Vikan


Vikan - 04.05.1991, Side 36

Vikan - 04.05.1991, Side 36
TEXTt: ÞORSTEINN EGGERTSSON BRUÐKAUPSTERTUR LINDU WESSMAN Hún heitir Linda Wess- man, veit hvað hún vill og kemur því til skila. Hún lauk matreiðslunámi árið 1988. Þegar hún vann í Grill- inu á Hótel Sögu var hún farin að fást við matarskreytingarn- ar, til dæmis ábætina. Þá var hún farin að fylgjast svolítið með verkum Gert Sörensens sem er einn frægasti bakari álfunnar og starfar í Tívolí í Kaupmannahöfn. Hún skrifaði honum bréf og sagðist vilja fullnema sig í fræðum hans. Það vildi svo vel til að hann vantaði nema. Gert Sörensen hefur sér- hæft sig í brúðkaupstertum, sykurskreytingum og ólíkleg- ustu sérpöntunum. Fólk kemur til hans meö furðulegustu hug- myndir, svo sem líkön af bygg- ingum, og biður hann að búa til nákvæma eftirlíkingu í tertu- formi, sem hann gerir því að ekkert vex honum í augum. Hann hefur aldrei tekið meira en einn nemanda í einu og Linda er þriðji neminn sem hann hefur útskrifað. Við vild- um vita hvað hún var helst lát- in gera í náminu. „Ég var aðallega í tertum," segir hún. „Brúðkaupstertum og öllum sérlöguðum tertum, desertum. Gert hefur sent mig á ýmsar kynningar sem hafa verið í Danmörku á hans veg- um svo aö ég hef farið víða, bæði ein og með honum, til dæmis þegar stórar veislur hafa verið settar upp.“ Y ^ ■ f t* m ■r Sykursprautuð brúðkaupsterta með þrem kremtegundum innan í ásamt botnum, hnetum og ávöxtum. LJÓSM.: binni MEISTARAVERK í NÝJUM STÍL Hún er svo til nýkomin heim en hefur þegar stofnað sitt eig- ið bökunarfyrirtæki þar sem hún sérhæfir sig í alls kyns tertum við hátíðleg tækifæri enda bakar hún ekki fyrir al- mennan markað og því er vart hægt aö tala um „bakarí" þar sem hún er annars vegar. Hún hefur lagað tertur fyrir ferming- ar og veislur á Hótel Holiday Inn, en hún kom einmitt til landsins um svipað leyti og fermingarvertiðin hófst í ár. Hún segist geta útbúið fyrir- 36 VIKAN 9. TBL. 1991 C o œ jj > o Kransaköku- horn með heimalöguðu konfekti, í brúðkaups- veisluna og fermingar- veisluna. taks fermingartertu með þriggja daga fyrirvara en sé pöntuð brúðkaupsterta hjá henni verður þaö að gerast með aö minnsta kosti tíu daga fyrirvara, enda eru tertur henn- ar mjög glæsilegar. „Terturnar mínar eru allt öðruvísi byggðar upp en tíðk- ast hefur fram að þessu hér á landi," segir hún. „Inni I brúð- kaupstertunum eru alls konar krem og ef fólk óskar eftir ein- hverju sérstöku þá fæst það. Svo er klætt með marsípan og

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.