Vikan


Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 37

Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 37
Alda: — Svo komu líka aftur inn margir þeir sem höfðu starfað í Leikfélaginu áður og margir þeirra hafa starfað mikið með okkur. — Hefur svona ferð áhrif á leiklistar- áhugann? Alda: - Þegar svona vel tekst til þá hlýt- ur það að vera hvetjandi. Björk: — Maður hlýtur að keppa að svona löguðu aftur því þetta var alveg ævintýri. Alda: — Það voru þarna Ieikhópar sem voru víðförlir og höfðu leikið víða bæði í sínu heimalandi og svo erlendis. Það virð- ist mörgum vera það markmið að fara og leika sem víðast. Margir vildu bjóða okkur að koma til sín og sýna, til dæmis til Japans. En það eru engin tök á að taka slík- um boðum. Bæði er það of kostnaðarsamt og svo er fólk í vinnu eða í skólum. - Það er augljóst að þama hefur náðst frábær árangur hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. En hvað er ykkur minnisstæðast úr ferðinni? Björk: — Það er svo margt úr þessari ferð að það er erfítt að nefha eitthvað sérstakt. Indland er alveg einstakt og svo ólíkt öllu sem maður hefur áður kynnst. Það er þá kannski ein setning sem mér verður vafa- laust alltaf minnisstæð, því þegar maður bað um eitthvað til dæmis á veitingahúsi þá var oftast svarað: — No problem. Það var alveg sama hvert vandamálið var þá fékk maður alltaf sama svarið. En svo gerð- ist yfírleitt ekkert svo maður spurði aftur en fékk enn á ný: — No problem. Þetta gat gengið enn og aftur en svo kom svarið loks að því miður væri þetta ekki til eða ekki hægt. Þetta er kannski dæmigert. En kurteisir voru Indverjarnir. Alda: - Ég segi nú eins og Björk að það er svo margt sem kemur upp í hugann að það er erfitt að gera upp á milli. Það má segja að skilningarvitin hafí öll verið of- hlaðin á meðan á öllu þessu stóð. Maður var stanslaust allan tímann upptekinn af því að vera að upplifa eitthvað nýtt. Gest- risnin verður eftirminnileg. - Og nú þegar þið eruð komin heim á ný verður þá þráðurinn tekinn upp á ný í leiklistinni? Alda: - Já, við munum halda áfram að sýna ,AHt í misgripum" á laugardags- og sunnudagskvöldum í Bæjarbíói. - Örfstutt að lokum. Alda: — Þessi ferð var farin með mjög stuttum fyrirvara og þó að hluti af kostn- aði úti hafi verið greiddur fyrir okkur þá hefði okkur verið þetta gjörsamlega óvið- ráðanlegt ef við hefðum ekki verið styrkt til fararinnar. Við höfðum aðeins mánaðar fýrirvara til undirbúnings. Bara fargjöldin sem við þurftum að greiða voru yfir milljón. Björk: — Þá kom Hafnarfjarðarbær til skjalanna með rausnarlega fjárveitingu upp á 500 þúsund. Alda: - Margir af þátttakendum eru skólafólk sem annars hefði ekki getað farið en þetta viljum við þakka. Þeir brugðust mjög fljótt og vel við um fjárveitingu. □ Fyrirfermingar- stúlkumar Pósthússtræti 13, sími 22477. ŒB AUGtySINGAÞJONUSTAN t SÍA „Sjarmerandi" satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. Fallegir litir, mildir eða iíf- legir að vild. 6. TBL1989 VIKAN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.