Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 17

Vikan - 04.05.1991, Page 17
Brúðarsvítan sem Ólöf og Magnús dvöldu í á Hótel Sögu bíður eftir brúðhjónunum. brottskráningu af hótelinu, sem venjulega miðast við há- degi, en reglurnar fyrir brúð- hjónin eru, eðli málsins samkvæmt, mjög sveigjanleg- ar. Við fengum staðfestingu á því að starfsfólk hótelsins hefði það fyrir sið að koma brúð- hjónun jafnan á óvart í tilefni dagsins, ef veislan væri haldin á Sögu. Með hvaða hætti feng- um við þó ekki gefið upp enda var okkur sagt að það sem allir vissu kæmi engum á óvart. Brúðhjónunum standa allir opnir salir hótelsins til boða án endurgjalds, svo framarlega sem þeir eru ekki leigöir út til einkanota, enda er algengt að brúðhjón fari með fjölskyldunni upp í Grill, kannski tíu til tólf manns, og síðan, ókeypis, upp í Súlnasal á eftir eða þá að þau koma beint úr veislunni og koma við I Súlnasalnum áður en haldiö er inn á svít- una. Svítan, sem Ólöf og Magn- ús gistu í, er í nýju álmunni á hótelinu. Þar er sérstakur svefnkrókur ásamt glæsilegri stofu með öllum þægindum og á baöherberginu er meðal annars breitt nuddbaðker af bestu gerð. Á jarðhæð hótels- ins er blómasala, snyrtistofa, hárgreiðslustofa, matsalurinn Skrúður með fjölbreytt og glæsilegt hlaðborð - þar sem hægt er að fá hádegisverð eins og hver getur f sig látið fyrir 1190 kr. og kvöldverð á kr. 1820 - og Mímisbarinn sem hefur verið endurnýjaður frá rótum. [ kjallara hótelsins er svo heilsuræktarsalur með sólarlömpum, stórum og glæsilegum nuddpotti og gufu- baði. Það sem um þessar mundir þykir nokkuö sjálfsagt varð- andi brúðkaup þótti kannski mjög mikill munaður fyrir nokkrum árum. Eitt af því er ævintýraleg brúðkaupsnótt eins og Hótel Saga getur boð- ið upp á, enda hófst brúð- kaupsferð Ólafar og Magnúsar þar. Það er kannski rétt að geta þess í lokin að brúð- kaupsnætur á Hótel Sögu eru orðnar svo eftirsóttar að ráð- legt þykir að panta svítuna með allt að tveggja mánaða fyrirvara fyrir þau brúðhjón sem kjósa að hefja hjóna- bandið með glæsileika eins og best verður á kosið. Villeroy & Boch CHINTZ matar- og kaffistell færir þér sumarið.allt árið Heildsölubirgðir: ✓ Jóhann Olafsson & Co SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK ■ SÍMI 688 588 Smásala: Hamborg Laugavegi/Hafnarstræti Blómahúsið Akureyri

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.