Vikan


Vikan - 10.03.1988, Side 47

Vikan - 10.03.1988, Side 47
Grímur. — Þakherbergjaskáldum hefur aldrei Iiðið betur en einmitt núna. Þegar þau voru farin sneri Friðrikka sér að Teodór. — Ég varð allt í einu svo hrædd í kvöld en það er kannski vitleysa. Ég fæ kannski at- vinnu eftir einn eða tvo daga, eða þú pen- inga, og ... — Ef þeir verða ekki minni en síðast þá getum við kannski farið á bíó, sagði Teodór dauflega. Daginn eftir skildi Teodór kafflbollann sinn eftir hálfan og gekk hægt niður tröpp- urnar. Það var öðruvísi nú en áður þegar þau kepptust um að komast fyrst að póst- 'kassanum og finna peningabréflð. Friðrikka tók af borðinu og settist niður við vinnu sína, en það var erfitt að teikna fallegar stúlkur út í bláinn. Á því hvernig Teodór setti nýja örk í ritvélina vissi hún að hann var að byrja á nýrri sögu. Bara að þau hefðu ekki talað eins og þau gerðu í gærkvöldi! Og allir reikningarnir hræddu hana og hún var líka hrædd urn Teodór og sjálfa sig, sem beið þess að sím- inn hringdi... Hún leit í morgunblaðið, flýtti sér að komast á öftustu síðu og fór hægt yfir at- vinnuauglýsingarnar. Teodór hafði ekki hugmynd um að hún hafði gert þetta í margar vikur í þeirri von að hún rækist á auglýsingar eins og: Útbreiddasta tímarit Ameríku óskar eftir smásögum eins og Teodór Frascr skrifar. Eða: Við þurfum tískuteikingar eftir Friðrikku Nicholson. Asni! Hún gat ekki verið almennileg. Auð- vitað mundu þau ekkert fá að gera. En allt í cinu rakst hún á auglýsingu eina. — Heyrðu, Teddi, sagði hún hlæjandi. — Ung amerísk hjón - vinnukona og bílstjóri — geta fengið atvinnu uppi í sveit. Umsókn með nákvænium upplýsingum sendist til Saunders, Connecticut. — Þetta gæti verið handa okkur, sagði Teddi hlæjandi. — Slúður! Það er fyrir okkur! sagði Frið- rikka. Við skulum sækja urn það. Teodór glápti á hana og eldroðnaði. — Aldrei á ævi minni hef ég heyrt neitt hlægilegra! hrópaði hann reiðilega og þaut út. Þetta sama kvöld tók Friðrikka upp kjöt- dós og það var þeirra síðasti biti. Bjallan hringdi tvisvar en hvorugu þeirra datt í hug að fara til dyra. Friðrikku var um og ó. Skyldi |tað vera Grímur sem var niðri, sársvangur, eða aum- ingja Fríða sem seldi alltaf svo fáar bækur? Teodór leit allt í einu upp og sagði: — Þetta er kannske ekki svo vitlaust sem þú varst að tala um. Ég á við að það gæti orðið gaman. Ættum við að reyna? Við skul- um taka okkur dulnefni - mig langar ekkert til að vera bílstjóri undir mínu nafni. Friðrikka kinkaði kolli. Viku síðar héldu þau skilnaðarveislu. Sveinn hafði tekið íbúð þeirra á leigu og þau settu þá fáu hluti sem þau höfðu með sér niður í tösku. Það var sótt karfa handa Napóleon, sem var orðinn svo stór. Þau fengu strax stöðuna. Teodór horfði hnugginn á peningana sína. — Þetta verður nóg fyrir farseðlunum og til að lifa á næstu viku. Friðrikka hló og veifaði tveimur seðlum framan í hann. VIKAN FYRIR ÁRUM ég heiti Jóna og þú Bárður og að við höfúm ættarnafnið Fotheringay. Friðrikka var í ágætu skapi. - Þú hlýtur að hafa lesið rnikið af enskum reyfurum upp á síðkastið því að þú hefðir aldrei fúndið þetta nafn upp sjálfur. Teodór hló en þegar þau voru að leggja út í ævintýrið fannst þeim það ekki lcngur skemmtilegt. Teodór svaf þegar Friðrikka vaknaði morguninn eftir. Hún nuddaði syfjulega augun, hoppaði fram úr rúminu og klæddi sig. Napóleon kom á móti henni framan úr eldhúsi. Það var mikil huggun að sjá hann skjóta upp kryppu og nudda sér upp við græna sloppinn sem búðarstúlkan sagði að væri morguneinkennisbúningur vinnukon- unnar. Hún opnaði dyrnar og setti köttinn út. — Hana, farðu nú út og heilsaðu upp á blómin, kýrnar og trén. Hún setti plötu með bollum á inn í ofninn, bjó til kaffi og hrærði egg áður en hún vakti Teodór. — Ég held að hér sé rnjög skemmtilegt, Teddi. - Það er ljómandi fallegt hérna - það er jurtagarður fyrir utan eldhúsdyrnar. En hvernig líst þér annars á húsbændurna? Hana hafði langað til að spyrja að þessu síðan í gærkvöldi þegar hr. Saunders hafði tekið á móti þeim á stöðinni. — Mér þykir andstyggilegt að vita til þess að þú skulir eiga að rnatbúa fyrir þau, sagði Teddi. — Það var aumingjaskapur að gefast upp. Hugsaðu þér hvað Grímur og Fríða eru hugrökk. — Nú byrjum við nýtt líf, Teodór! — F.ngir reikningar, engin húsaleiga, ekkert! Þessir kornu frá óþekktum velgerðarmönnum. Nú getum við haldið veislu. Það var ljómandi veisla. Sveinn kom með rósir sem hann festi á Friðrikku um leið og hann hvíslaði: - Það verður hiy'llilegt þegar þið eruð farin. Ég get ekki sagt að mér sé beint vel við þessa vini ykkar sem taka ykkur frá okkur. Grímur kom með fjólur. - Þú átt ekki skilið að fá þær, sagði hann glaðlega, en hérna eru þær. Hvar á ég nú að borða þegar þið eruð farin? En Fríða sagði um leið og hún fékk Frið- rikku bókapakka — En hvað þið eigið gott að geta leikið ykkur í allt sumar. Þegar Teodór var að hjálpa Friðrikku í eldhúsinu hvíslaði hún að honum: - Við getum ekki sagt þeim sannleikann, Teodór! Nokkrum tímum síðar sátu þau í lestinni nteð köttinn og ritvélina. — Ég vona bara að ég gleymi því ekki að VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.