Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 47

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 47
Grímur. — Þakherbergjaskáldum hefur aldrei Iiðið betur en einmitt núna. Þegar þau voru farin sneri Friðrikka sér að Teodór. — Ég varð allt í einu svo hrædd í kvöld en það er kannski vitleysa. Ég fæ kannski at- vinnu eftir einn eða tvo daga, eða þú pen- inga, og ... — Ef þeir verða ekki minni en síðast þá getum við kannski farið á bíó, sagði Teodór dauflega. Daginn eftir skildi Teodór kafflbollann sinn eftir hálfan og gekk hægt niður tröpp- urnar. Það var öðruvísi nú en áður þegar þau kepptust um að komast fyrst að póst- 'kassanum og finna peningabréflð. Friðrikka tók af borðinu og settist niður við vinnu sína, en það var erfitt að teikna fallegar stúlkur út í bláinn. Á því hvernig Teodór setti nýja örk í ritvélina vissi hún að hann var að byrja á nýrri sögu. Bara að þau hefðu ekki talað eins og þau gerðu í gærkvöldi! Og allir reikningarnir hræddu hana og hún var líka hrædd urn Teodór og sjálfa sig, sem beið þess að sím- inn hringdi... Hún leit í morgunblaðið, flýtti sér að komast á öftustu síðu og fór hægt yfir at- vinnuauglýsingarnar. Teodór hafði ekki hugmynd um að hún hafði gert þetta í margar vikur í þeirri von að hún rækist á auglýsingar eins og: Útbreiddasta tímarit Ameríku óskar eftir smásögum eins og Teodór Frascr skrifar. Eða: Við þurfum tískuteikingar eftir Friðrikku Nicholson. Asni! Hún gat ekki verið almennileg. Auð- vitað mundu þau ekkert fá að gera. En allt í cinu rakst hún á auglýsingu eina. — Heyrðu, Teddi, sagði hún hlæjandi. — Ung amerísk hjón - vinnukona og bílstjóri — geta fengið atvinnu uppi í sveit. Umsókn með nákvænium upplýsingum sendist til Saunders, Connecticut. — Þetta gæti verið handa okkur, sagði Teddi hlæjandi. — Slúður! Það er fyrir okkur! sagði Frið- rikka. Við skulum sækja urn það. Teodór glápti á hana og eldroðnaði. — Aldrei á ævi minni hef ég heyrt neitt hlægilegra! hrópaði hann reiðilega og þaut út. Þetta sama kvöld tók Friðrikka upp kjöt- dós og það var þeirra síðasti biti. Bjallan hringdi tvisvar en hvorugu þeirra datt í hug að fara til dyra. Friðrikku var um og ó. Skyldi |tað vera Grímur sem var niðri, sársvangur, eða aum- ingja Fríða sem seldi alltaf svo fáar bækur? Teodór leit allt í einu upp og sagði: — Þetta er kannske ekki svo vitlaust sem þú varst að tala um. Ég á við að það gæti orðið gaman. Ættum við að reyna? Við skul- um taka okkur dulnefni - mig langar ekkert til að vera bílstjóri undir mínu nafni. Friðrikka kinkaði kolli. Viku síðar héldu þau skilnaðarveislu. Sveinn hafði tekið íbúð þeirra á leigu og þau settu þá fáu hluti sem þau höfðu með sér niður í tösku. Það var sótt karfa handa Napóleon, sem var orðinn svo stór. Þau fengu strax stöðuna. Teodór horfði hnugginn á peningana sína. — Þetta verður nóg fyrir farseðlunum og til að lifa á næstu viku. Friðrikka hló og veifaði tveimur seðlum framan í hann. VIKAN FYRIR ÁRUM ég heiti Jóna og þú Bárður og að við höfúm ættarnafnið Fotheringay. Friðrikka var í ágætu skapi. - Þú hlýtur að hafa lesið rnikið af enskum reyfurum upp á síðkastið því að þú hefðir aldrei fúndið þetta nafn upp sjálfur. Teodór hló en þegar þau voru að leggja út í ævintýrið fannst þeim það ekki lcngur skemmtilegt. Teodór svaf þegar Friðrikka vaknaði morguninn eftir. Hún nuddaði syfjulega augun, hoppaði fram úr rúminu og klæddi sig. Napóleon kom á móti henni framan úr eldhúsi. Það var mikil huggun að sjá hann skjóta upp kryppu og nudda sér upp við græna sloppinn sem búðarstúlkan sagði að væri morguneinkennisbúningur vinnukon- unnar. Hún opnaði dyrnar og setti köttinn út. — Hana, farðu nú út og heilsaðu upp á blómin, kýrnar og trén. Hún setti plötu með bollum á inn í ofninn, bjó til kaffi og hrærði egg áður en hún vakti Teodór. — Ég held að hér sé rnjög skemmtilegt, Teddi. - Það er ljómandi fallegt hérna - það er jurtagarður fyrir utan eldhúsdyrnar. En hvernig líst þér annars á húsbændurna? Hana hafði langað til að spyrja að þessu síðan í gærkvöldi þegar hr. Saunders hafði tekið á móti þeim á stöðinni. — Mér þykir andstyggilegt að vita til þess að þú skulir eiga að rnatbúa fyrir þau, sagði Teddi. — Það var aumingjaskapur að gefast upp. Hugsaðu þér hvað Grímur og Fríða eru hugrökk. — Nú byrjum við nýtt líf, Teodór! — F.ngir reikningar, engin húsaleiga, ekkert! Þessir kornu frá óþekktum velgerðarmönnum. Nú getum við haldið veislu. Það var ljómandi veisla. Sveinn kom með rósir sem hann festi á Friðrikku um leið og hann hvíslaði: - Það verður hiy'llilegt þegar þið eruð farin. Ég get ekki sagt að mér sé beint vel við þessa vini ykkar sem taka ykkur frá okkur. Grímur kom með fjólur. - Þú átt ekki skilið að fá þær, sagði hann glaðlega, en hérna eru þær. Hvar á ég nú að borða þegar þið eruð farin? En Fríða sagði um leið og hún fékk Frið- rikku bókapakka — En hvað þið eigið gott að geta leikið ykkur í allt sumar. Þegar Teodór var að hjálpa Friðrikku í eldhúsinu hvíslaði hún að honum: - Við getum ekki sagt þeim sannleikann, Teodór! Nokkrum tímum síðar sátu þau í lestinni nteð köttinn og ritvélina. — Ég vona bara að ég gleymi því ekki að VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.