Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 10
kfM1
Husq-varna
Cpöraa 190 setectrooic
<DW! 2; „3! , s , s ,.7T ,8* ; 9 , n<a>,. : • 15, : , j; . 2}fD), ji !i i; „ 2S : : 3(D>
IWXDHSS !: !! t : 2 . ' 3J •' ; 41 ‘ 1 á; : " Tf', " . 1, gj| .. a : Si' -Offii tihi ; ; iíí2
Þú getur unnið
Husqvarna Optima 190
saumavél
■ Taktu þátt í saumasamkeppni Vikunnar og Gunnars Ásgeirssonar hf. og þú gætir unnið Husqvarna
Optima 190 saumavél að verðmæti 35.000 krónur. ■ Þú sendir okkur þína bestu heimasaumuðu flík - ásamt
sniði og leiðbeiningum. ■ Dómnefnd sem skipuð er Ásdísi Loftsdóttur fatahönnuði, Hólmfríði Sigurðardóttur
handavinnukennara, Ólafíu Sveinsdóttur í vefnaðarvöruversluninni Metru og fulltrúa Vikunnar, Bryndísi
Kristjánsdóttur, mun velja bestu flíkina. ■ Við valið verða vandvirkni og frumlegheit höfð í huga. ■ Fyrir
14. apríl þarf okkur að berast saumuð flík - á barn eða fullorðinn - ásamt sniði og greinargóðum
upplýsingum þar sem getið er á hvaða aldur flíkin er ætluð, eða í hvaða stærð hún er. ■ Saumaleiðbeiningar
verða að vera skýrar og nákvæmar. ■ Merkið flík, snið og leiðbeiningar með nafni, heimilisfangi
og símanúmeri. ■ Úrslit og kynning á samkeppnisflíkum verða birt 5. maí og verðlaunahafa afhent Husqvarna
saumavélin. ■ Allir sem gaman hafa af að sauma látið nú hendur standa fram úr ermum. ■ Til mikils
er að vinna! ■ Sendið flíkurnar til okkar á Vikuna, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík.
10 VIKAN