Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 63
Deilt um
dauðcm kött
Elsa varð auðvitað glöð þó
kötturinn væri dauður. Líklega
hefur blessaður kötturinn verið
orðinn aukaatriði í þessu heift-
arlega máli.
„Þetta felur í sér að við höfum
rétt til að taka ketti frá fóstur-
foreldrum sem fara illa með þá,“
sagði hin sigurglaða Elsa Wigh.
Hún hafði getað bætt við að það
væri sama hvort þeir væru lif-
andi eða dauðir. Það er sigurinn
sem er að sjálfsögðu fyrir öllu.
Mikið lifandis skelfmg hlýtur
þessi Elsa að vera hjartahlý
kona. Hún sannar að mann-
gæska kemur fram í ýmsum
myndum. En myndi hún gera
þetta ef dauður maður ætti í
hlut? Og einnig vaknar sú spurn-
ing hvort hún kærði sig um að
skjóta skjólshúsi yfir mannlegan
flæking þó hún skjóti skjólshúsi
yfir flækingskött og gefi honum
að éta? Líklega ekki enda éta
mannflækingar miklu meira en
kettirnir.
Og svo datt mér í hug með
trega sem litlum fugli hvort
nokkrum dytti í hug að fara í
forræðismál út af mér dauðum.
- Páfi
Flestar fféttir fjölmiðlanna
eru dapurlegar, sumar gera jafh-
vel litla páfa harmi slegna. En
það kemur fyrir að goggurinn er
rekinn í skemmtilegar fréttir
sem gera glatt í geði. Og það er
athyglisvert að hlægilegustu
fréttir hafa orðið til úr fúlustu
alvöru.
Þannig varð það til dæmis
þegar lesin var fréttin af því að
Hæstiréttur Svíþjóðar dæmdi
dýraverndunarsamtökum þar í
landi forræði yfir dauðum fress-
ketti. Þetta hljómar kúnstuglega
en á sér þó skýringar.
í hugann kemur að fyrir
nokkrum árum kom út bóka-
flokkur vestur í Ameríku sem
varð geysilega vinsæll en hann
bar heitið: „Believe it or not“.
Gæti í ónákvæmri þýðingu heit-
ið: „Ótrúlegt en satt“. { þessum
bókum er getið ýmissa atvika og
staðreynda sem koma flestum
til að brosa eða allavega að
verða hissa. Saga dauða ffess-
kattarins ætti þarna heima.
En þetta með dauða köttinn í
Svíþjóð átti sér forsögu og harð-
vítugan aðdraganda og er í raun-
inni grafalvarlegt mál. En það
eru einmitt svoleiðis mál sem
eru hvað grátbroslegust.
Með þessum dómi lýkur lang-
vinnum og bitrum málaferlum
milli dýraverndunarsamtakanna
undir forystu, vafalaust góðrar
konu, Elsu Wigh að nafhi, og
fjölskyldunnar sem hafði tekið
að sér köttinn á meðan hann var
á lífi.
Wigh hafði árið 1985 fúndið
köttinn í Gautaborg og skotið
yfir hann skjólshúsi þar til hún
gat útvegað honum nýja fóstur-
foreldra.
Kötturinn sem kallaður var
Astor strauk hins vegar ffá fóst-
urforeldrunum, en Wigh fann
hann aftur effir margra vikna
leit. En nú brá svo við að hún
neitaði að afhenda fósturfor-
eldrunum köttinn á ný og brá
fyrir sig klásúlu í forræðissamn-
ingnum þar sem kveðið er á um
illa meðferð. Á eftir fylgdi svo
hið mikla málastapp.
En svo lét Astor lífið í fyrra
þegar til slagsmála kom á fóstur-
heimilinu eftir að fjölskyldan
hafði tapað forræðismálinu í
undirrétti. Hæstiréttur staðfesti
undirréttardóminn þó köttur-
inn væri þegar dauður. f dóms-
orðinu sagði að málið hefði ver-
ið tekið fyrir í því skyni að skýra
viðkomandi lög.
Strauk fress-
kötturinn
Astor frö
fósturforeldr-
um sínum
vegna illrar
meðferðar
eða... ?
Var fress-
kötturinn
bara auka-
atriði í þess-
um heiffúð-
legu mdla-
ferlum... ?
VIKAN 63