleg veikindi. Eitt af því furðulegasta sem hún gerði var að lýsa ítarlega í einstökum atriðum jarðarför Mary Roff og rifjaði í því sambandi upp smáatvik sem gerðist í her- bergi frú Roff rétt fyrir athöfnina. Einu manneskjurnar sem viðstaddar voru þegar það gerðist voru foreldrar hinnar látu stúlku og þeir höfðu aldrei minnst á þetta við nokkurn mann. Og þannig héldu þessi furðulegu fyrir- bæri áfram að gerast dag eftir dag og viku eftir viku. Að lokum þóttust Roff-hjónin sannfærð um að stúlkan sem þau þekktu undir nafninu Lurancy Vennum hefði með einhverjum óskiljanlegum hætti vikið fyrir dóttur þeirra sem var dáin fyrir mörgum árum. Stevens læknir var nú að vísu orðinn ýmsu vanur í sambandi við þessi fyrirbæri en þó brá honum í brún þegar Lurancy dag einn spurði hann hvort hann kærði sig um að fá fregnir af dóttur sinni Emmu. Þegar læknirinn var búinn að ná sér eftir undrun- ina kvaðst hann vitanlega feginn slíkum upplýsingum. Þá sagði Lurancy honum að Emma væri hamingjusöm, hún hefði nýlega talað við sig og vildi láta foreldra sína vita að henni liði vel en saknaði þeirra. Síðan tók stúlkan að lýsa Emmu Angelíu Stevens sem látist hafði í marsmánuði árið 1849. Lýsing hennar var svo nákvæm að hún lýsti jafnvel x-löguðu öri á kinn hennar þar sem hún hafði verið skorin vegna blóðeitrunar. En hvað sem því leið þá var tími stúlk- unnar sem kallaði sig Mary Roff að renna út. Þann 16. apríl 1878 sagði hún Roff-fjöl- skyldunni að hún myndi nú bráðlega yfir- gefa þau því Lurancy Vennum væri á bata- vegi og kæmi aftur. ann 7. maí 1878 kvaddi „Mary“ eins og hún kallaði sig frú Roff á sinn fund og var þá mjög hrygg. Hún sagði frúnni grát- andi frá því að nú yrði hún brátt að kveðja. Þannig sátu þær góða stund, samkvæmt frá- sögn viðstaddra, en síðan fór „Mary“ að skjáffa eins og af kulda. Þá féll hún fram yflr sig eins og liðið hefði yfir hana og lá hreyf- ingarlaus. Andartaki síðar opnaði hún augun eins og undrandi og rugluð og sagði: „Hvar er ég?“ Lurancy Vennum var aftur komin í líkarna Lurancyar Vennum. En ekki stóð það þó nema skamma stund að þessu sinni því aftur virtist „Mary“ taka við og hélt hún því áfram þangað til 21. maí. Klukkan ellefu þann dag vék hún aftur að fullu og öllu fyrir Lurancy Vennum, eftir að hafa kvatt ættingja og vini. Þar eð „Mary“ hafði sagt Roff-hjónunum nákvæmlega fyrir um tímann þegar breyt- ingin yrði voru Vennum-hjónin viðstödd þegar Lurancy opnaði augun og kom til sjálfrar sín. Hún sagði foreldrum sínum að henni fyndist hún hafa verið sofandi langan tíma þótt henni hins vegar væri Ijóst að svo væri ekki. Ýmsir læknar komu og rannsökuðu fyrir- bæri þetta frá ýmsum hliðum en hurfu á braut aftur jafn ráðlausir og furðu slegnir yfir því sem þeir höfðu komist að og aðrir. í júlí 1878 lýsti Stevens læknir því yfir að Lurancy væri búin að ná fúllri heilsu bæði andlega og líkamlega. Síðar fékk hann bréf ffá Lurancy þar sem hún þakkaði honum þolinmæði hans og hjálp. Bréf þetta líktist að engu því sem „Mary Rolff hafði skrifað, hvorki að orðalagi né rithönd, þótt sömu fingur hefðu haldið um pennann í báðum tilfellum. Lurancy Vennum varð falleg kona og gift- ist Georg Binning bónda nálægt Watseka. Þau fluttu til Rollingsýslu í Kansas og eign- aðist hún ellefu börn. Árið 1940 var hún enn lifandi í Kaliforníu, sjötíu og sex ára gömul kona, sem ógjarnan vildi ræða við- burði vissra fjögurra mánaða af æsku sinni, þegar hún var vísundunum ráðgáta. Sannanir í þessu máli liggja fyrir í stórum stíl. Það sem hún gerði er vel vottfest en hvernig og hvers vegna það gerðist er enn óleyst ráðgáta. r Atuttugustu öld gerðist annað svipað tilfelli í Bandaríkjunum sem mjög var frægt. í tilfellinu sem hér hefur verið reynt að lísa virtust sálir taka sér bústaði um tíma í tveim ólíkum líkömum en í síðara tilfellinu tók sami líkami í sig þrjár mismunandi og gjörólíkar sálir til skiptis. Þannig að fram- koma eins líkama sýndi þrjár gjörólíkar manneskjur. Þessari veslings óbreyttu konu tókst þó að lokum með skilningi og alúð sál- fræðinga að bjarga sér úr þessum furðulegu sálarkröggum. Þessu fyrirbæri eru margir Ts- lendingar kunnugir því bæði var bók um þetta þýdd á íslensku og síðar kvikmynduð og sýnd hér á landi. Þetta er vitanlega Þrjú andlit Evu. Þessa veslings konu iék í kvik- myndinni hin ágæta leikkona Joanne Wood- ward, eiginkona Ieikarans góðkunna Pauls Newmans. Man ég ekki betur en hún fengi óskarsverðlaunin fyrir frábæran leik í þess- ari ágætu kvikmynd þar sem hún lék í sömu fötum þrjár gjörólíkar persónur af snilld sem seint mun gleymast. Allt minnir þetta okkur á hina miklu visku Shakespears þegar hann í sínu fræga leikriti lætur Hamlet segja við Horas vin sinn: „Fleira er til á himni og jörð en heimspekina dreymir um.“ Frásagnir af slíkum sönnum fyrirbærum ættu að verða hverjum hugsandi manni verðugt umhugsunarefni. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.