Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 23
Vikan kynnir Café Óperu,
athyglisverðan veitingastað við Lœkjargötu.
Pantaðu þér „Hot Rock Steak"
og þú fœrð heitan stein á borðið
til að steikja kjötið á.
sama húsnæði og veitingastaður
var fyrir áður og hét líku nafni,
veitingahúsið Ópera. Innrétting-
um og útliti hefur verið gjörbreytt
og eins og fyrr segir eru þar
margir skemmtilegir hlutir innan-
dyra, sem Bjarni valdi og keypti í
Hollandi. Einnig vill Bjarni leggja
áherslu á að Café Ópera er bar
og steikhús, þar sem hægt er að
fá ódýra og fljótlega rétti í hádeg-
inu, fjölbreyttan mat á kvöldin og
lögð nokkur áhersla á eftirrétti, en
einnig á að vera hægt að panta
sér að borða svo að segja hvað
sem er og það verður matreitt svo
framarlega sem hráefnið er til á
staðnum. Þannig að langi þig í
soðna ýsu, þá færðu soðna ýsu
þó hana sé ekki að finna á mat-
seðlinum.
Þeir sem ekki ætla að borða
geta sest á barinn og fengið sér
drykk og og hlustað á þá sem
skemmta það kvöldið. Ýmsir
þekktir tónlistarmenn munu
skemmta gestum Café Óperu á
næstunni og má þar nefna Eyjólf
Kristjánsson, Tríó Andra Bach-
man og píanóleikarann Stefán
Petersen. Uppi í risi er annar bar,
mjög hlýlegur og fallegur. Þar er
einnig lítill salur sem leigður er út
til einkasamkvæma.
„Þetta er staður með létt-
rómantískum svip, þar sem
starfsfólkið er sérlega skapgott,
kokkarnir á rölti um matsalinn og
spjalla við gestina," segir Bjarni.
Myndirnar hér á síðunum segja
einnig töluvert um staðinn og við
sem prófuðum „steinasteik" erum
öll sammála um að óhætt sé að
mæla með henni - auk þess er
mjög gaman að steikja á steinun-
um og af því að það tekur nokkra
stund þá njóta menn þess að sitja
yfir matnum í góðan tíma í stað
þess að gleypa hann í sig í alltof
miklum flýti eins og alltof oft vill
verða.
bjarni Oskarsson, eigandi Café Operu, við matseldina. Við hlið ham
stendur yfirkokkur staðarins Eiríkur Friðriksson, en auk þeirra elda.
Oddsteinn Gíslason matinn og tveir lærlingar eru þar í námi. Þjónarni,
eru tveir og veitingastjóri er Helga M. Sveinsdóttir.
VIKAN 23