Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 13

Vikan - 04.05.1991, Page 13
brag,“ segir hann. „Þetta er í takt við annað í þjóðfélaginu en mér finnst oft að inntak at- hafnarinnar vilji gleymast f öll- um skrautumbúðunum. Stund- um er eins og aðalatriðið sé að festa augnablikið á filmu, ann- aðhvort af myndbandi eða Ijósmyndavél, þannig að augnablikið sjálft glatast í látunum. Kirkjubrúðkaup er helgiathöfn með mjög tákn- rænu formi því að trúin tjáir sig með ákveðnum táknum. Altar- ið í kirkjunni, þar sem hjóna- vígsla fer fram, er tákn návist- ar Guðs. Athöfnin er eins og leikræn dramatísk tjáning ef svo má að orði komast. Fyrir vígsluna stendur brúðguminn með brúðina sér á vinstri hönd en þegar þau ganga út leiðir hann hana sér við hægri hönd. Fyrir athöfnina leiðir faðirinn brúðina sér á hægri hönd. Það er vegna þess að hægri hönd- in táknar eignina og þegar þau eru gift er konan „hægri hönd mannsins" og eiginkona hans. Þetta er arfur frá gömlum hug- myndum og felst í sjálfu orð- inu; gifting. Það er ekki prest- urinn sem giftir, heldur giftast hjónin hvort öðru. Og það er faðirinn sem „gefur" dóttur sína. Hún yfirgefur föðurhúsin og fer inn á nýtt heimili." - Þú vékst að því i athöfn- inni að maður og kona væru eitt. „Já. Þannig skilgreinir Krist- ur hjónabandið. Þau eru eitt og hvort öðru ætluð til að skapa sameiginlega framtíð. Og ef við höldum áfram með táknin þá getum við tekið hringinn sem er bæði tákn tryggðar og eilífðar. í gamla daga var það aðeins konan sem fékk hring við brúðkaupið. Hann var þá innsiglishringur og táknaði yfirráð konunnar yfir heimilinu og búrinu. Orðið brúðkaup tengist líka gömlum tíma. Áður en gengið var til giftingar var gert út um kaupin. Þá lögðu heimili brúðar og brúð- guma fram fjármuni til aö tryggja nýja heimilinu grundvöll. Þá var heiman- mundurinn hugsaður sem eins konar stofnframlag. Núna er ungum brúðhjónum hins vegar hent út á Guð og gaddinn og verðtrygginguna." - Hvað felst í hjónavígsl- unni eins og hún gerist nú á dögum? „Athöfnin í kirkjunni er ofin saman úr tveim þáttum og hvorugan má vanta. Annars vegar er hún veraldleg, eins og þinglýsing á sáttmála, þar sem þessi stofnun er löggilt og söfnuðurinn er til vitnis. Þetta felur það í sér að þjóðfélagið tekur vissa ábyrgð á fyrirtæk- inu og það eru ákveðin réttindi og skyldur sem fylgja því. Hins vegar er þetta trúarlega. Drottinn, skaparinn, er upphaf ástarinnar og það er hann sem glæðir hana og styrkir. Öll gæfa er frá honum. Þetta tvennt, það veraldlega og það andlega, þarf að haldast í hendur. Við erum ekki englar en við erum heldur ekki bara jarðneskar verur. Við lifum ekki bara á brauði einu saman. Við þurfum líka nær- ingu fyrir sálir okkar; trú von og kærleika." Hótel Holiday Inn hefur allt sem til þarf svo gjöra megi góða veislu. Brúðhjónin geta valið um glæsilegt hlaðborö með heitum og köldum réttum, virðulegt kaffihlaðborð eða spennandi pinnahlaðborð. Veislusalir hótelsins taka allt að 130 manns i sæti eða 300 manns í standandi hanastél. Kóróna hótelsins er Háteigur, þar sem gestir njóta hins rómaða útsýnis til Esjunnar og yfir sundin blá. Hótelsvítan fylgir með í veislukaupunum og þegar brúðhjónin draga sig i hlé bíður þeirra glaðningur frá hótelinu á svítunni. Að sjálfsögðu er morgunverður framreiddur þegar ungu hjónin óska þess. Allar upplýsingar eru veittar í síma 689000. S)VVW Sigtún 38 - 105 Reykjavík - Sími (91) 689000 9. TBL. 1991 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.