Vikan


Vikan - 04.05.1991, Page 28

Vikan - 04.05.1991, Page 28
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON HUGMYNDIR AÐ PERSÓNULEGUM K/ERLEIKSGJÖFUM Hvað elskist þið heitt? Nú er timi rómantíkurinnar runn- inn upp aftur svo að það er óhætt að láta draumana rætast. Hvað segir þú tii dæmis um að gefa ástinni þinni eitthvað í líkingu við það sem hér er minnst á sem hugmyndakveikjur? 1 ■ Armbands- eða vasaúr með skammstöfuðu nafni hennar/hans, giftingardag- setningu og tvö, þrjú ástarorð með undirskrift þinni. 2. Fyrir hana: Innrammað ástarljóð og mynd af þér í umslagi sem brúðarmærin færir henni að morgni brúð- kaupsdagsins. 3. Fyrir hann: Snyrtitaska með rakáhöldum, rakspíra og skyrtuhnöppum ásamt mynd af þér í fallegum ramma og vasaklút vættum í ilmvatninu þínu. 4b Sendu henni/honum ást- arkveðju með fallegum, blóm- skreyttum konfektkassa og láttu í leiðinni spila lag, sem hefur sérstakt minningargildi fyrir ykkur, á uppáhalds út- varpsstöðinni ykkar. Gakktu úr skugga um að hjartnæm og viðeigandi kveðja sé lesin með. 5. Ef hún/hann þarf að vinna lengi frameftir skaltu senda henni/honum körfu fulla af sælkerafæði og eitthvað skemmtilegt með. 6. Komdu henni/honum á óvart af og til með frumlegum skilaboðum í mismunandi umslögum, þar sem boðið er í mat á fínu veitingahúsi með hæfilegum fyrirvara, setning- um eins of til dæmis: „Þín bíð- ur ógleymanleg nótt“ eða eitt- hvað þaðan af Ijúfara. 7• Stutt ástarbréf með nisti sem mynd af þér hefur verið sett í. 8. Kauptu, á laun, einhvern minjagrip þar sem þið verðið í brúðkaupsferðinni (og minnirá staðinn) og gefðu henni/hon- um ekki fyrr en að minnsta kosti mánuöi eftir að þið komið heim eða við eitthvert óvænt tækifæri síðar. 9. Ein rós á hverjum degi brúðkaupsferðarinnar ásamt stuttum, kitlandi skilaboðum í litlu umslagi. 10. Uppáhalds hljómplatan eða myndbandið hennar/hans ásamt fallegri blómaskreyt- ingu til að njóta með henni/ honum eitt kvöld saman yfir þægilegum veitingum að brúð- kauþsferðinni lokinni. ÁSTARSAGAN OG ILMVÖTNIN Var það tilviljun? Ef til vill, en eitt er á hreinu: Lífið er fuilt af óvæntum uppákomum sem gefa okkur nýja lífssýn, sérstaklega þegar ástin kemst í spilið. Fyrirsætan Isabel og ilmvatnshönnuðurinn Ulric de Varens kynntust á tískusýningu. Hvort það var ást við fyrstu sýn vitum við ekki en líkt og í ævintýrunum hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Og saman hafa þau skapað ilmvötn sem eru ólík öllum öðrum. < Bæði eru þau lífsglaðar manneskjur og ilm- vötn eru sameigin- legt áhugamál þeirra. Því ákváðu þau að skapa sitt eigið ilmvatnsmerki: Ulric de Varens. En á hvern hátt eru ilmvötnin þeirra frábrugðin öðrum? GÆÐAILMVÖTN Á GÓÐU VERÐI Isabel og Ulric langaði ekki til þess að bæta enn einu dýru merki á markaðinn. Þau langaði til að kynna fólki gæðailm- vötn á góðu verði, ilmvötn sem væru ætluð hinu daglega lífi okkar allra. Hönnun og rannsóknarvinna við ilmvötn Ulric de Varens er sú sama og við dýrustu ilmvötnin. Það er hugað að sérhverju smáatriði. En á endanum er það smekkvísi Ulrics sem gefur þeim líf. 28 VIKAN 9.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.