Vikan


Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 9

Vikan - 10.03.1988, Blaðsíða 9
fólk sem „nær langt“ að það er ákveðið, jafnvel frekt, það skipt- ir engu máli hvers kyns slík manneskja er. Skapferlið er svo ríkjandi hjá þessu fólki að það sem mesli, máli skiptir er kar- akterinn." Friðrik: , já, mér líður yfir- leitt ágætlega innan um gott og greint fólk.“ Baldvin: „Ég held að konan sé að mörgu leyti æðri lífvera og ef um einhverja samskiptaörð- ugleika er að ræða séu þeir yflr- leitt vegna ótta karla gagnvart konum og frama sínum. Ég hef reynslu af því að vinna með konum óg finnst samstarf með þeim yfirleitt betra. Mér finnast þær vera gæddar meiri þolin- mæði, þær eru samviskusamari og traustari. Það ber yfirleitt ekki mikið á þeim innan fyrir- tækja vegna þess að þær virðast frekar þurfa að sanna sig fyrir sjálfum sér en ekki fyrir öðrum eins og er algengt með karlmenn. Þar sem ég hef ein- göngu kvenfólk í vinnu í minni deild get ég ekki svarað þessari spurningu öðruvísi en játandi." Þorgils Óttar: ,Já, mér líður vel innan um kvenfólk sem hef- ur náð langt. Það hefur ákveðn- ar skoðanir á hlutunum og hefur þurft að hafa mjög mikið fyrir því að ná svona langt, en er þó opið fyrir nýjungum og er sveigjanlegt. Yfirmaður minn í Iðnaðarbankanum er kona og mér finnst sérlega gott að starfa undir hennar stjórn. Pétur: „Ég get ekki sagt að valdamenn og áhrifa séu mitt uppáhaldskompaní, hvort sem í hlut eiga menn eða konur. Ætli kvenfólk sé samt ekki skömm- inni skárra. Það er að segja frá sjónarhóli karlmanns, og það hugsa ég að stafi af því að karl- menn eru alltaf að keppast við að míga á einhver ímynduð valdasvæði andspænis öðrum karlmönnum. Karlmaður og kona hugsa ég eigi auðveldara með að finna hlutlaus svæði hvort í öðru.“ Getur þú hugsað þér að vera giftur konu sem nýtur meiri velgengni í starfi og hefur hærri laun en þú? Páll: „Ég veit það hreinlega ekki. Þó held ég að mér myndi falla það ágætlega. Það skiptir ekki máli hvor aðilinn hefur hærri laun, báðir njóta góðs af. Þó veit ég ekki hversu gefandi það er fyrir heimilislífið ef báðir aðilar gegna tímafrekum ábyrgðarstörfum." Friðrik: ,Já.“ Þorgils Óttar: ,Já, ég gæti al- veg hugsað mér það. Ég er þó á móti því að konan reyni að fara í eitthvert karlmannshlutverk, ég vil að hún haldi alltaf kven- legu eðli sínu.“ Baldvin: „Ég vildi helst af öllu vera giftur slíkri konu. Ég myndi að sjálfsögðu njóta góðs af og geta jafhvel minnkað við mig vinnu og verið meira með fjölskyldunni." Ólafur: „Ég freistast til að svara þessari spurningu játandi en hef ekki sjálfur upplifað þess- ar aðstæður. Ég hef þó á tilfinn- ingunni að það myndi fara að einhverju leyti í taugarnar á mér, sérstaklega ef launamis- munurinn væri mikill. Ég gæti þó trúað því að það væri mjög notalegt að eiga konu sem gerði það að verkum að maður gæti dregið úr vinnu og gefið sér tíma til að njóta lífsins." Pétur: „Fyrir rithöfund hlýt- ur þetta að vera spurning um einlífi eða að láta sig hafa það. Ætli séu margir kvenmenn sem hafa jafn óvissar tekjur og rit- höfundur — nema ef vera skyldi kvenrithöfundur? Ef konan mín væri aftur á móti rithöfundur þá hefði ég ekkert á móti því að hún skyggði á mig. Maður er hvort eð er alltaf í skugga einhvers. Yfirleitt lætur mér betur að vinna í skugga en sól af því að í skugga skyggir ekkert á. í sól er maður aftur á móti sífellt að berjast við einhverja skugga. En í alvöru talað — þegar hjónabandið er farið að snúast um það hver skyggir á hvern held ég að fólk ætti að flýta sér eins langt burtu hvort frá öðru og samgöngur leyfa." Egill: ,Já: Ef hún hefði hærri laun en ég þá gætum við farið í reisur til útlanda og ég komið heim á skósíðum minkapels með demantsskreytta gullkeðju um hálsinn. Það væri þá sagt um mann „að hann væri vel kvæntur" og að hún skaffaði vel... fínt!“ Þá höfúm við það, fólkið gott. Viðhorf þessara manna til nokk- urra hliða kvenna og stöðu þeirra á vinnumarkaðinum og í sambúð. Ef dæma má út frá svör- um þeirra held ég að við ís- lenskir karlmenn sem Stuð- menn ortu svo fjálglega um hérna um árið þurfum ekki að óttast í samkiptum okkar við konur. Við virðumst ekki vera haldn- ir sömu hræðslu og gert hefur vart við sig í Bandaríkjunum gagnvart framsókn kvenna á vinnumarkaðinn og svörin við tveimur síðustu spurningunum gefa til kynna sérlega afslappað viðhorf gagnvart konum á upp- leið. Við erum allsendis óhræddir og berum virðingu fyrir kon- unni eins og hún er, sama hvaða stöðu hún gegnir. Vonandi helst þessi virðing og jafnréttishugur gagnvart konum þegar þær fara að berjast enn harðar við okkur um vinnuna. Allavega yrði ljótt ef við legðumst í eymd og vol- æði að amerískri fýrirmynd vegna þess að við gætum ekki hugsað okkur að eiga viðskipti við háttsettar og valdamiklar konur. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.