Vikan


Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 42

Vikan - 23.03.1989, Qupperneq 42
SNYRTING NÁTTÚRULEGAR SNYRTIVÖRUR: Húðnæringin sem virkar jofnt innan frá og utan TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR ^ ^ il að halda húðinni í sem bestu I formi þá þarf að hugsa jafnvel um I það sem látið er ofan í sig eins og JL. það sem borið er á húðina. í júlí í fyrra sögðum við hér í Vikunni lítillega ffá hjálparmeðali fyrir húðina sem var nýlega komið á markaðinn á Islandi. Þetta var Super Glandin húðnæring, sem er bæði krem og hylki til að taka inn. Síðan höíúm við heyrt um marga sem þetta hafa prófað, auk þess sannreynt virkni þess sjálf, og fínnst okkur ástæða til að segja aðeins nán- ar ffá Super Glandin og hvað það virðist geta gert. Super Glandin eru náttúrulegar snyrti- vörur framleiddar í Svíþjóð, en í þeim eru fjölómettaðar fitusýrur (gammalínólsýrur- GLA) unnar úr baunajurt sem nefnist „hjólkróna," sem virðast hafa mjög góð áhrif á margt varðandi heilsuna og þá ekki síst útlitið, því þær virðast minnka hrukkur, hindra að nýjar myndist og hressa húðina. Líkaminn framleiðir GLA en með aldrinum framleiðir hann minna, auk þess sem mataræði og ýmsir þætti í umhverfinu rýra framleiðslugetu hans. GLA er til staðar í móðurmjólkinni, en auk þess er það einnig í dökkum vínberjum. Kvöldvorrósarolía hefúr verið mjög vinsæl hér á landi og margir telja hana hjálpa sér, í henni er einnig GLA. Munur á milli henn- ar og Super Glandin er sá að í því er magn- ið þrefalt meira. Slær fljótt á tíðaverki GLA virðist slá á tíðaverki og það höfum við sannreynt hér á Vikunni, því einn dag- inn var ein stúlkan svo slæm að hún hélt hún þyrffi að fara heim. Önnur sem átti Super Glandin hylki og hafði heyrt hversu vel það hafði hjálpað einni 12 ára sem var að byrja og hafði mikla verki, bauð starfs- systur sinni eitt til að prófa. Um 5 mínút- um síðar kom hún og sagði að þetta væri hreint undarlegt, því allir verkir \'æru horfnir. f tímaritinu „Hálso revyn" frá október 1988 er sagt frá ungri konu, Su- sanne Kronstedt, sem er með psoriasis og hvemig tókst að halda útbrotunum niðri með Super Glandin kreminu. Mildar áhrif psoriasis Hún segir að hún hafi byrjað á að nudda kreminu á útbrotin kvölds og morgna. Það fyrsta sem hún tók eftir var að kláðinn minnkaði um leið og hún bar kremið á sig. Mánuði síðar var húðin í mun betra ásig- komulagi, því hún var ekki eins þanin eða þurr og hún hafði verið. Útbrotin voru þó ekki horfin, en voru minni. Kremið hafði einnig góð áhrif á andlitshúð hennar, sem henni fannst vera mun þurrari eftir að hún fór að vinna við tölvu allan daginn. Eftir eins árs notkun voru blettirnir orðnir smáir og fáir, en jafnframt því að nota kremið þá hugsar Susanne mjög vel um það sem hún lætur ofan í sig -sem er aðal- lega grænmeti og ávextir, en næstum ekk- ert kjöt — hún færir húðinni aukinn raka með því að drekka mikið vatn og nýtir einnig vel góð áhrif sólarjóssins og salt vatns á húðina. Þannig tekst henni að halda sjúk- dómnum niðri, þó hann sé alltaf til staðar. Hjálpar þeim sem eru með exem í febrúarhefti Hemmets í ár segir ffá annarri konu, Ingrid Axelson, sem hefur þjáðst af exemi og kláða allt sitt líf. Hún hefúr í gegnum tíðina prófað allt mögulegt til að reyna að ráða bót á meininu; áburði, breytingu á mataræði og forðast umhverfi sem virtist hafa slæm áhrif, en allt kom fýr- ir ekki. Stundum var húð hennar svo þurr og viðkvæm að hún sprakk við minnstu hreyfingu og henni fannst eins og húðin væri alltaf brunnin. Þegar Lennart Nilson læknir sagðist geta hjálpað henni með nýju kremi þá greip hún það hálmstrá fegins hendi. Læknirinn ráðlagði henni að taka inn Sup- er Glandin hylkin og nota kremið. í fýrstu tók Ingrid ekki eftir neinu batamerki, að- eins að hún bólgnaði upp. Eftir um tvær vikur hjaðnaði bólgan og húðin fór að mýkjast. Síðan hefúr hún haldið áfram að taka inn hylkin og borið á sig kremið og segist nú geta verið í stutterma kjól án þess að þurfa að skammast stn fyrir húð- ina. Læknir rannsakar virkni Super Glandin 1 4. tbl Femina í ár var viðtal við Lennart Nilson lækni sem unnið hefúr að rann- sóknum á virkni Super Glandin. Það voru 400 konur sem töldu að daglegt umhverfi þeirra hefði þau áhrif að á húðina komu útbrot eða hún þornaði óeðlilega. Læknir- inn segist Iíta á húðina sem stærsta lífíæri líkamans, sem hafi það ekki mjög gott í því umhverfi sem flestir hrærast í daglega — sem er innandyra þar sem loftið er yfirleitt allt of þurrt og rafmagnað. Hann segir að nú þegar við höfúm fjarlægst náttúruna þá sé kominn tími til að leita til hennar eftir hjálparmeðulum. Lennast Nilson nefnir að þegar hylkin séu tekin inn þá hjálpi GLA konum sem finna fýrir spennu í brjóstunum, skap- sveiflum og öðru vegna fýrirtíðaspennu. Einnig að húðkremið örvi blóðrásina og hafi þannig góð áhrif á starfsemi húðfrum- anna. Húðin hafi fengið meira mótstöðuafl gegn áhrifum útfjólublárra geisla og hafi haldið betur rakanum og náttúrulegu fitu- innihaldi sínu. Þegar hylkin eru tekin inn þá hjálpi gammalínólsýrurnar líkaman- um að framleiða prostaglandín, sem er nauðsynlegt fýrir frumuvefina. Húðkrem- ið getur ekki unnið á húðútbrotum, s.s. ek- semi og psoriasis, en það getur mildað þessa húðsjúkdóma. □ 40 VIKAN 6. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.