Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 14
Ég lifi fyrir
bömin mín núna
Bjarni Dagur Jónsson í opinskóu viðtali
Hann kemur að borðinu,
fer úr jakkanum og leggur
hann frá sér á tóman stól,
heilsar mér með handa-
bandi og sest svo andspæn-
is mér, allt á innan við
timm sekúndum. Auðséð
er á öllu að hér er á
ferðinni maður sem er
vanur því að skipuleggja
tíma sinn og vill ekki sóa
honum til einskis. Þó er
yfir honum eitthvert
afslappað andrúmsloft
sem maður fremur skynjar
en sér. Eg er jafnvel ekki
frá því að það komist
betur til skila í gegnum
útvarp þegar snöggar
hreyfingar sjást ekki.
„Ég hélt þú
værir stærri“
Daginn áður þegar ég hafði
hringt í Bjarna Dag til að mæla
mér mót við hann kom í Ijós að
hann hefði yfirið nóg að gera
þennan laugardag. hað átti að
vera fundur á Stjörnunni auk
þess sem hann yrði í tveggja
tíma beinni útsendingu á milli
flmm og sjö. Á endanum sætt-
umst við á það að hittast yflr
hádegisverði til að hann gæti
notað tímann sem best. Fyrir
valinu varð Garðskálinn á Hótel
Sögu og eftir að hafa pantað
snýr hann sér að mér og lýsir sig
reiðubúinn að byrja.
Þar sem ég varð nokkuð hissa
þegar ég sá hann fyrst eftir að
hafa einungis heyrt hljómmikla
röddina í útvarpinu og hafði
ímyndað mér ffernur stóran,
þrekinn mann í köflóttri skyrtu
sem félli að sveitatónlistinni. En
þegar ég sat svo andspænis
meðal manni í fallegri peysu
með þekktu merki; lét ég vaða
„ég hélt þú værir mun stærri“.
Hann glottir við tönn um leið
14 VIKAN
TEXTI: ADOLF ERLINGSSON
og hann kveikir sér í Prince
sígarettu; „Veistu það, allir sem
hitta mig segja að þeir hafl hald-
ið mig allan miklu stærri og
vörpulegri. Sérstaklega er þetta
áberandi hjá krökkum sem
koma niður á Stjörnu í starfs-
kynningu. Ég held líka að marg-
ar konur verði fyrir vonbrigðum
þegar þær sjá mig, vegna þess að
ég lít ekki út eins og Magnús
Bjarnfreðsson, eða Jón Páll.“
Glottinu bregður fyrir aftur og
svo heldur hann áfram. „Annars
er auðvitað ekkert óeðlilegt að
fólk myndi sér einhverja skoðun
um mann. Væri ég klókur léti ég
alls ekki taka af mér myndir.
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Skemmtilegast væri að láta það
vera vel varðveitt viðskipta-
leyndarmál hvernig ég lít út.“
Það hefur oft komið fyrir, sér-
staklega þó fyrst eftir að ég byrj-
aði í útvarpinu, að fólk hringir
og spyr mig í hvaða stjörnu-
merki ég sé, um háralit, fæðing-
ardag, aldur og fleira sem það
ætlar svo að nota til þess eins að
átta sig á því, hverskonar mann-
gerð ég er.“ Aldurinn, já, svona
til að taka af allan vafa spyr ég
um hann. „Ég er þrjátíu og sjö
ára.“
Þegar við erum búnir að fá
veitingarnar á borðið og byrjað-
ir að gæða okkur á þeim spyr ég
hann hvernig tilflnning það sé
fyrir hann að vera hinu rnegin
við borðið, þ.e. vera í hlutverki
þess sem svarar í stað spyrilsins
eins og hann er vanur. „Mér
flnnst þetta allt í Iagi,“ svarar
hann stutt og laggott, gefur ekki
meira út á það. Ég held þó áffam
á sömu braut. — Nú ert þú sér-
lega laginn við að fá fólk til að
opna sig fyrir þér í útvarpi. Ert
þú sjálfúr opinn?
Fólk neyðist til að
vera hreinskilið
,Ja, ég held að ég sé mjög op-
inn og hreinskilin og hef oft
mikil áhrif á fólk sem ég kynnist.
Það hefur staðið sig að því að
geta ekki átt við mig samskipti
án þess að vera jafli opið við
mig og ég er við það. Fólk sem
hefur unnið með mér segir mér
ffá því að það hafl orðið að taka
vissum breytingum í tjáskiptum
því ég hafl með minni opnu
ffamkomu hállþartinn þvingað
það til þess. Fólk fer að segja
meira nákvæmlega það sem það
meinar, sérstaklega hvernig því
líður í það og það skiptið. Mörg-
um finnst það oft skrýtið fýrst í
stað, hvað ég er ófeiminn að
spyrja það um líðan þess og
þess háttar, en þegar það kynn-
ist mér fer það að spyrja þess
sama á móti.
Mér leikur forvitni á uppruna
hans og spyr hvort hann sé inn-
fæddur Reykvíkingur. „Nei, ég
er fæddur norður á Sauðárkróki,
í Bjarnabænum svokaliaða, það
er lítið hús sem forfaðir minn
byggði, langafl minn og alnafni,
Bjarni Jónsson. Pabbi og
mamma, Jón Dagsson og Ingi-
björg Óskarsdóttir voru sveita-
fólk um tíma. Þau bjuggu á
Bræðrá í Siéttuhlíð þar sem
pabbi var bóndi, en þangað
fluttu þau frá Siglufirði. Mamma
fór svo til móður sinnar inn á
Sauðárkrók rétt fyrir hvítasunnu
1950 tii að eiga mig og þar
fæddist ég í húsi langafa míns.
Skömmu seinna fluttu foreldrar
mínir svo inn á Sauðárkrók og
þar er ég uppalinn. Mikið hjá afa
mínum og náttúrlega hjá pabba
og mömmu.