Vikan


Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 24

Vikan - 04.05.1991, Qupperneq 24
LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI jjPresturínn stóð og ruggaði við altaríð, hann var blindfullur. Við altarið stóðum við síðan og hlust- uðum á prestinn segja frá siifurbrúðkaupsdegi sínum sem var einmitt þennan sama dag. Þegar við krupum síðan við altarið gleymdi hann textanum og mátti byrja upp á nýtt. Ekki nóg með það, hann ríghélt í hárið á mér til að detta ekki. Ég hefþað fyrir venju að segjast ekki vita hvort ég ergift.it VANDRÆÐALEG BRÚÐKAUP HEFUR Þ Ú FRÁ SLÍKU AÐ SEGJA? Hvað gæti svo sem farið úrskeiðis? hugsum við þegar við förum yfir brúðkaupsundirbúninginn í þúsundasta skipti. Reyndar getur allt fariö úrskeiðis! í norska blaðinu Norsk Ukeblad stóð nýlega yfir keppni um vandræðalegasta brúðkaupið. Þessar frásagnir eru lyginni I íkastar og nú skulum við setja okkur í réttar stellingar og lesa um þessi brúðkaup. Gaman væri að heyra frá íslenskum hjónum sem hafa lent í ein- hverjum raunum á brúðkaups- daginn. Látið heyra frá ykkur. BLINDFULLUR PRESTUR Ragnhild og Knud Knudsen „giftu" sig 6. júlí 1963 á Jót- landi í Danmörku. Hún er norsk en hann danskur, þess vegna giftu þau sig þar. Þegar í kirkjuna kom mætti þeim undarleg sjón. Presturinn stóð og ruggaði við altarið, hann var blindfullur. Við altarið stóðu þau síðan og hlustuðu á prestinn segja frá silfurbrúð- kaupsdegi sínum sem var ein- mitt þennan sama dag. Með- hjálparinn gerði margar til- raunir til að gera prestinum Ijóst að hann ætti að gifta fólk- ið en áður en presturinn komst svo langt hafði hann gleymt nöfnum brúðhjónanna svo hann varð að spyrja þau hvað þau hétu. „Þegar við krupum síðan við altarið gleymdi hann textan- um og mátti byrja upp á nýtt. Ekki nóg með það, hann ríg- hélt í hárið á mér til að detta ekki! Eins og siður er í Dan- mörku var prestinum boðið f veisluna. Hann sat við hliðina á mér og allur matur, sem hon- um fannst vondur, lenti á mín- um diski! Um síðir var einum gestinum nóg boðið og fór með prestinn heim. Ég hef það fyrir venju að segjast ekki vita hvort ég er gift,“ segir Ragnhild. BRÚÐURIN KORÉRI OF SEIN AÐ ALTARINU Katrin Johansen gifti sig 22. október 1983. Þá var hún 18 Katrin Johansen, húkkaði sér far til kirkjunnar. ára. „Brúðguminn átti að koma og sækja mig. Allir aðrir voru farnir til kirkju. Það var hálf- tíma keyrsla í kirkjuna og ég var orðin taugaóstyrk því hann keyrði fram hjá. Það var nefni- lega ákveðið að hann sækti mig á öðrum stað en því var breytt og því hafði hann gleymt. Ég varð því að húkka mér far til kirkjunnar! Það var næstum liðið yfir eina ná- grannakonuna sem kom keyr- andi. Hún hélt ég væri engill! í hvítum kjól með slör og brúð- arvönd á aðalgötunni. Sem betur fer hafði einn gesturinn orðið of seinn í kirkj- una svo ég fékk far. Ég kom fimmtán mínútum of seint. í kirkjunni ríkti algjört öngþveiti því þegar brúðguminn fann mig ekki á hinum staðnum fór hann beint í kirkjuna og var spurður hvar ég væri. Athöfnin fór vel fram en þegar við kom- um út sáum við bílinn, sem átti að flytja okkur heim, hverfa fyrir horn með allar dósirnar skröltandi, svo við þurftum að fá far heim.“ Frh. á næstu opnu 24 VIKAN 9. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.