Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 46

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 46
---------- VIKAN FYRIR ---- ÁRUM Ung hjón óskast... eodór tók ekki teikningar Friðrikku af Iangfætturn, dálítið stuttneíjuðum „tískustúlkum" allt of alvarlega. Hann hló að blýantsstrikinu á nefi Frið- rikku og að hinum ávölu olnbogum er voru að því komnir að setja gat á bláa sloppinn sem hún var alltaf í þegar hún var að teikna — af því að „heppnin" fylgdi sloppnum. Hann kveikti í vindlingi. — Ó, ungfrú Friðrikka, sagði hann stríðn- islega, — strax og ég sá yður vissi ég að þér stunduðuð tískuteikningar. — Þær eru svo líkar yður — svo glæsilegar. — Þegiðu, Teddi! Sérðu ekki að ég er önnum kafin. Friðrikka gat ekki orðið reið þegar hún talaði við hann. — Nú á Teddi að vera góður drengur og leika sér að her- mönnunum sínum! Eða ef þú ert orðinn þreyttur á þeim þá er hér nógur pappír. Þú ert svo duglegur að skrifa! — Nú er komið nóg! sagði Teddi og gekk að henni og andartaki síðar lá Friðrikka í faðmi hans en hinar fögru konur lágu út um allt gólfið. — Unga kona, þú veist líklega ekki að brúðkaupdsagurinn okkar er í dag? — Ó, Teddi, sjáðu hvað þú hefur gert! sagði Friðrikka. Síöan setti hana skyndilega hljóða því að Teddi þrýsti henni að sér. — Teddi, það er ómögulegt? Ó, Teddi, skáldsagan þín hefur verið tekin! — Sjáðu, unga kona! Teddi reyndi að vera gamansamur en það var eitthvað í rödd hans sem kom upp um hann. — Er hann ekki fallegur? Mér hefur alltaf geðjast svo vel að þessum gulleita lit. Friðrikka tók seðilinn af honum og hló og af því að hún var svo hamingjusöm þá grét hún dálítið: — Fimm hundruð dollarar! Og þetta er aðeins byrjunin! — Já, þetta er aðeins byrjunin — og einnig hjá okkur tveimur! hvíslaði Teodór að henni. — Komdu, flýttu þér í brúðarkjólinn, svo förum við niður í ráðhús. — En, Teddi, ég var búin að lofa þessum teikningum kl. 3. Tíndu stúlkurnar upp, Teddi, og sestu hjá mér. fg skal flýta mér. Kysstu mig samt við og við — ég get vel teiknað fyrir því. — Þú gerir þetta allt svo rómantískt, sagði Teddi hlæjandi, en af því að hún var nú einu sinni Friðrikka og honum þótti svo vænt um hana þá gerði hann eins og hún sagði. Þegar klukkan var á mínútunni þrjú breiddi Friðrikka úr teikningum sínum fyrir framan ritstjóra tískublaðsins. — Segið ekki að það þurfi að breyta ein- hverju. Ég er önnum kafin — ég ætla að fara að gifta mig! Og hún var rokin út. Þetta var um garð gengið áður en þau vissu af. Þau óku í flýti til ráðhússins til að fá leyfisbréfið og síðan fóru þau til Fifth Ave- nue, inn í verslun til að fá hringi sem höfðu heöið þeirra í marga mánuði, þá inn í blómabúð og loks til prestsins. Friðrikka tók ekkert eftir því fyrr en á eftir að hún hafði haldið á tepakka, sem búðarmaðurinn gaf henni í brúðargjöf, í hendinni á meðan á öllu þessu stóð. Á eftir gengu þau niður í ítalska veitinga- 46 VIKAN húsið þar sem þau höfðu borðað miðdegis- verð. Teodór beygði sig yfir borðið og hvíslaði í fyrsta skipti: „Ég elska þig, litli kjáninn þinn!“ En í dag voru þau mjög hljóð og þögul og veitingahússeigandinn með stóra skeggið var mjög kvíðafúllur þangað til hann sá hringinn á fingri Friðrikku. Þá brosti hann og hvíslaði einhverju að þjóninum sem kom með alls konar krásir til þeirra en Friðrikka og Teodór tóku ekkert eftir því að þau borðuðu humar í stað venjulegs fisks. En einmitt til að sýna að þau væru ný- tísku, ungt fólk og ekki vitund viðkvæm fóru þau í búðir á eftir til að kaupa kaffi og ósaltað smjör og síðast fóru þau í brauðbúð til að ftí nýbakaðar bollur sem minntu Frið- rikku á París. Síðan fóru þau aftur til vinnustofú Frið- rikku þar sem Teodór reyndi að hjálpa henni en hún rak hann frá svo að hann fór að spila „Ramóna" á grammófóninn þangað til hún kallaði í liann. — Það var nú það, sagði Friðrikka og síð- an fóru þau. Rétt íýrir utan húsið sáu þau kettling — horaðan, lítinn flækingskött — og af því að Friðrikka gat einu sinni ekki gengið fram hjá ljótasta fressi beygði hún sig niður og klapp- aði kettinum. Teodór brosti. — Heyrðu, köttsi — veit hún mamma þín að þú ert úti eða er henni kannski sama? spurði hann. — Ó, Teddi — hún er áreiðanlega ein af þessum nýtísku mæðrum sem eru á músa- veiðum á einhverjum næturskemmtistaðn- um. Aumingja litli, svangi kettlingurinn! — Þið konur dæmið hver aðra svo strangt, andmælti Teodór. - Kannski er þetta einhver vesalings ógift kisa sem þorir ekki að fara heim með barnið sitt. Er það ekki? — Við skulum taka hana að okkur — og augu Friðrikku leiftruðu. Og Teodór, sem langaði til að eiga hann strax og hann sá hann, þóttist gera það bara fyrir hana. — Jæja, komdu, tlækingurinn þinn, og þú skalt verða heiðarlegur köttur! Teodór kall- aði á bíl og þegar hann hafði komið pökkun- um og kettlingnum lyrir settist hann við hliðina á Friðrikku og sagði: — Hvað eigum við að kalla hann? — Mér finnst „Napóleon" vera eitthvert virðulegasta kattarnafn sem ég þekki. Og þú ætlar einmitt að gera hann virðulegan, svo að ... sagði Friðrikka hlæjandi. Hún hafði dálítinn hjartslátt þegar bíllinn nam staðar fyrir utan húsið sem Teodór bjó í. Hún hafði komið þangað oft áður og drukkið þar te - legið í keng uppi í legu- bekknum á meðan Teodór las fýrir hana kafla úr skáldsögum sínum eða setið úti á litlu svölunum á sumarkvöldum og horft á bakgarðana. En nú var allt öðruvísi. Teodór opnaði dyrnar, tók hana upp og bar hana inn í herbergið. Hún sagði hlæj- andi: — Teddi, hvað hefúr venjulegur rithöf- undur að gera með svona stóra íbúð? Og Teodór hreytti út úr sér: — Getið þér ekki einu sinni verið dálítið frumlegar, frú Rikka. Annars minnir mig að ég hafi heyrt þessa athugasemd áður! Stuttu síðar stóð Napóleon fýrir framan arininn og lapti mjólk af undirskál en Teo- dór og Friðrikka sátu hlið við hlið á legu- bekknum og horfðu út um gluggann á stjörnurnar og tunglið. Það för dásamlegur tími í hönd. Teodór og Friðrikku þótti alltaf vænt um þegar fólk rakst inn til þeirra. Það var svo gaman að giska á hver væri nú að koma. Þangað komu Finnur málari, Grímur, sem var fátækastur allra skálda, Fríða, sem hafði bókabúð á horninu, og að lokum Sveinn, sem hafði ágæta stöðu í bankanum. Hann var sá eini sem aldrei kom óvænt. — Nú kemur hin virðulega höfuðskepna, sagði Friðrikka hlæjandi þegar bjallan hringdi eitt kvöldið. Sveini hafði verið boð- ið til kvöldverðar. Og Teodór skelfihló þeg- ar Friðrikka var að setja blómin sem Sveinn kom með í vasa. Teodór og Friðrikka fóru fram í eldhús til að taka til matinn en þegar þau komu inn aftur var Fríða komin. — Sveinn er búinn að skrifta, sagði hún glaðlega til að dylja vandræði sín af jjví að hún mætti enn einu sinni í kvöldverð. — Hann á vinkonu. — Ég ætla að koma með hana hingað ein- hverntíma. Sveinn reyndi að vera eðlilegur. — Ég var að segja Fríðu að hún þekkti ekkert nema stífuð skyrtubrjóst, svo að hún tryði ekki að til væru aðrar eins manneskjur og þið í heiminum. — Það er illa gert af þér, Sveinn, sagði Friðrikka hlæjandi, — að vera að vekja vonir hjá stúlkunni og svo verður hún fýrir von- brigðum þegar hún kemst að því að við erum aðeins... — Aðeins venjulegt fólk. Teodór botnaði setninguna fyrir hana. — Ég vona að hún sé ekki skáldkona, sagði Friðrikka, — því að ef hún er það þá grípur hún alltaf fram í fyrir manni. — Það er hún ekki, sagði Sveinn hlæjandi, — og hún hefur ekki einu sinni séð lifandi skáld í samkvæmi. Hún sagði að það væri al- veg eins og að vera í dýragarði. Friðrikka hló. — Stúlkan er fyndin, Sveinn, — komdu með hana. Ég skal vera almennileg við hana. Vilt þú syngja fyrir hana, Teddi? Þegar þau höfðu lokið snæðingi kornu Finnur og Grímur og þau fengu sér kafifi fýrir frarnan arininn. Finnur andvarpaði. — Þið eruð reglulegir burgeisar! Svona líka stórir kubbar! Við hin verðum að láta okkur nægja kassafjalir! Það fór hrollur um Friðrikku. Orð Finns höfðu minnt hana á að þau höfðu ekki feng- ið peninga i lengri tíma og hún var atvinnu- laus. Kubbana voru þau ekki enn búin að borga og heldur ekki reikninginn frá mat- vöruversluninni eða húsaleiguna. - Hvað á þetta nú að þýða? hrópaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.